Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Blaðsíða 46
46 | Menning 11.–13. nóvember Helgarblað Þ að er sannkallað slag- viðri. Flestir vilja vænt- anlega vera innandyra en enginn svarar þeg- ar hringt er á bjöllu merktri Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. Ekki svarar hann í vinnusímann og ekki heima- símann. Prófessorinn kemur þó fljótlega gangandi; hálfhokinn til að skýla sér fyrir náttúruöfl- unum. Í ljósri úlpu, svörtum buxum og strigaskóm. Heimili hans er hlýlegt. Við setjumst í stofuna og hann sýnir mér nýjustu bókina sína, Íslenskir kommúnistar. Eld- rauður litur skreytir bókarkáp- una. Hann segist vera harð- ur andkommúnisti. En hvers vegna þá að skrifa bók um kommúnisma? „Mér fannst að þessari voldugu hreyfingu hefði ekki verið gefinn nægilegur gaum- ur í íslenskri sagnaritun og margt sem hefði þó verið sagt um þessa hreyfingu væri ekki nægilega vel úr garði gert. Það eru til dæmis ekki margir sem átta sig á því að um 100 millj- ónir manna féllu af völdum kommúnismans. Svo var spurningin sú hvort íslenskir kommúnistar væru ábyrgir fyrir því sem skoðana- systkini þeirra gerðu annars staðar; auðvitað er ekki hægt að halda því fram en ég kemst að þeirri niðurstöðu í bókinni að þeir hafi verið jafnmiklir kommúnistar – hvorki betri né verri eða minni eða meiri – en kommúnistar í öðrum lönd- um. Þeir fylgdu bara þessari stjórnmálastefnu. Þetta er löng og mikil saga og þetta er öflug hreyfing og það var á meðal þess sem fékk mig til að skrifa þessa bók. Maður verður hugfanginn af viðfangsefninu. Það eru svo margir sérkennilegir persónu- leikar sem koma þarna við sögu; bæði fórnarlömbin og böðlarnir en það eru nokkuð mörg fórnarlömb sem tengd- ust Íslandi.“ Hannes Hólmsteinn segir að bókin byrji á því þegar tveir ungir, íslenskir námsmenn í Kaupmannahöfn urðu komm- únistar í nóvember árið 1918. Bókinni lýkur svo í nóvember 1998 þegar forystusveit Al- þýðubandalagsins fór í boðs- ferð til kúbverska kommún- istaflokksins. Hófsemi í veisluhöldum Hannes Hólmsteinn hefur skrifað um 20 bækur og fór hátt þegar fyrsta bindi ævisögu Halldórs Laxness eftir hann kom út á sínum tíma. „Ég fékk mikla gagnrýni fyrir Laxness- bókina og tel mér ljúft og skylt að læra af þeirri gagnrýni. Ég tók mikið mark á henni enda segi ég að batnandi rithöfundi væri best að lifa.“ Hann segist hafa verið að vinna í nýju bókinni í fimm ár með öðru; hún sé afrakstur fimm ára rannsóknarvinnu. „Það var í mörg horn að líta. Ég hef reynt að læra af mis- tökum mínum í bókaútgáfu og vann eins og ég gat tilvísanir og texta notkun.“ Eldrauður dúkur er á borð- stofuborðinu. Annars er rauða litnum ekki mikið fyrir að fara á heimilinu. Hannes Hólmsteinn er vinamargur og gestrisinn og gerir ráð fyrir að bjóða um 100 manns í útgáfuboð. Hann talar um hófsemi í veisluhöldum. „Aðalatriðið er að fólk komi saman og skemmti sér en að það sé ekki verið að sýna eitthvað með einhverju prjáli.