Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Blaðsíða 2
„Hreiðar var mjög búllí“ n Í yfirheyrslugögnum sérstaks saksókn- ara yfir Halldóri Bjarkari Lúðvígs- syni, fyrrverandi starfsmanni fyrirtækjasviðs Kaupþings, þann 21. október 2009 ræðir hann meðal annars samskipti sín við Ólaf Ólafsson vegna Al Thani-málsins, lánveitinga og kaupa sjeiksins á liðlega 5 prósenta hlut í bankanum skömmu fyrir bankahrun- ið. DV birti hluta yfirheyrslunnar yfir Halldóri Bjarkari á mánudaginn. Fram kemur að Al Thani fékk um 13 milljarða króna lánaða inn í félag sem ber nafnið Serval. Upphæðin var síðan lánuð áfram í Choice og loks Q-Finance Iceland sem eignaðist hlutinn í Kaupþingi. Halldór segir Hreiðar Má hafa verið „mjög búllí“ og að Ólafur Ólafsson hafi farið með sjeiknum að veiða villt dýr í Afríku. gnarrenburg n Súrrealísk stemning ríkti á pöllum Ráðhúss Reykja- víkur á þriðjudag þegar fyrsti fund- ur nýrrar borg- arstjórnar var settur. Fólk fjöl- mennti á áhorf- endapallana og sumir létu í sér heyra. Þar var beðið í ofvæni eftir því að Besti flokkurinn og Samfylking- in kynntu stefnuskrá sína. Jón Gnarr uppskar mikið lófaklapp þegar ljóst var að hann hafði verið kjörinn borgarstjóri Reykjavíkur með níu atkvæðum. Hann sló síðan á létta strengi í opnunarræðu sinni við góðar undirtektir áhorfenda. Hanna Birna Kristjánsdóttir, fráfarandi borgar- stjóri, sem hafði skömmu áður hlotið einróma stuðning sem forseti borgar- stjórnar, varð hvað eftir annað að minna fólk á reglur um fundarsköp þegar það lét í sér heyra. bjargaði mömmu og litlu systur n Íris Jóhannsdóttir ljósmynd- ari þakkar sex ára dóttur sinni lífsbjörgina eftir að kviknaði í á heimili þeirra. Stelpan unga, Eva Marín Einarsdóttir, brást hárrétt við og bjargaði móður sinni og nýfæddri systur frá voða. Það var á föstudaginn fyrir viku sem Íris sofnaði eftir bjóstagjöf með 5 daga gam- alli dóttur sinni en á sama tíma gleymdi hún potti á eldavélinni þar sem hún var að sjóða mjólkurpela. Það kviknaði í og reykskynjari heimilisins var batteríslaus þannig að Íris varð ekki vör við neitt er hún svaf inni í svefnherbergi. Eva Marín hafði verið að leika sér úti í garði og fyrir tilviljun skrapp hún inn til sín að skila leikföngum áður en hún ætlaði út á róluvöll. „Hún kom inn og sá þá allt í reyk. Þá lagðist hún bara samstundis niður og skreið inn í svefnherbergi og vakti mig þar. Hún öskraði: „Eldur, eldur, 112, 112,“ og skreið svo fram á gang að vekja nágranna okkar,“ segir Íris við DV. 2 3 1 Hannes tengdur Panama MÁNUDAGUR og ÞRIÐJUDAGUR 14. – 15. JÚNÍ 2010 dagblaðið vísir 67. tbl. 100. árg. – verð kr. 395 yfirheyrslA sAksóknArA vegnA kAupþings: „HreIÐar Var mJÖg BÚLLÍ“ n HALLDÓR BJARKAR, STARFSMAÐUR KAUPÞINGS, YFIRHEYRÐUR n ÓLAFUR ÓLAFSSoN REYNDI AÐ LoSA AL THANI UNDAN ÁBYRGÐUM n ,,SJEIKINN vAR AÐ PANIKERA“ n AL THANI oG ÓLAFUR vEIÐI- FéLAGAR í AFRíKU n ,,50 MILLJÓNIR í vASANN, SKo“ n SKATTURINN SKoÐAR TöLvUPÓSTA FRéTTIR SKULDUGASTIR ALLRA Á íSLANDI hm2010 n AFDRIFARíK MISTöK MARKMANNA ÞJóÐVerJar geggJaÐIr SKULDUG SvAvA í STÓRFRAMKvæMDUM n „HEFÐUM ALDREI FARIÐ úT í ÞETTA í DAG“ dV BIrt Ir yfIrHe yrsLur KastLJós- stJarna BrotIn á BáÐum n ÞvoÐI SAMT BíLINN FÓLK BrotIÐ gegn farÞegum snyrtIaKademÍan Í KennItÖLuHoPPI iceland express: FRéTTIR NEYTENDUR miðvikudagur og fimmtudagur 16. – 17. JÚNÍ 2010 dagblaðið vísir 68. tbl. 100. árg. – verð kr. 395 Eva Marín, 6 ára, bjargaði MöMMu og nýfæddri SYSTur: n mammaN var SOfaNdi mEð fimm daga dÓttur n „ELdur, ELdur, 112, 112!