Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Blaðsíða 14
14 | Fréttir 11.–13. nóvember Helgarblað Í slenska ríkisstjórnin og sú banda- ríska fóru, eins og kunnugt er, tvær ólíkar leiðir í viðbrögðum sín- um við hruni fjármálafyrirtækja haustið 2008. Ríkisstjórn Íslands ákvað að reyna ekki að bjarga íslenska bankakerfinu með því að leggja því til fjármuni á meðan sú bandaríska ákvað að gera það með hinu svokall- aða TARP-prógrammi, 700 milljarða dollara innspýtingu inn í bankakerfið bandaríska. Bandaríska ríkisstjórnin dempaði efnahagskreppuna í Banda- ríkjunum með aðgerðum sínum á meðan hrun íslensku bankanna var algert og afleiðingarnar hér á landi eftir því. Íslenska bankakerfinu var því leyft að hrynja án inngripa ríkisins þar sem ekki voru taldar vera forsendur til að bjarga því á meðan bandarísku stór- bönkunum, eins og Goldman Sachs, J.P. Morgan, Citibank og Morgan Stan- ley, var hjálpað við að standa af sér storminn – að Lehman-bankanum undanskildum auðvitað. Fjölmargir bandarískir bankar, á þriðja hundrað, hafa orðið gjaldþrota vegna fjármála- krísunnar 2008 en stóru bankarnir héldu velli vegna TARP. Til viðbótar við þetta lagði Barack Obama Bandaríkja- forseti svo enn frekari 800 milljarða dollara inn í fjármálakerfið bandaríska árið 2009 til að styrkja það. Heildar- upphæðin sem bandaríska ríkisstjórn- in hefur sett inn í bandaríska fjármála- kerfið af þarlendu skattfé nemur því 1.500 milljörðum dollara, rúmlega 170 þúsund milljörðum íslenskra króna. Gagnrýnisraddir Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt þá ákvörðun hins opinbera á Íslandi að leggja íslensku bönkunum ekki til fé til að reyna að bjarga þeim frá falli er Jón Ásgeir Jóhannesson, einn af stærstu hluthöfum Glitnis. Líkt og kunnugt er mörkuðu erfiðleikar Glitnis til að end- urfjármagna sig upphafið að íslenska efnahagshruninu. Jón Ásgeir hefur alltaf verið ósáttur við þá ákvörðun Seðlabanka Íslands að lána bankan- um ekki fjármuni til að standa skil á láni sem þurfti að endurfjármagna í október 2008. Í viðtali við DV í október sagði Jón Ásgeir um þetta: „Ég hvet alla sem hafa áhuga á að vita hvað gerðist í raun að skoða heimildarmyndir eins og Meltdown því þar má sjá að í Banda- ríkjunum var almennileg verkstjórn. Þar settust menn saman inn í herbergi þar sem Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, og Paulson, þáverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sátu við borðið og tóku það ekki í mál að menn yfirgæfu herbergið áður en búið væri að finna lausn á málum, öðruvísi gætu þeir ekki farið inn í mánudaginn því annars myndi efnahagslífið hrynja og atvinnuleysið fara upp í 25 pró- sent. Seinna viðurkenndi Bernanke að það hefðu verið mikil mistök að láta Lehman-bankann hrynja, jafnvel þótt hann hafi bara verið agnarlítill hluti af þeirra hagkerfi. Alls hafa 270 bank- ar farið á hausinn í Bandaríkjunum og flestir þeirra voru litlir. Þar af hafa sjö aðilar verið grunaðir um fjármálamis- ferli en hér eru 300 manns komnir á sakamannabekk út af þremur bönk- um. Þetta er ekki eðlilegt og algjörlega óskiljanlegt.“ Skammgóður vermir Fjárútlát Bandaríkjastjórnar hafa þó ekki dugað til að bregðast með afger- andi hætti við kreppunni í Banda- ríkjunum sem fall Lehman-bankans leiddi til. Á þetta hefur verið bent í ýmsum greinum sem birtar hafa ver- ið í bandarískum fjölmiðlum, meðal annars í greininni „Should some ban- kers be prosecuted“ sem birtist í nóv- embertölublaði tímaritsins New York Review of Books. Í greininni fjalla höfundarnir Jeff Madrick og Frank Partnoy um við- brögð Bandaríkjastjórnar við hruni Lehman Brothers og hvernig hið opinbera hefur hagað uppgjöri sínu við meint lögbrot og fjármálamisferli sem talin eru eiga þátt í falli fjárfest- ingabankans og kreppunni í landinu. Þessir tveir þættir, viðbrögð hins opin- bera við hruninu þar í landi árið 2008 og þær aðgerðir sem hið opinbera hefur farið í til að upplýsa um lög- brot sem framin voru í fjármálageir- anum og eftir atvikum refsa mönnum fyrir þau, eru því nátengdir að mati Madricks og Partnoys. Svipuð túlkun virðist koma fram í máli Jóns Ásgeirs hér fyrir ofan þar sem hann setur við- brögðin við efnahagskrísunni í sam- hengi við uppgjörið á henni. Höfundarnir benda á að atvinnu- leysi í Bandaríkjunum sé ennþá meira en 9 prósent og að hagvöxtur í land- inu hafi einungis verið um eitt pró- sent síðastliðið hálft ár. Af ástandinu í efnahagslífi Bandaríkjamanna draga höfundarnir þá ályktun að þrátt fyrir 1.500 milljarða dala fjárveitingu inn í bandaríska bankakerfið geti önnur kreppa riðið yfir landið. „Ný vanda- mál steðja að mörkuðum heimsins og á sama tíma gæti bandaríska hagkerf- ið gengið í gegnum aðra kreppu, eftir aðeins takmarkaðan bata eftir verstu kreppu sem riðið hefur yfir hagkerfi heimsins síðan í kreppunni miklu.