Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2009, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2009, Blaðsíða 30
„Við framsóknarmenn erum ekki hræddir við neitt. Það er fínt að sem flestir bjóði sig fram, þá hafa menn úr meiru að velja,“ segir Einar Skúlason, verðandi odd- viti framsóknarmanna í borgarstjórnarkosn- ingunum, um fram- boð Besta flokks- ins undir forustu Jóns Gnarrs. Jón ætlar alla leið í borgar- stjórnarkosn- ingar og er ekk- ert að grínast með það. Hann langar helst að verða borgar- stjóri og seg- ist handviss um að hann yrði besti borg- arstjórinn til þessa. Jón var í helgarviðtali DV þar sem hann gerir stólpagrín að stjórn- málamönnum og Framsóknarflokkn- um. „Ég er anarkisti og trúi í rauninni ekki á stjórnmál. Ekki sem lausn á neinu og ég trúi ekki að hinn almenni stjórnmálamaður skili neinu af viti. Ef við gætum reiknað það, tekið saman kostnaðinn af öllum þing- mönnunum 63 á móti hagnaðinum af þeim, þá er ég viss um að tapið sé meira. Það eru frávik þegar stjórn- málamaður stígur fram og gerir eitt- hvað af viti,“ sagði Jón síðastliðinn föstudag. Einar segist vona að Jón verði trúr sinni stefnu og að hann sé nýr alveg eins og Jón. „Ég vona að hann verði samkvæmur sjálfum sér og það er alltaf gott að slá á létta strengi en menn verða að fylgja því eft- ir. Ég vona að hann auki hamingjuna í þjóðfélag- inu með sinni pólítík,“ segir Einar og bæt- ir við að hann geti ekki ráðlagt Jóni neitt. „Ég er líka nýr eins og hann og mig langar líka að verða borgarstjóri. Ég vona að þetta verði bara skemmtilegt - að keppa við hann. Við nýliðarnir stönd- um saman að gera þetta skemmti- legra og athyglisverðara og við dett- um ekki niður á eitthvað far. Það er ákveðin áskorun í því - að gera þetta á nýstárlegan og skemmtilegan hátt og á mannamáli,“ segir Einar Skúlason fullur tilhlökk- unar við að takast á við Jón Gnarr um borgina. benni@dv.is Gunnleifur Gunnleifsson, lands- liðsmarkvörður í fótbolta, var ekki sáttur á pub quiz Hjörvars Hafliðasonar, sérfræðings um fótbolta á RÚV. Hjörvar hefur haldið tvö pub quiz á Players sem hefir slegið í gegn enda fáir sem vita jafnmikið um fótbolta og hann. Gunnleifur hefur tekið þátt í báðum mótum og í bæði skiptin endað í öðru sæti. Á síð- asta kvöldi, þegar Hjörvar var að fara yfir stigin, kom í ljós að Gunnleifur var með einu stigi minna en sigurvegarinn - eins og í fyrsta mótinu. Barði Gunn- leifur þá í borðið af alefli - ekki sáttur en hann jafnaði sig þó fljótt enda hvers manns hugljúfi. „Ég ætla bara að spila góða diskóið. Það er til fullt af vondu diskói en það verður ekkert spilað,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem ætlar að breyta Nasa í hinn goðsagnarkennda stað Stúdíó 54 annan í jólum. „Ég þori að gera þetta núna af því að annar í jólum kemur upp á laugardegi. Þetta verða því djammjól - ég get lofað því,“ segir Páll Óskar en hann er á heimavelli í diskóinu - hlustar meira að segja á það í bílnum. Páll Óskar er ekki þekktur fyrir að gera neitt með neinu hálfkáki og hann fer alla leið með þetta kvöld. „Ég er búinn að fá Lúx- or, ljósa- og sviðshönnunarfyrirtæki, til að hanna sviðsmynd sem er gjörsamlega geðveik. Þegar þú labbar inn á kjálkinn eftir að fara niður í gólf - það er bara þannig. Þetta er sviðsmynd sett sam- an úr diskóljósum og búrið sem ég verð í verður rosalega flott. Ég verð nánast eins og María Mey þarna í miðjunni - í megastuði og þetta verður geðveikt show,“ segir Páll Óskar og tilhlökkunin leynir sér ekki. benni@dv.is Harðjaxlinn, veiðimaðurinn og á köflum strigakjafturinn Mikael Torfason hefur verið afar dugleg- ur að vera í hinum ýmsu miðl- um að plögga nýjustu bókina sína, Vormenn Íslands. Mikael er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum en hann hefur þó mýkst með árunum. Mikael er í nýjasta hefti Vikunn- ar, konurits Íslands, þar sem hann gefur fegurðarráð. Þar kennir ýmissa grasa, Mikael not- ar til dæmis aðeins gamla góða Nivea-kremið í bláu dollunum og hann elskar veiðijakkann sinn og gönguskóna - enda eru fáir veiðimenn á landinu sem ganga jafnmikið og rithöfund- urinn. HARÐJAXL GEFUR FEGURÐAR RÁÐ 30 MÁNUDAGUR 21. desember 2009 FÓLKIÐ Einar Skúlason verðandi oddviti framsóknarmanna í borgarstjórnarkosningunum tekur vel í framboð Jóns Gnarrs og flokks hans Besti flokkurinn. Einar er einnig nýr í þessum bransa og segist ekki eiga neinar ráðleggingar handa Jóni. Hann segir einnig að framsóknarmenn séu ekki hræddir við eitt né neitt. BARÐI Í BORÐIÐ EINAR SKÚLA Óttast ekki samkeppnina og segir hana bara af því góða. ÉG VIL LÍKA VERA BORGARSTJÓRI EINAR SKÚLASON: JÓN GNARR „Þetta er anarkó- súrrealískur flokkur og sá fyrsti þeirrar tegundar í heiminum. Sem er gjörsamlega brilljant hugtak fyrir stjórnmálaflokk.“ PÁLL ÓSKAR FER ALLA LEIÐ MEÐ NASA ANNAN Í JÓLUM OG ÆTLAR AÐ BREYTA HONUM Í STÚDÍÓ 54. LOFAR DJAMMJÓLUM LOFAR GEGGJAÐRI STEMMINGU Páll Óskar er á heimavelli í diskóinu og segir að þetta kvöld verði ekkert hálfkák. MYND ODDVAR.COM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.