“ n „HÚN gErði aLLt rÉtt, HÁgrÁtaNdi“ n fÉkk frÆðSLu Á LEikSkÓLaNum 450 kr. MUNUr n vELdu rÉtta bENSíNStöð NEytENdur n Hvað brEytiSt mEð JÓNi gNarr? GNArrENBUrG frÉttir HOMMAr MEGA EkkI GEFA BLÓÐ 20 RÁÐ TIL AÐ LIFA LENGUR katríN Situr Á SÁtt um vatNið frÉttir Námskeið í súlufimi:yfirmENN fÁ miLLJarða afSkrifaða „DÓTTIr MÍN Er HETJA“ m YN d r Ó be rt r eY N is sO N STÚLkUr SENDAr Í ÓVISSUFErÐ Á GOLDFINGEr n ENduðu kLÆddar SEm PLaybOy-kaNíNur frÉttir frÉttir 2 miðvikudagur 16. júní 2010 fréttir Súrrealísk stemning ríkti á pöllum Ráðhúss Reykjavíkur í gær þegar fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar var settur. Fólk fjölmennti á áhorf- endapallana og sumir létu í sér heyra. Þar var beðið í ofvæni eftir því að Besti flokkurinn og Samfylk- ingin kynntu stefnuskrá sína. Jón Gnarr uppskar mikið lófa- klapp þegar ljóst var að hann hafði verið kjörinn borgarstjóri Reykja- víkur með níu atkvæðum. Hann sló síðan á létta strengi í opnun- arræðu sinni við góðar viðtökur áhorfenda. Hanna Birna Kristjáns- dóttir, fráfarandi borgarstjóri sem hafði skömmu áður hlotið einróma stuðning sem forseti borgarstjórn- ar, varð endurtekið að minna fólk á reglur um fundarsköp þegar það lét í sér heyra. Besti flokkurinn standi undir nafni Jón Gnarr byrjaði á því að þakka fyr- ir það traust sem íbúar Reykjavíkur hefðu sýnt Besta flokknum. Hann fullyrti að Besti flokkurinn stæði undir nafni, annars hefði hann ver- ið kallaður versti flokkurinn eða vondi flokkurinn. Hann sagðist ekki hafa munað hvers vegna hann hefði stofnað flokkinn eða hvern- ig hann hefði komið til, en hann hefði verið það merkilegasta sem hann hefði búið til fyrir utan börn- in hans. Jón rifjaði upp þegar hann vildi vera trúður í Sirkus Billy Smart þegar hann var lítill. Kennari hans sagði að hann kæmist ekki langt áfram á gríninu einu saman. Hann hefði nú sýnt fram á annað. Jón lagði áherslu á að fólk hefði ekki áhyggjur af því sem koma skyldi þrátt fyrir að Besti flokkurinn starfaði eftir mjög óhefðbundnum leiðum. „Áhyggjur eru gagnslausar, þær hafa aldrei leyst nein vanda- mál,“ sagði hann og minnti á að sá sem gæfi græddi meira en sá sem þæði. Jón vísaði í þessu sambandi til sögusviðs Kardimommubæjar- ins og sagði allt verða betra ef all- ir myndu heilsa hver öðrum með bros á vör. Ísbjörninn var grín Jón lagði áherslu á að hann fengi að vera stjórnarformaður í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík og rataði sú stefna inn í samstarfsyfirlýsingu Samfylk- ingar og Besta flokksins. Í kosn- ingabaráttunni talaði hann mik- ið um málefni garðsins þar sem eitt af kosningamálum hans var að koma ísbirni í húsdýragarðinn. Jón var spurður út í hvort von væri á ísbirninum í húsdýragarðinn á blaðamannafundi í Ráðhúsinu. Hann svaraði að bragði að hann hefði þurft að útskýra oft og mörg- um sinnum að ísbjörninn hefði verið grín en hann kæmi þó von- andi í garðinn. Stuðningsmaður