Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2011, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2011, Síða 13
Fréttir | 13Mánudagur 10. janúar 2011 Smáratorgi 1 Kópavogi + Sími: 580-0000 + sala@a4.is + www.a4.is Heklnámskeið Heklnámskeið Njálu námskeið Skráning fer fram í síma 580-0000 eða í verslun Smáratorgi 1. Námskeiðin fara fram hjá A4 skrifstofu og skóla Smáratorgi 1 Kópavogi. Námskeið vetur 2011 Greiða þarf fyrir námskeiðin við skráningu. Hekluð húfa Húfa hekluð úr Dale Freestyle garni. Innifalið í námskeiði er garn og heklunál. 1. febrúar 19.30-22.00 Verð: 5.900 kr. Hekluð blóm Lærðu að hekla ýmsar útgáfur af blómum. Innifalið í námskeiði eru tvær heklunálar og garn. 25. janúar 19.30-22.00 Verð: 4.900 kr. Heklnámskeið (framhald) 2 kvöld Lært að lesa úr uppskriftum 18. janúar 19.30-22.00 19. janúar 19.30-22.00 Verð: 8.900 kr. Hekluð hálsmen Heklaðar tvær tegundir af hálsmenum. Innifalið í námskeiði er garn, heklunál, keðja og festing 26. janúar 19.30-22.00 Verð: 5.900 kr. Hekluð spöng Spöng hekluð úr garni með blómi. Innifalið í námskeiði er garn, heklunál og spöng. 8. febrúar 19.30-22.00 Verð: 4.900 kr. Heklaðir vettlingar Vettlingar heklaðir úr tvöfaldri Dale Baby ull. Innifalið í námskeiði er garn og heklunál. 2. febrúar 19.30-22.00 Verð: 5.900 kr. Lífsleikni Njálu Arthúr Björgvin Bollason rýnir í siðfræði Njálu út frá breytni persóna sögunnar, fjallar um uppbyggingu bókar sinnar Lífsleikni Njálu, hvaða siðfræðileg umhugsunarefni bókin færir okkur og hvernig best sé að takast á við þau. Innifalið í námskeiði er bókin, kaffi o.fl. 24. janúar 14.00-17.00 Verð: 8.800 kr. Ólínu falið að finna galla í lögum vegna sorpbrennslu: Þörf á laga- breytingum „Þegar okkur sýnist að menn geti í skjóli laga afsakað bæði seinagang og ýmis vanhöld þá er ekki um annað að ræða en að skoða lögin og skerpa bet- ur á þeim,“ segir Ólína Þorvarðardótt- ir, þingmaður Samfylkingar og fulltrúi í umhverfisnefnd Alþingis. Nefnd- in kom saman á föstudag til að ræða málefni sorpeyðingarstöðvarinnar Funa við Skutulsfjörð. Eins og komið hefur fram hefur mælst díoxínmengun frá stöðinni. Efnið, sem fundist hefur í mjólk á bæ í næsta nágrenni við sorpbrennsluna, er krabbameinsvaldandi og afar eitr- að. Styrkur þess mældist 20 sinnum meiri en viðmiðunarmörk gera ráð fyrir og hefur sorpbrennslunni nú verið lokað vegna eiturgufunnar. Fundurinn á föstudag var hald- inn að frumkvæði Ólínu og voru gestir meðal annars bæjarstórinn á Ísafirði, ráðuneytisstjóri umhverfis- ráðuneytisins og forstjóri og sérfræð- ingar Umhverfisstofnunar. Ólínu var falið, ásamt nefndarritara og öðrum lögfræðingum þingsins, að fara yfir löggjöf sem lýtur að málinu og athuga hvaða þátt veilur í lögum kunna að eiga í þeim mistökum sem nú er aug- ljós. Hyggst Ólína skila áliti um þetta á nefndarfundi í lok janúar og verð- ur þá tekin ákvörðun um framhald af hálfu nefndarinnar. „Ég mun skila því eins fljótt og ég get en ekki seinna en í lok þessa mán- aðar. Það gæti farið svo að nefndin muni skila frumvarpi um breytingar á lögum. Ég vona að það verði nið- urstaðan,“ segir Ólína og bætir við að meðal þess sem þurfi að skoða betur sé samræmingarhlutverk umhverfis- stofnunar gagnvart öðrum eftirlits- stofnunun. Hún hafi slíkt hlutverk samkvæmt lögum en spurning sé hvort ekki þurfi að skerpa betur á því og jafnvel orða skýrar í hverju sú sam- ræming felst. einar@dv.is Vill breytingar Ólína vonar að niðurstaðan verði sú að nefndin skili frumvarpi um breytingar á lögum. Guðmundur Birgisson kaupsýslumað- ur, kenndur við bæinn Núpa í Ölfusi, var stór hluthafi í fjárfestingafélaginu FL Group á fyrri hluta árs 2007. Á hlut- hafalistum FL Group, sem aðgengi- legir eru hjá Kauphöll Íslands, sést að Guðmundur var nítjándi stærsti hlut- hafinn í FL Group í mars 2007 með nærri 0,66 prósenta eignarhlut sem metinn var á um 1,5 milljarða króna. Mánuði síðar, í apríl 2007, átti Guð- mundur á Núpum ekki neitt í félaginu, samkvæmt hluthafalista þess mánað- ar. Guðmundur var jafnframt eini ein- staklingurinn af 20 