Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2009, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2009, Blaðsíða 21
21. desember 2009 MÁNUDAGUR 21 Það var ekki að undra að ritstjórn tímaritsins Golf Digest yrði hvumsa árið 2007 þegar Tiger Woods sam- þykkti að veita tímaritinu Men’s Fit- ness, systurtímariti National Enquir- er, ítarlegt viðtal. Golf Digest hafði gefið milljónir dala árlega til góð- gerðarfélags Tigers Woods, Tiger Woods Foundation, auk ýmislegs annars. En þrátt fyrir það hafði Golf Digest aldrei boðist að komast jafn- nálægt kylfingnum og Men’s Fitness hafði boðist. Samþykki Tigers Woods fyrir þessu einstæða viðtali var tilkomið vegna sérstaks samkomulags full- trúa Tigers og útgefanda Men’s Fit- ness og National Enquirer eftir að hið síðarnefnda hótaði að birta ljós- myndir sem teknar höfðu verið af Tiger Woods í félagsskap þjónustu- stúlkunnar Mindy Lawton í kyrr- stæðri bifreið á bílastæði. Frá þessu samkomulagi er greint á vefsíðu Wall Street Journal. Málið grafið fyrir forsíðuviðtal Samkvæmt Wall Street Journal var samningurinn gerður í ágúst 2007 og fól í sér að Tiger gæfi ítarlegt við- tal og ljósmyndir sem myndu birtast í Men’s Fitness. Talsmenn American Media, eig- anda National Enquirer og Men’s Fitness, sögðu að frásagnirnar af þessum samningi væru „ónákvæm- ar, falskar“. Að þeirra sögn var við- talið tilkomið vegna tengsla Tigers Woods við Roy Johnson sem tók við- talið. En aðalritstjóri Men’s Fitness á þeim tíma, Neal Boulton, styrkti frá- sögn Wall Street Journal eftir að hann upplýsti að hann hefði sagt upp rit- stjórastöðu sinni vegna málsins. „David Pecker [framkvæmdastjóri American Media] vissi um lauslæti Tigers Woods fyrir löngu [...] Hann seldi þögn sína fyrir forsíðuviðtal í Men’s Fitness,“ sagði Boulton í viðtali við New York Post. Óskilgreind ónákvæmni Sem fyrr segir vísar American Media frásögn Wall Street Journal á bug og neitar að samkomulag hefði verið gert til að grafa ljósmyndir af Woods í vafasaömum kringumstæð- um, og að lýsingar á samkomulaginu væru „ónákvæmar“. Talsmaður og lögfræðingur Am- erican Media neituðu að útskýra fyr- ir Wall Street Journal í hverju óná- kvæmnin væri fólgin, en sögðu að þeir heimildarmenn sem standa að baki frásögninni væru „illa upplýst- ir“. Aðspurður hvort samkomulag hefði verið gert við Tiger Woods um að grafa einhverja grein svaraði lög- fræðingur American Media: „ekkert að segja“. Bæði umboðsmaður Tigers Woods, Mark Sterinberg, og Pecker, framkvæmdastjóri American Media, hafa neitað að tjá sig um málið. Æ sér gjöf til gjalda Ef rétt reynist að meint lauslæti Tig- ers Woods hafi orðið verslunarvara fyrir tveimur árum varpar það ljósi á hvernig greiði kemur fyrir greiða. Það sýnir einnig hvernig Tiger Woods og menn hans unnu ötullega að því að fela athafnir hans utan golfvallarins til að vernda ímynd stórstjörnunnar sem gerði honum kleift að verða rík- asti íþróttamaður heims. Konan sem um ræðir, Mindy Lawton, er gengilbeina á veitinga- stað á Flórída og ein af mörgum kvenna sem komið hafa fram í dags- ljósið sem ástkonur Tigers Woods undanfarið. Samkvæmt Wall Street Journal var Mindy og að minnsta kosti ein- um ættingja hennar boðin ótilgreind upphæð fyrir að veita News of the World einkarétt á sögu þeirra. Samningurinn við Lawton gerir að verkum að hún getur ekki sagt op- inberlega frá sambandi sínu við Tig- er Woods fyrr en í dag. Þess má geta að Wall Street Journal er í