Besta flokksins í Orkuveituna Á fundinum á þriðjudag var kos- ið í ráð og nefndir á vegum borg- arinnar. Þar vöktu nokkrir fulltrú- ar sérstaka athygli. Gunnar Lárus Hjálmarsson, Dr. Gunni, var óvænt kjörinn stjórnarformaður Strætós bs., Hjálmar Sveinsson, vara- borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, stjórnarformaður Faxaflóahafna, og þá sætti kannski mestu tíðind- um að Haraldur Flosi Tryggvason var valinn stjórnarformaður Orku- veitu Reykjavíkur. Haraldur Flosi var ekki á fram- boðslista Besta flokksins en var yfir- lýstur stuðningsmaður hans. Hann er framkvæmdastjóri lögfræði- og eignasviðs eignaleigufyrirtækisins Lýsingar. Haraldur var einnig fram- kvæmdastjóri Viðskiptablaðsins, en það fór í þrot árið 2008. Haraldur útskrifaðist úr lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1999, meistaranámi í Evrópu- og samanburðarlögfræði frá Oxford-háskóla á Englandi árið 2003 og úr MBA-námi frá Oxford Brooks-háskóla árið 2004. Í samtali við DV segist Haraldur bjartsýnn á reksturinn og að hann hafi þar gott fólk með sér. Engir hagsmunaárekstrar Samkvæmt heimildum DV liggja leiðir Haraldar og margra úr röð- um Besta flokksins saman en hann kom að störfum flokksins á seinni stigum. Rætt hafi verið um að fá sterkt fólk inn sem fulltrúar flokks- ins treystu. Haraldur hafi þótt hafa sérfræðiþekkingu sem gæti nýst í starfi hjá Orkuveitunni. Alltaf hafi staðið til að fá utanaðkomandi mann að starfsemi Orkuveitunn- ar. Það var ekki talið að störf hans fyrir Lýsingu og hjá Orkuveitunni myndu skarast. Lýsing væri sér- hæft fjármálafyrirtæki og með ólíka starfsemi. BORGIN HANS JÓNS GNARR Jón Gnarr tók á þriðjudag við borgarstjóralyklunum af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Mikil stemning var á pöllum Ráðhússins þegar fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar var haldinn og sam- starfssamningur meirihlutans var kynntur. Það kom á óvart þegar Haraldur Flosi Tryggvason, framkvæmdastjóri hjá Lýs- ingu, var kjörinn stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, og Dr. Gunni stjórnarformaður Strætós bs. Áhyggjur eru gagnslausar.RóBERT HlynuR BalDuRSSOn blaðamaður skrifar: rhb@dv.is n Fjölga á beinum atkvæðagreiðslum um mikilvæg mál og setja skýrari ramma um framkvæmd þeirra með auknu samráði við íbúa. Stjórnsýslan endurskipulögð og siðareglur borgarstjórnar endurskoðaðar. n Þátttaka innflytjenda í stefnumótun borgarinnar aukin og studd. Þróun kynbundins launamunar hjá borginni verði könnuð og útrýmt að fullu. Mörkuð stefna um jafnréttisfræðslu. n Bílaumferð á tilteknum svæðum takmörkuð í tilraunaskyni. Útþensla borgarinnar stöðvuð og lagt áherslu á þéttingu byggðar. n Viðræður við samtök í atvinnulífi og fulltrúum fyrirtækja þar sem staða, styrkleiki og sóknarfæri Reykjavíkur- borgar verði skilgreind. Ýmis konar stuðningur við ferðaþjónustu. Þróunar og nýsköpunarfélag Reykjavíkurborgar í atvinnumálum endurreist. n Mörkuð barna- og fjölskyldustefna og menningarstefna fyrir skóla og frístunda- heimili með samstarfi við listamenn og menningarstofnanir. Foreldrar geti komið fram skoðunum þeirra á skóla barna þeirra til skila í rafrænum skoðanakönn- unum. Hugað verði