“ Þegar hann heldur fámenn- ari matarboð segist hann yfir- leitt hafa forrétt, svínasteik eða lambasteik í aðalrétt og osta- köku í eftirrétt. „Þetta er ekki tilgerðarlegt heldur íslenskur, venjulegur og góður matur.“ Bækurnar Prófessorinn vissi hvað hann vildi þegar hann hóf háskóla- nám. Hann er með BA-próf í heimspeki og sagnfræði, meistarapróf í sagnfræði og svo stundaði hann doktors- nám í stjórnmálafræði við Ox- ford-háskóla. Það olli deilum þegar hann var skipaður í pró- fessorsembætti við Háskóla Ís- lands. Þar hefur hann unað sér vel í áratugi og þótt ferðalög til framandi landa og gistipró- fessorastöður úti í heimi hafi heillað á árum árum þá er ann- að að segja í dag; hann hefur gaman af að grúska í gömlum skræðum í Þjóðarbókhlöðunni og dvelur þar löngum stund- um við rannsóknir. „Mér finnst gaman að gömlum tíma og það eru áhugaverðar persónur sem spretta upp af spjöldum sög- unnar.“ Þær eru ekki svo gamlar bækurnar í bókahillunum á heimilinu. Prófessorinn hefur mikinn áhuga á bókum. Hann les mikið. „Bækurnar tengja mann við kynslóðirnar; við drauma, vonir, þrár og þjáningar horf- inna kynslóða. Ég les tals- vert af skáldsögum og eru eftirlætishöfundarnir mínir Þórarinn Eldjárn og Einar Már Guðmundsson. Mér finnst Guðbergur stundum geta verið skemmtilegur; einn kostur við hann er að hann er algjörlega óútreiknanlegur. Maður veit aldrei hvað hann segir næst.“ Það eru ljóðabækur í hvít- máluðum bókaskápunum. Gömul ljóð. Ný ljóð. „Ég les talsvert af ljóðum. Ég hef gam- an af því að lesa ljóð; sérstak- lega íslensk ljóð. Ég er með frekar gamaldags smekk á ljóð- um eins og flestu öðru.“ Eins og blómi í eggi Gamaldags smekk segir hann. Hannes Hólmsteinn býr í gömlu húsi og hefur lagt áherslu á að stíllinn sé svolítið gamaldags. Kannski er sígildur betra orð. „Ef ég innrétta eitthvað þá vil ég hafa einn stíl á því. Ég held að það sé svipað að innrétta hjá sér og að skrifa bók sem er í rökrænu samhengi: Maður verður að hugsa um samheng- ið. Stílinn. Hvernig þetta kem- ur allt út. Hérna tekst að halda ákveðnum klassískum stíl. Eld- húsið er til dæmis frekar gamal- dags eins og það á að vera mið- að við að húsið er frá 1930.“ Hannes Hólmsteinn hefur ekki gert mikið við íbúðina frá því hann flutti inn. Hann lét þó brjóta niður veggi þannig að í dag er opið á milli borðstof- unnar, stofunnar og bókaher- bergisins. Hann viðurkennir að hann hafi áhuga á innanhússhönn- un. „Ég hef þá skoðun að þetta þurfi að vera virðulegt og íburðarlaust. Ég er alveg andvígur því sem er ofhlaðið að minnsta kosti hvað sjálfan mig snertir. Ég tel að menn eigi ekki að flagga með öllu því sem þeir hafa heldur vera dálítið hæglátir og ég er á móti sýnd- areyðslu og -neyslu og öllu því sem gljáir of mikið ef svo má að orði komast. Ég bý ljómandi vel, hér er rúmt og ég er ánægður hérna. Það er gaman að hafa sérstakt bókaherbergi og mér líður hérna eins og blóma í eggi.