Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 40
40 30. mars – 1. apríl 2012 Helgarblað Sakamál 5 sjúklinga er talið að finnska hjúkrunarkonan Aino Nykopp-Koski hafi sent yfir móðuna miklu. Á milli 2004 og 2009 starfaði Aino Nykopp-Koski á fjölda sjúkrahúsa, umönnunarheimila og við heimahjúkrun. Hún myrti fórnarlömb sín með því að gefa þeim róandi lyf og ópíumefni. Hún var handtekin í mars 2009 og síðar dæmd til lífstíðarfangelsis sem samsvarar tólf ára afplánun áður en hún getur sótt um reynslulausn.U m s j ó n : K o l b e i n n Þ o r s t e i n s s o n k o l b e i n n @ d v . i s U m miðjan september 1999 ruddist Larry Gene Ashbrook inn á trúar- samkomu unglinga í Wedgewood- babtistakirkjunni í Fort Worth í Texas í Bandaríkjunum. Larry Gene var vopnaður níu millimetra hálfsjálfvirkri skammbyssu og 380 kalibera skammbyssu. Áður en Larry Gene hóf skothríð jós hann yfir unglingana formælingum í garð þeirra sem aðhyllast baptisma og kirkju þeirra. Síðan beið hann ekki boðanna en lét skotunum rigna yfir mannskapinn af slíku offorsi að hann þurfti að endurhlaða nokkrum sinnum en þrjú tóm hleðsluhylki fundust á vettvangi. Þegar upp var staðið hafði Larry Gene myrt sjö manneskjur, þar af voru fjórir unglingar; 14 ára drengur, tvær 14 ára stúlkur og 17 ára drengur. Að auki særðust sjö manns, þar af þrír alvar- lega en fjórir sluppu með minni háttar áverka. En Larry Gene hafði haft fleira í hyggju því á vettvangi fann lögreglan einnig rörbút, tappa til að loka rörbútnum og byssupúður og kveik. Larry Gene hafði hent þessari rörasprengju inn í kirkjuna en fyrir slembilukku hafði hún sprungið án þess að skaða nokkurn mann. Í kjölfar skotárásarinnar svipti Larry Gene sig lífi. Larry Gene Ashbrook hafði misst móður sína níu árum fyrr og varð við það óútreiknanlegur og ógnvekjandi í hegðun. Hann bjó lengi vel með föður sínum og sögðu nágrannar síðar að þeir hefðu oft orðið vitni að ofbeldisfullri meðferð Larrys á föðurnum. Larry hafði nokkrum dögum fyrir skot- árásina hitt ritstjóra City-dagblaðsins sem sagði að hann hefði verið eins indæll og hugsast gat. Nágrannar Larrys lýstu honum hins vegar sem undarlegum og ofbeldis- fullum. Rannsóknarlögregla komst að því við rannsókn málsins að Larry hafði bókstaf- lega rústað innviði heimilis síns. En lög- reglan gat ekki fundið nokkra sennilega skýringu á ástæðum ódæðisins, en mán- uðina fyrir daginn örlagaríka varð Larry, að sögn þeirra sem til þekktu, ofsóknaróður. Hann var sannfærður að einhver sakaði hann um glæpi sem hann hafði ekki framið – raðmorð og fleira. Einnig óttaðist hann að hann hann væri skotspónn leyniþjón- ustu Bandaríkjanna og talaði um sálfræði- hernað, árásir vinnufélaga og sagðist hafa verið byrlað ólyfjan af lögreglunni. Þetta var einmitt ástæða þess að hann hitti áður- nefndan ritstjóra nokkrum dögum fyrr: „Ég vil að einhver segi sögu mína, enginn vill hlusta á mig, enginn vill trúa mér.“ Fylltist ofsóknaræði Myrti sjö manns á trúarsamkomu R ichard „Ricky“ Kasso fékk á sínum tíma við- urnefnið Sýrukóngur- inn. Hann fæddist í mars 1967 inn í ágætlega virta fjölskyldu, en faðir hans, Greg- ory Pitch Kasso, var knattspyrnu- þjálfari og sögukennari við Cold Spring Harbor-menntaskólann í Suffolk-sýslu í New York-ríki. Nokkrum árum áður en þeir at- burðir gerðust sem hér verður sagt frá hafði Gregory verið kjör- inn þjálfari ársins á Long Island, en það er önnur saga. Ricky Kasso var vart kominn á táningsaldur þegar hann strauk að heiman, hann dró fram lífið á götum Northport á Long Island, en fann sér gjarna næturstað í skóglendi í grenndinni eða í bif- reiðum, bílskúrum, bakgörðum eða mannlausum húsum. Ricky neytti fíkniefna, að- allega maríjúana, hass, PCP, meskal íns og LSD. Hið síðast- nefnda var ástæða viðurnefnis- ins Sýrukóngurinn. Riddarar svarta hringsins Ricky kákaði aðeins við djöfla- dýrkun og var í vinfengi við með- limi félagsskapar sem nefnd- ist Riddarar svarta hringsins. Félagsskapurinn var losara- legur en engu að síður fór sög- um af athöfnum djöfladýrkun- ar sem hópurinn hélt, aðallega í North port. Sagan segir að ridd- ararnir hafi haldið upp á dag sem kenndur er við heilaga Wal- purgu, dag sem gjarna er bendl- aður við samkomu norna og galdramanna