að byggingu nýs sérskóla með sameiningu Öskjuhlíðar- og Safamýrarskóla. n Íbúum, hópum og félagasamtökum boðið að sjá um umhirðu grænna svæða í sumar. Framkvæmdaáætlun borgarinnar tekin til endurskoðunar þar sem er stefnt að því að tvöfalda viðhald á fasteignum borgarinnar árin 2011 til 2012. Áætlun um endurnýjun eldri hverfa. Efling mannlífs- og borgarmynd- ar í Efra-Breiðholti. n Leyfisveitingar við stofnun fyrirtækja einfaldaðar sem og breytingar á íbúðarhúsnæði. Tryggja á notkun á auðu húsnæði. n Orkuvæðing í samgöngum og rafvæð- ing þeirra. Annar hver bíll verði innan áratugar knúinn innlendri, vistvænni orku. Borgin endurnýi bílaflota hennar og byggi hann á raf- og metanknúnum bílum. n Nýtt svæðisskipulag mótað sem nái frá Reykjanesi í vestri, Árborgarsvæðisins í austri og Borgarness í norðri. Þar verði mótuð sameiginleg sýn á umhverfis-, atvinnu og húsnæðismál á öllu svæðinu. Hugað verði sérstaklega að sameiginleg- um borgarrýmum, eins og Hlemmi og Ingólfstorgi. Færri mislæg gatnamót og fleiri einlæg gatnamót. n Hjólandi og gangandi vegfarendur njóti forgangs í umferðinni. Dregið úr umferðarhættu, svifryki og hávaða- mengun. Auka á ferðatíðni og leiðakerfi Strætós þar sem hann á að ganga alla daga ársins. n Staðsetning flugvallarins í Vatnsmýri endurskoðuð og kannaður möguleikinn á lestarsamgöngum milli svæðisins og Keflavíkur. n Tekið á vanda útigangsfólks. Saman- lögð fjárhags- og húsnæðisaðstoð nái lágtekjumörkum Hagstofunnar, 160 þúsund krónum á mánuði. Fjárhagsað- stoð verði engu að síður ekki langtímaúr- ræði. Samstarf við Vinnumálastofnun um úrbætur á málum þeirra sem eru utan vinnumarkaðar. n Íbúar í húsnæði borgarinnar hafi tækifæri til þess að eignast búseturétt. n Opnað fyrir viðræður um hvers kyns sameiningu og samvinnu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Embætti Umboðs- manns borgarbúa sett á fót. Hann skal leiðbeina íbúum í samskiptum þeirra við stofnanir borgarinnar. n Flutningur húsa úr Árbæjarsafni á upprunalega staði eða í Hljómskálagarð- inn verði kannaður. n Unnin verði áætlun um efnahags- og fjármálastjórn borgarinnar. Styrkveitingar borgarinnar endurskoðaðar og farið yfir forsendur styrkja og samstarfssamninga. Þeir sem njóti styrkja verði með opið bókhald. n Eigendastefna skilgreind fyrir fyrirtæki og byggðasamlög borgarinnar. Tryggt verði að stefna borgarinnar nái fram að ganga í samræmi við eignarhlut hennar í þessum einingum. þetta ætla þau að gera óttarr Proppé Nýr borgarfulltrúi Besta flokksins gengur upp tröppur Ráðhússins. MynD HÖRÐuR SVEInSSOn Á borgarstjórnarfundi Jón Gnarr var kjörinn borg- arstjóri Reykjavíkur á fundi borgarstjórnar í gær. Við hlið hans er Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylking- arinnar. Hann var kjörinn formaður borgarráðs. MynD HÖRÐuR SVEInSSOn fréttir 16. júní 2010 miðviku dagur 3 jón með milljón á mánuði Jón Gnarr, borgarstjóri Milljón krónur á mánuði. Einar Örn Benediktsson 713 þúsund krónur. Óttarr Proppé 541 þúsund krónur. Karl Sigurðsson 551 þúsund krónur. Eva Einarsdóttir 440 þúsund krónur. Elsa H. Yeoman 541 þúsund krónur. Oddný Sturludóttr 642 þúsund krónur. Björk Vilhelmsdóttir 622 þúsund krónur. Dagur B. Eggertsson 702 þúsund krónur. Júlíus Vífill Ingvarsson 632 þúsund krónur. Kjartan Magnússon 440 þúsund krónur. Hanna Birna Kristjánsd. 