Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 6
Sýndi ábyrgð en var rekinn 6 Fréttir 30. mars–1. apríl 2012 Helgarblað Þak á verðtrygginguna n Framsóknarmenn leggja fram frumvarp og segjast bjartsýnir É g er mjög bjartsýnn,“ segir Gunn- ar Bragi Sveinsson, þingflokks- formaður Framsóknarflokksins, um frumvarp sem þingflokkur Framsóknar lagði fram á Alþingi á fimmtudag. Í frumvarpinu er kveð- ið á um að þak verði sett á hækk- un verðtryggingar og lækkun vaxta. Markmið frumvarpsins er að draga úr vægi verðtryggingar í íslensku efnahagslífi, minnka vaxtakostn- að og skuldsetningu heimilanna og tryggja að ábyrgðin af baráttunni við verðbólguna hvíli ekki aðeins á herð- um neytenda í samfélaginu. Gunnar segist bjartsýnn á að frumvarpið verði að lögum. „Í ljósi allrar þeirrar umræðu sem hefur ver- ið, bæði hjá ráðherrum ríkisstjórn- arinnar og stjórnarþingmönnum, er ég bjartsýnn. Þarna tel ég að við séum að fara dálítið mildilegri leið og reyna að mæta sjónarmiðum og búa til einhverja sátt,“ segir Gunnar. Með- al þess sem framsóknarmenn leggja til er að fjögurra prósenta þak verði sett á hámarkshækkun verðtrygg- ingar á neytendalán á ársgrundvelli. „Þá eru aðilar að deila áhættunni ef þetta er komið yfir þessi fjögur pró- sent. Það er þá ekki verið að afnema verðtrygginguna, en þetta er skref í þá átt að afnema verðtrygginguna á þessum neytendamarkaði, ef það má orða það þannig,“ segir Gunnar. Þá er lagt til að neytendum verði heimilt að breyta verðtryggðum lán- um sínum í óverðtryggð án kostnað- ar. Einnig er lagt til að óheimilt verði að hækka gjöld eða tekjur ríkissjóðs á grunni almennrar verðlagsþróunar nema sérlög eða samningar liggi þar að baki. Loks er lagt til að Seðlabank- anum verði falið að setja lánastofnun- um reglur um verðtryggingarjöfnuð, hámark veðhlutfalla og lengd láns- tíma vegna fasteigna og lóða. Gunn- ar segir að bankarnir græði mikið á þessum verðtryggingarjöfnuði og segir hann að frumvarpið muni koma í veg fyrir að bankarnir hafi hvata til að viðhalda verðbólgunni. Ostborgari franskar og 0,5l gos Máltíð Mánaðarins Verð aðeins 1.045 kr. d v e h f. 2 0 12 / d av íð þ ó r Stigahlíð 45-47 | Sími 553 8890 *gildir í mars Bjartsýnn Gunnar Bragi segist vera bjart- sýnn á að frumvarpið nái fram að ganga. Ísland og Evrópusambandið: Fari ekki með fiskveiði- stjórn Ef Ísland gengur í Evrópusamband- ið er ólíklegt að stjórn sameigin- legrar fiskveiðistefnu sambandsins, innan framkvæmdastjórnarinn- ar, falli Íslendingum í skaut. Þetta kom fram í máli fulltrúa hjá The Centre for European Policy Studies í Brussel. Það er hins vegar ekki al- gjörlega útilokað þótt það verði að teljast ólíklegt. Hvert aðildarríki fær umsjón með einum málaflokki innan fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins. Smærri ríki fara sjaldnast með stjórn stærstu málaflokkanna, en sambandið reynir einnig að vinna út frá því að ríki sem eiga mesta hagsmuni undir ákveðnum mála- flokki stjórni honum ekki. Þó að hvert aðildarríki tilnefni sinn fulltrúa í framkvæmdastjórn- ina starfa þeir ekki í umboði ríkis- stjórnar heldur eiga þeir að starfa með hagsmuni Evrópusambands- ins alls að leiðarljósi. Fulltrúinn sagði