Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2011, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2011, Page 6
6 | Fréttir 10. janúar 2011 Mánudagur Hlaut mænuskaða við fall fram af bjargi í Austurríki: „Allur að braggast“ n Bandalag háskólamanna byggir tvö ný orlofshús þar sem lítið er til sparað n Heildarkostnaður við húsin er nálægt hundrað milljónum n Nær skuldlaus orlofssjóðurinn borgar fyrir byggingu með eigin fé Orlofssjóður Bandalags háskóla- manna stendur ný fyrir byggingu tveggja lúxusorlofshúsa í Brekku- skógi í Bláskógarbyggð. Átta fyrir- tæki buðu í verkið í lokuðu útboði en kostnaðaráætlun hönnuða hljóðaði upp á 91 milljón króna fyrir byggingu orlofshúsanna, eða um 45,5 millj- ónir fyrir hvort hús. Húsin eru bæði um níutíu og fimm fermetrar að stærð með íslensku blágrýti á gólf- um. Framkvæmdastjóri bandalags- ins segir að það hafi ekkert að fela og ekkert lán hafi verið tekið til að fjár- magna framkvæmdirnar. Allt í pakka „Það reyndar má samt ekki gleyma því að inni í því er náttúrulega, fyr- ir utan grunn, vegur sem þarf að leggja þarna að, það eru allar heita- vatnslagnir, kaldavatnslagnir, pípu- lagnir uppsetning rotþróar. Það eru ansi margar milljónir af þessu sem fara í það,“ segir Stefán Aðalsteins- son, framkvæmdastjóri bandalags- ins. „Við erum komnir upp í 93 til 94 milljónir og það er með arkitektum, verkfræðihönnun og svo eftirliti hjá verkfræðingum með framkvæmd- inni.“ Húsin eru með stærri húsum sem bandalagið á eða rekur en Stef- án segir að nýting þeirra húsa sé ein- faldlega betri en minni húsanna. Byggt fyrir eigið fé Stefán segir að með því að steypa húsin sparist mikill viðhaldskostn- aður. „Sjóðurinn er nokkurn veginn skuldlaus, þetta er allt saman gert fyrir eigið fé. En það var allt skoðað, stærðir á húsunum og að kaupa til- búin hús,“ segir hann og segir að nið- urstaðan hafi verið sú að með tilliti til viðhaldskostnaðar hafi þetta ver- ið besta leiðin. Allt byggingarefni er unnið hér á landi og er hönnunin og byggingin í höndum íslenskra aðila. Er því verið að setja þennan pen- ing inn í íslenskt atvinnulíf. „Það má segja að líka í ljósi ástandsins hafi þessi leið verið farin.“ Pottar og uppþvottavélar Húsin eru svo sannarlega í anda þeirra sumarbústaða sem byggð- ir voru fyrir efnahagshrunið. Hús- in eru hvort um sig um það bil níu- tíu og fimm fermetrar að stærð. Húsin eru steypt og klædd lerki að hluta, torf er á hluta þaks auk ís- lensk blágrýtis á gólfum innandyra. Húsin er búin heitum pottum auk staðalbúnaðar sem er venjulega að finna í orlofshúsum sjóðsins. Gert er ráð fyrir að nýju lúxushúsin verði tilbúin fyrir þjóðhátíðardag Íslend- inga, 17. júní næstkomandi, og verði komin í útleigu frá og með 22. júní. Fjöldi húsa Orlofssjóður bandalagsins á nú þeg- ar fjörutíu og sjö húseignir víðs veg- ar um landið en langstærstur hluti þeirra er í heilsársnotkun. Þá bauð félagið upp á sextíu og sjö orlofs- hús síðasta sumar, þar af nokkur í Kaupmannahöfn, París og í Þýska- landi. Útskýrist sá munur á fjölda húseigna, sem sjóðurinn á sjálfur og þess fjölda sem hann býður upp á fyrir félagsmenn sína, á því að gerð- ur hefur verið samningur við aðra orlofssjóði um samstarf, auk beinn- ar leigu af öðrum aðilum. Félagið hefur þá einnig boðið félagsmönn- um sínum upp á ódýra hótelgist- ingu. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is „ En það var allt skoðað, stærðir á húsunum og að kaupa til- búin hús. BHM byggir tvö lúxusorlofshús Teikning Hér má sjá hönnun húsanna. Örlítið hefur breyst frá þessari teikningu, þar á meðal hefur torfi verið bætt á hluta þaks. „Hann er allur að braggast og er í rauninni búinn að ná sér meira og minna líkamlega fyrir utan mænu- skaðann,“ segir Guðmundur Geir Sigurðsson, faðir Péturs Kristjáns sem féll fram af bjargi í Innsbruck í Austurríki á nýársnótt. Guðmund- ur, sem er staddur hjá syni sínum, segir að heilsa Péturs sé öll að koma til og að hann sé að öllum líkindum orðinn ferðafær. Enn sé hins vegar óljóst hvenær fjölskyldan geti flog- ið til Íslands. Hann segist vonandi fá að vita fljótlega hvernig mál- in standa. „Þetta er allt á uppleið,“ bætir hann við. Pétur Kristján var á göngu í fjalls- hlíð með vinum sínum á nýársnótt til að horfa á flugeldasýningu. Hon- um skrikaði fótur með þeim afleið- ingum að hann féll fram af bjargi. Við fallið hlaut hann mænuskaða og er lamaður fyrir neðan mitti. Stofnuð hefur verið Facebook-síða til styrktar Pétri Kristjáni og þar segir að margir hafi spurst fyrir um hvernig styrkja megi hann til að takast á við breyttar aðstæður. Því hafi verið stofnaður bankareikn- ingur sem áhugasamir geti lagt inn á. Guðmundur Geir sagði að síð- ast þegar hann skoðaði hafi verið komnar yfir 100.000 krónur inn á þann reikning. Eins hefur kvenfé- lagið í heimasveit Péturs, Flúðum í Hrunamannahreppi, ákveðið að láta allan ágóða þorrablóts félags- ins renna til Péturs. Aðstandendur Péturs Kristjáns vilja koma á fram- færi þakklæti til þeirra sem sýnt hafa hlýhug og stuðning. gunnhildur@dv.is Mál Birgittu Jónsdóttur: „Grafalvarlegt mál“ „Ég lít á það sem grafalvarlegt mál þegar bandarísk dómsmálayfirvöld gera kröfur á hendur íslenskum al- þingismanni og fulltrúa í utan- ríkismálanefnd Alþingis um að af- henda persónuleg gögn sín. Ég vil fá nánari upplýs- ingar um málið,“ segir Ögmundur Jónasson, inn- anríkisráðherra um fréttir þess efnis að banda- rísk stjórnvöld krefjist upplýsinga um tölvunotkun Birgittu Jónsdóttur. Ögmundur stefnir á að eiga fund með Birgittu í dag, mánudag, þar sem farið verður yfir málið frá hennar sjónarhóli og reynt verður að greina réttarstöðu hennar betur. Ögmundur segist taka undir með Hreyfingunni um að þetta sé aðför að tjáningar- og persónufrelsi. „Þessi stóru fyrirtæki og vefmiðlar byggja á trausti, fólk á að geta treyst því að persónulegar upplýsingar séu ekki afhentar stjórnvöldum af geðþótta,“ segir hann. Aðspurður um aðgerðir stjórnvalda þá segir hann það í verka- hring utanríkisráðherra sem hefur gefið út þá yfirlýsingu að hann muni beita sér í málinu. „Ég er afar sáttur við það og það er greinilegt að þau ráðuneyti sem málið heyrir undir hafa af þessu áhyggjur og við viljum fylgjast með framvindunni og reyna eftir því sem kostur er að hafa áhrif á hana.“ Fram hefur komið í fréttum að Össur Skarphéðinsson utanríkisráð- herra hefur lýst því yfir að ráðuneytið muni koma ákveðnum sjónarmiðum á framfæri við bandarísk stjórnvöld með milligöngu sendiherra Banda- ríkjanna. Kallað hefur verið til fundar með sendiherranum en fundartími hefur ekki verið ákveðinn. gunnhildur@dv.is Birgitta Jónsdóttir Mikið fall í lögfræði Aðeins 57 af þeim 221 sem þreyttu próf í almennri lögfræði við Háskóla Íslands fyrir jól náðu prófinu. Það þýðir að rúmlega 74 prósent þeirra sem tóku prófið féllu. Róbert Spanó, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, sagði í fréttum RÚV á sunnudag að hlutfallið nú sé svip- að því sem verið hefur undanfarin ár. Þeim sem féllu stendur til boða að taka upptökupróf þann 19. apríl næstkomandi. Segir Róbert að und- anfarin ár hafi 30 til 40 náð því prófi. Gerir hann ráð fyrir að niðurstaðan í vor verði svipuð. Pétur Kristján Pétur er allur að braggast og búinn að ná sér meira og minna fyrir utan mænuskaðann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.