“ Með öðrum orðum: Þrátt fyrir þessi miklu fjárútlát Bandaríkjastjórnar til að styrkja bandarísku bankakerfið eru afleiðingarnar af aðstoðinni hugsan- lega aðeins skammgóður vermir. Enginn ákærður enn Á sama tíma og afleiðingarnar af 1.500 milljarða dollara ríkisaðstoðinni eru fremur dræmar, samkvæmt höfund- unum, hafa bandarískar eftirlitsstofn- anir ekki lagt mikið upp úr því að sækja menn til saka fyrir lögbrot sem leiddu til kreppunnar í Bandaríkjun- um. „Hingað til hafa opinberar stofn- anir ekki höfðað mörg dómsmál gegn stóru fjármálafyrirtækjunum sem áttu þátt í hruninu, og ekki ein ákæra fyrir hegningarlagabrot hefur verið gefin út gegn neinum starfsmanni stóru bank- anna. Stjórnvöld hafa verið upptekn- ari af því að bjarga bankamönnum en að ákæra þá,“ segja þeir Madrick og Partnoy í greininni. Höfundarnir segja að í septem- ber á þessu ári hafi Verðbréfaeftirlit Bandaríkjanna gefið það út að stofn- unin hafi ákært 73 einstaklinga og lög- aðila fyrir misferli sem leiddi til eða var afleiðing af efnahagskreppunni árið 2008. Meðal þess sem hefur ver- ið ákært fyrir eru blekkingar gegn fjár- festum og að gera lítið úr þeirri áhættu sem fylgdi einstaka fjárfestingum. Í einhverjum tilfellum hefur Verð- bréfaeftirlitið vísað þessum ákæru- málum til saksóknara. Ákærurnar sem sendar hafa verið til saksóknara hafa hins vegar ekki leitt til þess að einstaklingum eða lögaðilum hafi verið stefnt fyrir dóm. Verðbréfaeftir- litið bandaríska hefur líka heimild til þess að ljúka málum sjálft við þá ein- staklinga og lögaðila sem eru til rann- sóknar fyrir lögbrot. Sleppa með sektargreiðslur Verðbréfaeftirlitið hefur farið þessa leið í nokkrum málum samkvæmt greininni í The New York Review of Books. Í fyrra slapp forstjóri fjármála- fyrirtækisins Countrywide Financi- al, Angelo Mozilo, við að vera sótt- ur til saka fyrir fjárdrátt, innherjasvik og fyrir að blekkja viðskiptavini sína með því að greiða sekt upp á 67,5 milljónir dollara, nærri 8 milljarða króna. Country wide Financial var einn stærsti veitandi undirmálslána í Bandaríkjunum á árunum fyrir efna- hagskrísuna 2008. Þessi upphæð var hins vegar að- eins lítill hluti af persónulegum hagn- aði Mozilos sem er metinn á 600 millj- ónir dollara, nærri 70 milljarða króna. Höfundar greinarinnar nefna sérstak- lega að í sáttinni í málinu hafi ekki fal- ist að Mozilo hafi þurft að viðurkenna sekt sína. Vilji Mozilos til að undir- gangast sátt í málinu ætti þó að segja eitthvað um sekt hans. Önnur dæmi sem höfundarnir taka eru sektargreiðslur sem bank- arnir Goldman Sachs og J.P. Morgan greiddu til ríkisins vegna rannsóknar á því hvort starfsmenn bankans hefðu blekkt viðskiptavini sína í viðskiptum með eina gerð af húsnæðislánum. Goldman Sachs greiddi sekt upp á 550 milljónir dollara, rúma 63 milljarða króna, og J.P. Morgan upp á tæpar 154 milljónir dollara, tæpa 18 milljarða króna, og voru rannsóknirnar felldar niður í kjölfarið. Til samanburðar má nefna að hagnaður Goldman Sachs á árinu 2010 nam 8,5 milljörðum doll- ara, nærri 1.000 milljörðum króna. Sektargreiðsla Goldman Sachs nam því aðeins litlum hluta af hagnaði Ólíkt uppgjör við hrunið n Hafa brugðist við efnahagskrísunni 2008 með ólíkum hætti n Ólíkt uppgjör stafar af ólíkum viðbrögðum við efnahagskrísunni um haustið 2008 n Stóru bankarnir hrundu á Íslandi en þeir bandarísku héldu sjó Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Úttekt Mótmæli 2009 og 2011 Búsáhaldabyltingin í ársbyrjun 2009 leiddi til þess að ný ríkisstjórn tók við völdum á Íslandi. Í Bandaríkjunum hefur Occupy Wall Street hreyfingin mótmælt í haust. Mótmælunum er beint gegn óréttlætinu í bankakerfinu þar í landi, launakjörum og bónusum bankamanna og öðru slíku. Ólíkar aðgerðir Seðlabankar Íslands og Bandaríkjanna brugðust með ólíkum hætti við falli Lehman Brothers og efnahagskreppunni haustið 2008. Bernanke, seðla- bankastjóri Bandaríkjanna, tók þátt í að setja 700 milljarða dollara inn í fjármálakerfið. Seðlabankastjóri Íslands, Davíð Oddsson, var hins vegar mótfallinn því að leggja Glitni til lánsfé - fall Glitnis kom íslenska efnahagshruninu af stað. „Stjórnvöld hafa verið uppteknari af því að bjarga banka- mönnum en að ákæra þá. „Þar af hafa sjö að- ilar verið grunaðir um fjármálamisferli en hér eru 300 manns komn- ir á sakamannabekk út af þremur bönkum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.