á fundi með ís- lenskum blaðamönnum í Brussel á fimmtudag að ESB reyndi að forð- ast hagsmunaárekstra með því að stuðla að því að ríki sem eiga mesta hagsmuni í tilteknum málaflokki færu ekki með stjórn hans innan framkvæmdastjórnarinnar. Hins vegar er vel mögulegt að íslenskir þingmenn á Evrópuþinginu myndu sitja í þingnefnd um sjávarútvegs- stefnuna og hafa þannig áhrif á hana. Ánægðir tölvu- leikjamenn Starfsmenn íslenska tölvu- leikjaframleiðandans CCP eru ánægðir með nýafstaðna aðdá- endahátíð tölvuleiksins EVE Online sem nýverið var haldin hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu en hátt í þrjú þúsund manns sóttu hátíðina í ár. Það þýðir að hátíðin í ár var sú stærsta sem haldin hefur verið. „Þessi var sú besta hingað til, Harpan er frábært hús fyrir svona við- burði, mætti samt vera aðeins stærri. Viðbrögð spilara okkar, fjölmiðla og heimsins alls við DUST 514 voru framar okkar björtustu vonum,“ segir Hilm- ar Veigar Pétursson, fram- kvæmdastjóri CCP, í tilkynn- ingunni. B enedikt Mewes var sagt upp hjá Íslandspósti hf. í janúar á þessu ári eftir fimm og hálft ár í starfi hjá fyrirtækinu. Skýringin sem hann fékk var sú að hann hefði ítrekað ekki farið að gefnum fyrirmælum yfirmanns eða ábendingum um sett vinnubrögð. Benedikt vill sjálfur meina að hann hafi verið rekinn fyrir að sýna mikla ábyrgð í starfi. Hann hafi ítrekað bent yfirmanni sínum á það sem miður fór í vinnubrögðum á sinni starfsstöð og komið með ábendingar um það sem betur mátti fara. Að sögn Benedikts líkaði yfirmanni hans það illa. Samt sem áður kom það fyrir að notast væri við ábendingar hans án þess að hann fengi viðurkenningu fyrir það. Þá segist Benedikt stundum hafa mætt til vinnu um helgar til að flýta fyrir því að pakkar kæmust á leiðarenda til viðtakenda. Það hafi ekki verið vel séð hjá fyrirtækinu. Hann segir það jafnframt hafa komið fyrir að hann hafi verið látinn rukka viðskiptavini meira en gjaldskrá fyrirtækisins sagði til um. Hann hafði það þó ekki í sér, samviskunnar vegna. „Ég gat ekki misnotað vanþekkingu fólksins sem vissi ekki hvað það átti að borga. Ég varð að láta fólk vita ef það borgaði of mikið.“ Þegar Benedikt krafðist frekari útskýringa á uppsögninni í tölvupósti fékk hann þetta svar: „Ég mun ekki fara nánar út í þessi mál og vona að þér gangi vel í framtíðinni.“ Hann er mjög ósáttur við þessi málalok og finnst hann eiga rétt á frekari útskýringum. Fleiri uppsagnarmál DV hefur greint frá málum tveggja einstaklinga sem sagt hefur verið upp störfum hjá Íslandspósti. Sólveig Sig- urðardóttir starfaði sem bréfberi hjá fyrirtækinu í 24 ár en var skyndilega sagt upp í ágúst síðastliðnum. Taldi hún ástæður uppsagnarinnar meðal annars vera þær að eldri starfsmenn líkt og hún væru dýrari starfskraftar, þá var hún að bíða eftir niðurstöðum læknisrannsóknar og var gjarnan ósammála skoðunum yfirmanns síns. Henrý Þór Baldurssyni skopmyndateiknara var einnig sagt upp störfum hjá Íslandspósti í maí árið 2009, eftir tveggja ára starf. Hann fékk aldrei að vita ástæður uppsagnarinnar þrátt fyrir að hafa gengið mikið eftir þeim. Sjálfur taldi hann málið snúast um eitthvað sem hann gerði fyrir utan sinn vinnutíma. Þá