743 þúsund krónur. Þorbjörg Helga Vigfúsd. 521 þúsund krónur. Sóley Tómasdóttir 642 þúsund krónur. Gísli Marteinn Baldurss. 440 þúsund krónur. aðrir fulltrÚar Páll Hjaltason Varaborgarfulltrúi besta flokksins 419 þús. krónur. Haraldur Flosi Tryggvason stjórnarforMaður orkuVeitunnar 225 þús. krónur. Dr. Gunni stjórnarforMaður strætós bs 109 þús. krónur. Hjálmar Sveinsson stjórnarforMaður faxaflóahafna 162 þús. krónur. ráð og nefndir borgarinnar BOrGarráð Dagur B. Eggertsson, formaður óttarr Proppé elsa hrafnhildur Yeoman oddný sturludóttir hanna birna kristjánsdóttir júlíus Vífill ingvarsson sóley tómasdóttir ÍÞrÓTTa- OG TÓMSTunDaráð Diljá ámundardóttir, formaður eva einarsdóttir eva baldursdóttir hilmar sigurðsson kjartan Magnússon geir sveinsson björn gíslason MannréTTInDaráð Marta Guðjónsdóttir, formaður björn gíslason salvör gissurardóttir Zakaria elias anbari falasteen abu libdeh felix bergsson jóhann björnsson MEnnInGar- OG FErðaMálaráð Einar Örn Benediktsson, formaður harpa elísa Þórsdóttir eva baldursdóttir stefán benediktsson Þorbjörg helga Vigfúsdóttir Áslaug María friðriksdóttir Davíð stefánsson MEnnTaráð Oddný Sturludóttir, formaður eva einarsdóttir óttarr Proppé stefán benediktsson kjartan Magnússon Þorbjörg helga Vigfúsdóttir líf Magneudóttir SKIPulaGSráð Páll Hjaltason, formaður elsa hrafnhildur Yeoman hjálmar sveinsson sverrir bollason júlíus Vífill ingvarsson gísli Marteinn baldursson geir sveinsson uMHVErFIS- OG SaMGÖnGuráð Karl Sigurðsson, formaður hjördís sjafnar ingimundardóttir hjálmar sveinsson kristín soffía jónsdóttir gísli Marteinn baldursson hildur sverrisdóttir Þorleifur gunnlaugsson VElFErðarráð Björk Vilhelmsdóttir, formaður Margrét kristín blöndal Ágúst Már garðarsson bjarni karlsson Áslaug María friðriksdóttir jórunn frímansdóttir Þorleifur gunnlaugsson FaxaFlÓaHaFnIr Hjálmar Sveinsson, formaður björn blöndal björk Vilhelmsdóttir júlíus Vífill ingvarsson Þorbjörg helga Vigfúsdóttir OrKuVEITa rEYKJaVÍKur Haraldur Flosi Tryggvason, formaður helga jónsdóttir, varaformaður aðalsteinn leifsson kjartan Magnússon sóley tómasdóttir SOrPa BS einar Örn benediktsson* STræTÓ BS Gunnar lárus Hjálmarsson, formaður* * SITJa auK FullTrúa annarra SVEITarFélaGa Í STJÓrnuM FélaGanna. á skrifstofu borgarstjóra Málverkið að baki jóns gnarrs málaði louisa Matthíasdótt- ir. Á blaðamannafundi í ráðhúsi reykjavíkur sagði jón að verkið hafi verið valið fyrir hann. MYnD HÖrður SVEInSSOn 2 föstudagur 18. júní 2010 fréttir Þessar fréttir bar hæst í vikunni þetta helst Fram undan er stórt súlufimimót og er það haldið á vegum Xforms sem býður upp á kennslu í súlufimi. Á meðal styrkt- araðila mótsins eru verslunin Adam og Eva og Ásgeir Davíðsson. hitt málið GEIRI STYRKIR SÚLUFIMIMÓT Verslunin Adam og Eva, sem sel- ur meðal annars undirföt og kynlífs- leikföng, og Ásgeir Davíðsson, oftast nefndur Geiri Goldfinger, eru á með- al styrktaraðila á stóru keppnismóti í svokallaðri súlufimi. Mótið er skipu- lagt af eigendum Xforms sem nýver- ið buðu súluformsiðkendum sínum í óvissuferð til