í miðöldum Evr- ópu. Riddararnir héldu upp á daginn í alræmdu húsi í Amity- ville árið 1984. Ricky hafði í það minnsta einu sinni lýst fyrir vinum sínum mikilli hrifningu á bók Antons LaVey, The Satanic Bible. Árið 1983 var Ricky, ásamt fleirum, handtekinn fyrir graf- arrán. Hafði hann tekið trausta- taki hauskúpu, hönd og fleiri muni. Mánuði síðar fékk hann lungnabólgu og fékk meðferð við henni á sjúkrahúsi á Long Is- land. Foreldra Rickys grunaði að hann væri ekki alveg heill á geði og reyndu að fá læknana til að úrskurða Ricky til dvalar á geð- deild, gegn hans vilja. Foreldr- arnir höfðu ekki erindi sem erf- iði; læknar töldu Ricky í mesta lagi sýna af sér andfélagslega hegðun – hann væri hvorki geð- veikur né ofbeldishneigður. Aðdragandi morðs í myrkum skógi Einn kunningja Rickys hét Gary Lauwers og snemma árs 1984 sló í brýnu með þeim þegar Lau- wers notaði tækifærið eftir að Ricky lognaðist út af í partíi og nappaði tíu pokum af PCP úr vasa hans. Skömmu síðar, þeg- ar Ricky gekk á Lauwers, viður- kenndi hann verknaðinn, skilaði fimm pokum og lofaði að greiða 50 dali fyrir hvern hinna fimm, sem höfðu verið notaðir. En það gekk ekki eftir og fyrir vikið gekk Ricky nokkrum sinnum í skrokk á Lauwers. Að kvöldi 16. júní 1984 fór Ricky í garðskála einn í Cow har- bor-garðinum og hafði meðferð- is útvarpstæki sem hann hafði fengið að láni frá vini sínum, Mark Fisher. Ricky bauð Lau- wers að komast í vímu og sagðist fyrirgefa honum gamlar syndir. Skömmu síðar gengu þeir tveir ásamt tveimur félögum, Jimmy Troiano og Albert Quinones, í Aztakea-skóginn, komu sér fyr- ir og neyttu þess sem þeir töldu vera meskalín, en var sennilega annaðhvort PCP eða LSD. Þriggja til fjögurra tíma ofbeldi Fjórmenningarnir reyndu að kveikja bál en gekk ekki sem skyldi því sprekið var blautt. Lauwers gekk svo langt að fórna sokkum sínum og jakkaermum í tilraun til að búa til varðeld. Kom þá Ricky með þá uppástungu að þeir notuðu hárið af höfði Lau- wers sem eldsmat og brátt fór allt úr böndunum. Ricky og Lauwers tókust á og beit Ricky Lauwers í hálsinn og stakk hann með hnífi í bringuna. Næstu þrjá til fjóra klukkutímana mátti Lauwers þola misþyrming- ar af hálfu Rickys. Að sögn Quinones hjálpaði Troiano Ricky og hélt Lauwers föstum, en viðurkenndi, eftir að hafa verið lofað friðhelgi, að hafa hjálpað til og meðal annars dreg- ið Lauwers til Rickys þegar hann reyndi að flýja. Lauwers var stunginn á bilinu 17 til 36 sinnum, hann var brenndur, augun voru stungin úr augntóftunum og steinum troðið ofan í kok hans. Meðan á þessu stóð krafðist Ricky þess að Lau- wers játaði ást sína á djöflinum. „Segðu að þú elskir Satan,“ skip- aði Ricky, en Lauwers svaraði alltaf: „Ég elska mömmu mína.“ Að lokum huldu Troiano og Ricky líkama Lauwers, sem þeir töldu liðið lík, með laufum og greinum, en í sömu andrá og þeir gengu á brott reis Lauwers upp við dogg og stundi: „Ég elska mömmu mína.“ Ricky böðlaðist þá á Lauwers þar til öruggt var að hann væri dáinn. Ricky gumar af glæpnum Í kjölfarið hafði Ricky hátt um morðið og sagði þeim sem heyra vildu að um hefði verið að ræða „mannfórn“, að Satan hefði skip- að honum að myrða Lauwers. Satan hefði birst í mynd svartrar kráku sem hefði krunkað. Krunk- ið hefði Ricky túlkað sem tilmæli um að myrða Lauwers. Ricky gekk meira að segja svo langt að fara með hóp vantrúaðra ung- linga inn í skóginn og sýna þeim líkið af Lauwers. Það var þó ekki fyrr en tveim- ur vikum síðar sem lögregl- unni barst ábending og þann 4. júlí fann hún, með hjálp leitar- hunda, líkið af Lauwers. Fimmta júlí var Ricky Kasso handtek- inn og þann 7. hengdi hann sig í klefa sínum. Jimmy Troiano skrifaði und- ir játningu sem hann síðar dró til baka. Albert Quinones vitn- aði um að Troiano hefði aðstoð- að Ricky Kasso við morðið, en vitnisburður hans var dreginn í efa vegna þess hve uppdópaður hann hafði verið – Troiano var síðan sýknaður af morðákæru í apríl 1985. n Hann myrti kunningja sinn á hryllilega hátt í myrkum skógi„ Í sömu andrá og þeir gengu á brott reis Lauwers upp við dogg og stundi: „Ég elska mömmu mína.“ SÝRUKÓNGURINN Sýrukóngurinn Ricky Kasso sagði morðið á Lauwers hafa verið „mannfórn“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.