Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Blaðsíða 54
54 föstudagur 18. júní 2010 úttekt 1. Kúra inni á rigningardegi Hvað er meira róandi en að hlusta á regnið berja á rúðunum en þurfa ekki að fara út og geta kúrt sig þéttar ofan í koddann? 2. Finna óvænt peninga Hefurðu nokkurn tímann stungið höndum í vasann og fundið fimm þúsund króna seðil sem þú varst búin að gleyma að þú ættir? Þú ert ekki beint rík/-ur en það tekur enginn fimmara upp úr götunni. 3. Spennandi augnsamband Þú ert í strætó á leið til vinnu og sérð þessa gullfallegu konu sitja aftast. Áður en þú sest niður lítur hún á þig og tíminn stöðvast í nokkur augnablik. 4. Nektarsund Það er eitthvað svo eðlilegt og frelsandi að synda nakin/-n. 5. Alvörupóstkort Nú þegar netpóstur hefur yfirtekið öll skrifleg samskipti er eitthvað dularfullt við bréf sem berast til þín með bréfpósti. Spenningurinn er í algleymingi á meðan þú rífur upp umslagið. 6. Að sigra rauða ljósið Sumar bestu nautnir lífsins eru afar einfaldar, eins og það að komast yfir gatnamót áður en rauða ljósið mætir þér. Svo er enn meira gefandi að horfa í baksýnisspeglinum á alla bílana á eftir þér sem þurftu að stoppa. 7. Fyndin sönn saga Hlutverk sögumannsins getur verið ótrúlega gefandi. Bættu húmor, svipbrigðum og leikrænum tilburðum við söguna og þú slærð í gegn. 8. Rétta lagið á réttum tíma Aðstæður eða tækifæri skipta ekki öllu. Þú getur verið á barnum með félögunum, á leið heim úr vinnu eða úti að skokka. Að heyra einmitt rétta lagið á réttum tíma lyftir andanum og gefur lífinu skýrari og dýpri merkingu. 9. Fyrsti sopinn Þú varst að enda við að slá lóðina eða ert komin/-n heim eftir góðan hlaupahring og makinn tekur á móti þér með ískalt vatn, gos eða jafnvel bjór í gleri. Þegar þorstinn kallar er ekkert betra en fyrsti sopinn af ísköldum drykk. Þetta er lífið! 10. Flottur skrokkur Þér hlýnar að innan þegar þú verður þeirrar gæfu óvænt aðnjótandi að sjá vel vaxinn aðila af hinu kyninu sýna meiri nekt en þú bjóst við. Þetta getur gerst alls staðar. Á barnum eða við sundlaugarbakkann. 11. Skuldar mér kók Þið vinirnir sitjið saman í þögninni en segið svo sömu setninguna á nákvæmlega sama tíma. Það er ekki hægt að hlæja ekki. 12. Opið í gegn Þú ert að leita að stæði við Kringluna og finnur stæði á besta stað. Það sem er enn betra er að stæðið fyrir framan er líka laust svo þú tekur það frekar og losnar þannig við að þurfa að bakka út þegar verslunar- ferð lýkur. 13. Að sofna aftur Eitthvað vekur þig og þú heldur að það sé kominn tími til að fara á fætur. Vekjaraklukkan þín færir þér svo þau yndislegu skilaboð að þú megir sofa í tvo tíma í viðbót. Notaleg tilfinning flögrar um líkama þinn og þú leggst aftur niður á koddann og lætur þig hverfa inn í draumalandið með bros á vör. 14. Mannlífsskoðun Þú situr á bekk í garðinum og horfir á fólkið í kringum þig. Við mann- fólkið erum jafnfjölbreytt og við erum mjörg. Sumir eru hávaxnir, aðrir lágvaxnir, sumir grannir, aðrir feitir. Sumir eru rauðhærðir, aðrir sköllóttir. Hver og einn hefur sína kosti og galla og það er hægt að gleyma sér í að skoða og pæla. 15. Klæða sig í föt beint úr þurrkaranum Ef þurrkarinn stoppar einmitt þegar þú stígur út úr sturtunni skaltu nota tækifærið. Föt úr þurrkara eru heit og mjúk og dagur sem hefst í þeim er góður dagur. 