eigu News Corp. sem hefur aðsetur í Lundún- um og á einnig News of the World. Í frétt á vefsíðu Wall Street Jo- urnal segir að frétt um meint lauslæti Tigers Woods og ljós- myndir í stíl hafi verið grafin fyrir tveimur árum gegn því að hann veitti bandarísku tímariti forsíðuviðtal. Upp- ljóstrun á þessu meinta sam- komulagi er nýjasta viðbótin í Tigers sögu Woods. LAUSLÆTIÐ FALIÐ FYRIR FORSÍÐU Tiger Woods í röffinu Leiðin til velgengni getur verið þyrnum stráð. MYND AFP KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Tveir páfar færast nær því að verða teknir í dýrlingatölu: Lýstir æruverðugir Benedikt sextándi páfi hefur fært tvo forvera sína, Jóhannes Pál ann- an og Píus tólfta, nær því að kom- ast í dýrlingatölu. Lítill styr stendur um Jóhannes Pál annan, sem Bene- dikt páfi hefur lýst æruverðugan að- eins fjórum árum eftir andlát hans, en honum er meðal annars talið til tekna að hafa haft hönd í bagga við að binda enda á stjórn kommúnista í Evrópu og þá ekki síst í eigin heima- landi, Póllandi. Sömu sögu er ekki að segja um Píus tólfta, sem einnig var lýstur æruverðugur. Píus tólfti sat á páfa- stóli frá 1939, út styrjaldarárin, eitt mesta hörmungarskeið mannkyns- sögunnar, og til dauðadags, 1958. Forsenda þess að vera lýst- ur æruverðugur er að rannsókn af hálfu kirkjunnar hafi leitt í ljós að sú manneskja sem um ræðir hafi lif- að lífi sem einkenndist af helgi og dyggð. Ekkert í skrifum viðkomandi má vera þess eðlis að hægt sé að bera brigður á það. Gyðingar eru ekki á eitt sáttir við áform um að taka Píus í dýrlingatölu og hafa sakað hann um að hafa ekki gert allt sem í hans valdi stóð til að koma í veg fyrir dauða gyðinga í síð- ari heimsstyrjöldinni. Gyðingar hafa farið þess á leit við Benedikt páfa að hann fresti ferlinu, sem leiðir á endanum til þess að Píus páfi verður tekinn í dýrlingatölu, þar til þúið er að rannsaka betur skjöl frá styrjaldarárunum. Páfagarður hefur hins vegar varið gjörðir sínar á þeirri forsendu að Píus hafi bjargað mörg- um gyðingum með því að fela þá í trúarstofnunum, bæði í Róm og er- lendis. Gagnrýnendur Páfagarðs fullyrða einnig að Píus hafi látið undir höfuð leggjast að mæla gegn Adolf Hitler og bjóða gyðingum stuðning opin- berlega. Fræðimenn, bæði gyðingar og kaþólskir, hafa kvartað yfir því að hvað varðar Píus páfa séu einungis aðgengileg skjöl Páfagarðs fram til ársins 1939. Pius XII páfi Var páfi á erfiðum tímum og umdeildur fyrir vikið. Betulic birkilaufstöflurnar innihalda 98% birkilaufsduft og eru framleiddar af natni með aðferð sem varðveitir upprunalega eiginleika birkilaufs sem allra best. Það er mikil og gömul hefð fyrir því að nota birkilauf sem fæðubótarefni til að hraða efnaskiptum og losa vatn úr líkamanum, draga úr bólgum og afeitra líkamann (detox). Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, auk þess sem það örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Ráðlagður dagskammtur 2 til 4 töflur er samsvarar 980 - 1960 mg. af birkilaufi. Betulic inniheldur hvorki laktósa, glúten, sætuefni né ger. BETULIC - BIRKILAUF www.birkiaska.is Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkilauf Njótum aðventunnar saman Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur 2 dálkar = 9,9 *10 Opið: má-fö. 12-18, Opið á laugard. til jóla frá 12-16 Dalvegi 16a, Rauðu múrsteinshúsunum Kóp. 201 - S: 517 7727 www.nora.is Fyrir bústaðinn og heimilið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.