styrktaraðilanna. Óvissuferðin var farin um síðustu helgi þar sem stúlkurnar sem stunda súlufimina fóru fyrst í keilu og borð- uðu saman. Þá var litið við í Adam og Evu og svo kíkt í heimsókn til Geira. Iðkendurnir eru frá 16 ára og upp úr. Um kvöldið fóru súlufimistúlkurn- ar síðan í samkvæmi þar sem þær klæddu sig upp sem Playboy-kanínur. Lokað á meðan DV flutti fréttir af óvissuferðinni í vik- unni og Þorvaldur Steinþórsson, eig- andi Adams og Evu, brást við frétt- unum með þeim hætti að heimsókn stúlknanna hafi ekkert haft með klám eða kynlíf að gera. „Ég vil taka fram að heimsókn þeirra fólst í kynningu á korselettum og kjólum. Við seljum kynlífsvarning og undirföt. Ég ætla ekki að svara fyrir Goldfinger-heim- sóknina að öðru leyti en kannski var ástæðan sú að staðurinn hefur súlu og þar var brugðið á leik. Staðurinn var lokaður fyrir öðrum á meðan,“ sagði Þorvaldur í athugasemdakerfi dv.is. Inga Dungal, annar af eigend- um Xforms, fullyrðir að ekkert ólög- legt hafi farið fram í óvissuferðinni því þar hafi stelpurnar aðeins verið að skemmta sér saman. Hún vísaði einnig til þess að staðurinn hafi verið lokaður á meðan heimsókninni stóð og engir viðskiptavinir til staðar. Und- ir það tók Geiri, eigandi Goldfinger, í samtali við DV: „Þær vildu bara fá að kíkja upp eftir, ég sagði að ég vildi ekki hafa þær á vinnutíma, því þegar dans- arar eru í vinnunni hjá mér er staður- inn lokaður fyrir konum. Þær vilja sem minnst af Goldfinger vita. Ég hef þekkt þessar stelpur í einhver ár og hef strítt þeim og spurt af hverju þær koma ekki á súluna hjá mér, en þær segja að það sé ekki inni í myndinni.“ Sirkus en ekki stripp „Það sem við höfum gert sam- an í sumar er að fara á Miklatún á fimmtudögum í brennókeppni eða skotbolta,“ segir Guðrún Lára Sveinbjörnsdóttir, súlufimikennari í Heilsu akademíunni sem er ósátt við dagskrá nýlegrar óvissuferðar Xforms. Guðrúnu Láru finnst sú dag- skrá ekki passa við þá ímynd sem hún hefur reynt að skapa í kringum íþróttina. „Við stundum pole fitness sem íþrótt og höfum verið með það að markmiði að gera hana að viður- kenndri íþrótt. Hjá okkur eru um 50 stelpur að æfa og strákar hafa einn- ig komið til okkar í þeim tilgangi að gera erfiðar samsetningar í loftinu á súlum líkt og gert er í sirkusum, segir Guðrún Lára. „Einnig erum við með fjöl- breyttar dansrútínur sem tengjast ekki hefðbundnum súludansi. Mér finnst afar leiðinlegt hvernig um- fjöllun um súlufimi er að verða. Við tilheyrum ekki þessu nýstofnaða félagi og tökum ekki þátt í keppn- inni í haust.“ trauSti hafSteinSSon blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Ég hef þekkt þessar stelpur í einhver ár og hef strítt þeim og spurt af hverju þær koma ekki á súluna hjá mér, en þær segja að það sé ekki inni í mynd- inni. Ásgeir Davíðsson Styrkir súlufimimót þótt stelpurnar vilji ekkert af Goldfinger vita. ekki stripp Talsmenn súlufimi hafa lagt áherslu á að íþróttin tengist ekki strippi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Fæst í apótekum Rodalon® -utanhúss Eyðir bakteríum, sveppagróðri og mosa • Fyrir sólpallinn • Garðhúsgögnin • Sumarbústaðinn • Húsbílinn • Tjaldvagninn Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.