hafa tvær konur til viðbótar með mjög langan starfsaldur hjá póstinum sagt sögu sína á Smugunni. Önnur hafði unnið hjá fyrirtækinu í 12 ár en hin 24 ár. Skipulagsbreytingar voru sagðar ástæður uppsagna þeirra beggja. Lagður í einelti Benedikt sem er frá Þýskalandi hóf störf við útkeyrslu hjá Íslandspósti árið 2006 en starfaði síðar á tveimur pósthúsum sem gjaldkeri, fyrst í Pósthússtræti og svo í Síðumúla. Hann vill meina að hann hafi hálfpartinn verið lagður í einelti á síðari staðnum. Sem dæmi tekur hann að eitt sinn hafi verið öskrað á hann og þegar hann kvartaði yfir því þá hafi viðbrögðin ekki verið betri. „Ég þurfti ég þola setningar eins og:„ég hélt að af því að þú værir frá Þýskalandi, þá værir þú vanur að fólk öskraði á þig eins og Hitler gerði við sína menn“.“ Benedikt tekur þó fram að sá aðili sem lét þessi orð falla hafi síðar beðið hann afsökunar. Stéttarfélagið gerði ekkert Benedikt setti sig í samband við Póstmannafélag Íslands eftir uppsögnina, greindi frá máli sínu og sagðist ósáttur við þær skýringar sem hann hefði fengið. Þar fékk hann hins vegar þau svör að ekkert væri hægt að gera fyrir hann. Henrý setti sig einnig í samband við Póstmannafélagið í kjölfar sinnar uppsagnar en fékk þau svör að félagið sæi sér ekki fært að þrýsta á stjórnendur Íslandspósts um að greina honum frá ástæðu uppsagnarinnar. DV fékk þær upplýsingar hjá Póst- mannafélaginu að þeim einstakling- um sem til þeirra leituðu og hefði verið sagt upp væri ávallt bent á að samkvæmt kjarasamningi gætu þeir óskað eftir viðtali við yfirmann um starfslok sín og ástæður uppsagnar. Alltaf ástæða fyrir uppsögn „Við leikum okkur ekki að segja fólki upp. Það eru ýmsar ástæður fyrir að fólki er sagt upp, en það gerir það ekki að léttu verki, skipulagsbreytingar, samdráttur, eða einfaldlega að fólk stendur sig ekki í starfi,“ segir Ágústa Hrund Steinarsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandspósts. Hún segir að pósturinn tjái sig að öllu jöfnu ekki um einstaka mál starfsmanna. Í tilfelli Benedikts vísar hún til þess að ávallt séu ástæður fyrir uppsögnum. Hvað Henrý varðar segir hún að af póstins hálfu þá hafi honum verið skýrðar allar ástæður fyrir uppsögninni. Í máli Sólveigar segir Ágústa að henni hafi boðist starf á annarri dreifingarstöð vegna skipulagsbreytinga en hún hafi ekki þáð það. Ágústa bendir á að árið 2011 hafi 18 prósent þeirra sem hættu störfum hjá fyrirtækinu verið sagt upp störfum. 65 prósent þeirra sem hættu hafi hins vegar sagt upp sjálfir. Úr kjarasamningi Póstmannafélagsins n Starfsmaður á rétt á viðtali um starfslok sín og ástæður uppsagnar. Beiðni um viðtal skal koma fram innan fjögurra sólarhringa frá því uppsögn er móttekin og skal viðtal fara fram innan fjögurra sólarhringa þar frá. „Ég varð að láta fólk vita ef það borgaði of mikið n Benti á það sem betur mátti fara n Segist hafa verið lagður í einelti Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is 23. og 26. mars sl. Rekinn Benedikt segist hafa sýnt mikla ábyrgð í starfi. Hann hafi oft bent yfirmanni sínum á það sem betur mátti fara en það hafi ekki fallið í góðan jarðveg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.