“ Það er hlýlegt heima hjá Hannesi Hólmsteini. Góður andi. Rólegt. Úti bætir í veðrið. Svava Jónsdóttir Hannes Hólmsteinn Gissurarson býr í rúmlega 80 ára gömlu húsi þar sem glæsileg málverk skreyta veggi og bækur fullar af fræðum, ljóðum, ævintýrum, ævisögum og örlögum fylla hillur. Hann líkir því við bók að innrétta heimili. Nýjasta bók Hannesar Hólmsteins, Saga íslenskra kommúnista, á eftir að fara upp í hillu. „Ég fékk mikla gagnrýni fyrir Laxness-bókina og tel mér ljúft og skylt að læra af þeirri gagnrýni Íslenskir kommúnistar Hannes Hólmsteinn með nýútkomna bók sína, Íslenskir kommúnistar. „Þetta er löng og mikil saga og þetta er öflug hreyfing og það var á meðal þess sem fékk mig til að skrifa þessa bók.“ myndir sigtryggur ari jóHannsson Sem blómi í eggi Blómi í eggi „Það er gaman að hafa sérstakt bókaherbergi og mér líður hérna eins og blóma í eggi.“ Bókahillurnar voru smíðaðar í Birninum. Rýmingarsala Nú rýmum við til fyrir nýum málverkum og hægt að gera frábær kaup fyrir Jólin Allt orginal málverk Erum í Kauptúni 3 Á móti Ikea S.5800800 Fjarlægð Nálægð Fyrsta breiðskífa Elda en hljóm- sveitin er skipuð þeim Björgvini Ívari Baldurssyni og Valdimar guðmunds- syni, söngvara Valdimars. Platan inniheldur 10 lög og þar á meðal er hið frá- bæra lag Bráðum burt. Meðal þeirra sem koma fram á plötunni eru stefán Örn gunnlaugsson, Fríða dís guðmundsdóttir, sigtryggur Baldursson, Védís Hervör Árnadóttir, Örn Eldjárn og ragnhildur gunnarsdóttir. Aðeins meira pollapönk Þriðja plata Pollapönks en eins og nafnið gefur til kynna þá er hér um að ræða Aðeins meira Pollapönk og fylgir platan Meira Pollapönki eftir. Sígildar dægurperlur sigríður thorlacius úr Hjaltalín og sigurður guðmundsson, oft kenndur við Hjálma og Memfis- mafíuna, komu saman með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands á tónleikum í Hörpu, sumarið 2011. Á efnis- skránni voru sígildar dægurperlur, innlendar og erlendar, í útsetningu Hrafnkels orra Egilssonar en baggalútur- inn Bragi Valdimar skúlason tók að sér að snara nokkrum textum yfir á íslensku. Tónleikarnir voru teknir upp og festir á plötu. Hljómsveit Ingimars Eydal Hér er komin út glæsileg 60 laga safnútgáfa með einum ástsælasta tónlistarmanni þjóðarinnar, ingimar Eydal. Útgáfan er helguð minningu Ingimars sem hefði orðið 75 ára 20. október 2011. Áfram Ísland Áfram Ísland inniheldur nokkur ný lög í bland við eldri smelli Baggalúts, svokallaða munaðar- leysingja, sem ekki hafa komið út áður, þar á meðal sjálft titillagið, stuðningslag íslenska lands- liðsins frá árinu 2003, tvö heil lög um frú Vig- dísi Finnbogadóttur, lag tileinkað degi rauða nefsins, fáein reiðileg hrunlög, misskilda sumar- smelli, lög eftir bæði megas og magnús Eiríksson, lesbíska ninjasöngva og afar vafasamt lag sem var sérstaklega samið fyrir Landsbankann þegar útrásin var sem svæsnust. Sveinn Dúa og Hjörtur Ingvi Værð er fyrsta einsöngsplata sveins dúu Hjörleifssonar. Hún inniheldur þjóðþekkt lög úr bókinni Íslenskt söngvasafn eða Fjárlögum, auk laga eftir sigvalda Kaldalóns, Pál Ísólfsson og Björgvin guð- mundsson. Lögin eru útsett af Hirti Ingva Jóhannssyni, sem einnig leikur á píanó. Spennandi plötur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.