16. Vel þekkt lykt Þú varst að stíga fæti inn á æskuheimili þitt eftir langa fjarveru. Góða gamalkunna lyktin tekur á móti þér og vekur upp ljúfar minningar. Það er gott að koma heim. 17. Hugmyndir sem virka Þú ert hefur unnið að erfiðu verkefni í marga daga og virðist ekki finna lausnina. Pirringur og þreyta hafa náð yfirhöndinni en þú ákveður að reyna einu sinni enn og viti menn, þrjóskan borgaði sig. 18. Hrein sængurföt Það er fátt jafnaðlaðandi og tandurhrein rúmföt. Opnaðu gluggann og hleyptu hreina loftinu inn og margfaldaðu ánægjuna. Það verður líkt og enginn hafi áður sofið í rúminu. 19. Fallegt útsýni Ferðastu um landið eins og gestur. Skelltu þér í bíltúr og leyfðu stórbrotinni náttúrunni að koma þér á óvart. 20. Spjall um gamla tíma Það er fátt meira gefandi en að endurupplifa yndislegustu andartök lífs þíns með nánasta vini sem var á staðnum og lifði þau með þér. 21. Óvæntir gullhamrar Ef dagurinn hefur ekki verið sá besti getur hrós úr óvæntri átt gert kraftaverk. 22. Hláturskast Hlátur er besta lækningin. Lífið er sannarlega gott þegar þú hlærð svo mikið að þú nærð ekki andanum. Slíkt hláturskast lyftir skapinu á hærra og betra plan. 23. Tilfinningin eftir líkamsræktina Hversu gott er að hafa tekið vel á því í ræktinni og vita að fyrir vikið lít- urðu ekki bara betur út heldur ertu heilbrigðari á líkama og sál? Þegar þú gengur út af líkamsræktarstöðinni ertu á toppnum á tilverunni. 24. Þegar kviknar á fattaranum Hafa ekki allir upplifað að fatta ekki brandarann þegar allir aðrir eru skellihlæjandi? Þegar þú loksins kveikir verður léttirinn þvílíkur og vellíðunartilfinning fylgir í kaupbæti. 25. Afslöppun í sólinni Þú liggur á vindsæng í sundlauginni eða situr bara á stól heima á palli í góðu veðri og ert fullkomlega sátt/-ur við lífið og tilveruna. 26. Snerting ástarinnar Þú ert yfir þig ástfangin/-n og um líkamann hríslast vellíðunartilfinn- ing í hvert skipti sem þið snertist. Að haldast í hendur er nánd innan siðferðilegra marka sem þið getið stundað hvar sem er. Það eru ekki margir sem myndu leyfa þér að að halda í hönd sína svo mundu að njóta þess þegar það gerist. 27. Leikir í vatni Að leika sér í vatni er fyrir alla aldurshópa, hvort sem það er að stinga sér, leika sér með bolta eða bara njóta kokteils í heitum potti. Vatnið er alltaf jafnyndislegt. 28. Fá einhvern til að brosa Ef þú tekur eftir einhverjum sem virðist hafa verið undir óvenjulega miklu álagi í vinnunni síðustu dagana er tilvalið að koma honum á óvart með því að vinna leiðinlegustu verkin fyrir hann. Brosið sem þú færð til baka er óborganlegt. 29. Ljúka við verkefni Þú hefur unnið að stóru verkefni síðustu mánuðina og sérð loksins fyrir endann á því eða varst kannski að klára þitt fyrsta maraþonhlaup. Hvort heldur sem er, þá er tilfinningin að ná í mark yndisleg. Það sama á við um að strika yfir öll atriðin á verkefnalistanum. einfaldar leiðir29 til að njóta lífsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.