stærstu hluthöfum FL Group sem skráður var sjálfur, per- sónulega, fyrir bréfunum í félaginu, samkvæmt hluthafalistunum. Líkt og greint hefur verið frá í fjölmiðlum, síðast í Viðskiptablað- inu í liðinni viku, leikur grunur á að markaðsmisnotkun hafi átt sér stað með kaup og sölu á hlutabréfum í FL Group á árunum fyrir íslenska efnahagshrunið. Í frétt blaðsins kom fram að viðskipti VBS með hlutabréf í FL Group í júlí árið 2008 væru hugs- anlega dæmi um markaðsmisnotkun. Saksóknari rannsakar markaðsmisnotkun Frægasta dæmið um rannnsókn á slíkri meintri markaðsmisnotkun með bréf í FL Group, sem var stærsti hlut- hafi Glitnis, er Stímmálið sem ver- ið hefur til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Inntakið í rannsókninni á slíkri markaðsmisnotkun er að bréf í FL Group hafi hugsanlega að hluta til gengið kaupum og sölum manna á milli til að halda uppi hlutabréfaverði í félaginu. Hugsanlegt er að skoða verði mörg af þeim viðskiptum sem fram fóru með hlutabréf í FL Group sem mögu- lega markaðsmisnotkun, þar með tal- in áðurnefnd viðskipti Guðmundar Birgissonar með hlutabréf í félaginu. Fram hefur komið í fjölmiðlum að starfsmenn Glitnis hafi leitað logandi ljósi að einstaklingum og fyrirtækjum til að fjárfesta í hlutabréfum bankans og FL Group. Stímviðskiptin urðu til í kjölfar slíkrar deildar en þá voru starfs- menn bankans búnir að leitandi log- andi ljósi að fjárfestum til að kaupa hlutabréf sem bankinn átti í sjálfum sér og FL Group. Umsvifamikill huldumaður Guðmundur hefur ekki verið áber- andi í umræðunni undanfarin ár þrátt fyrir að hafa vera mjög umsvifamikill fjárfestir. Hann er líklega þekktastur fyrir að vera í forsvari fyrir minning- arsjóð frænku sinnar Sonju Zorilla. Guðmundur er meðeigandi að félag- inu Lífsval sem er stærsti jarðaeig- andi landsins. Félög sem hann kem- ur að eiga Hótel Borg og Nordica Spa og hann kemur að fiskeldi víðs vegar á Suðurlandi, þar á meðal að Núpum í Ölfusi, en þar leigir hann Samherja aðstöðu. Eignarhald Guðmundar á hluta- bréfum í FL Group hefur vakið at- hygli annarra fyrrverandi hluthafa FL Group, meðal annars í ljósi þeirr- ar umræðu sem hefur átt sér stað um meinta markaðsmisnotkun með bréf í félaginu. Þegar hlutahafalistar FL eru skoðaðir kemur í ljós að í febrú- ar 2007 átti Guðmundur tæplega 17,8 milljónir hluta í FL Group. Mánuði síðar átti hann rúmlega 52 milljónir hluta, eða 0,66 prósent af öllu hluta- fé í FL. Í apríl var eign hans í félaginu svo komin niður í 0. NÚPA-GVENDUR VAR STÓR HLUTHAFI Í FL n Guðmundur Birgisson á Núpum var stór hluthafi í FL Group n Átti hlut fyrir 1,5 milljarða í mars 2007 n Losaði sig við öll bréfin skömmu síðar n Sérstak- ur saksóknari rannsakar meinta markaðsmisnotkun með bréf FL Group Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Átti í FL Group Guðmundur Birgisson á Núpum átti hlutabréf í FL Group í mars 2007 sem metin voru á 1,5 milljarða króna. Frávísunarkröfu Baldurs vísað frá Frávísunarkröfu Baldurs Guðlaugs- sonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, í máli sér- staks saksóknara gegn honum var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik vegna sölu á hlutabréf- um sínum í Landsbankanum rétt fyrir hrunið 2008. Talið er að hann hafi búið yfir innherjaupplýsingum sem hann hafði aðgang að starfs síns vegna og að hann hafi misnotað þessar upplýsingar með sölunni á bréfunum. Aðalmeðferð í máli Bald- urs fer fram í Héraðsdómi Reykjavík- ur í byrjun mars. Gistinóttum fækkar lítillega Gistinætur á hótelum í nóvember síðastliðnum voru 70.300 en voru 71.500 í sama mánuði árið 2009. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Gistinóttum í nóvember fækkaði hlutfallslega mest á Vesturlandi og Vestfjörðum, eða um 22 prósent. Á Suðurnesjum voru tæplega 3.000 gistinæt- ur í nóvember, en það er um 5 prósentum færri en árið áður. Á höfuðborgarsvæðinu fækkaði gistinóttum einnig um 5 prósent. Gistinóttum á hótelum fjölgaði í öðrum landshlutum, mest á Austurlandi, eða um 37 prósent.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.