Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Side 8
8 Fréttir 16.–18. ágúst 2013 Helgarblað 6,8 prósenta atvinnuleysi Á öðrum ársfjórðungi 2013 voru að meðaltali 12.900 manns án vinnu og í atvinnuleit, eða 6,8 prósent vinnuaflsins. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Ís­ lands. Atvinnuleysi mældist 6,2 prósent hjá konum og 7,4 pró­ sent hjá körlum. Fjöldi starfandi á öðrum ársfjórðungi 2013 var 175.500 manns, eða 77,6 prósent af mannfjölda. Hlutfall starfandi kvenna var 74,9 prósent og starf­ andi karla 80,1 prósent. Af þeim sem voru atvinnulaus­ ir á öðrum ársfjórðungi 2013 voru að jafnaði 5.400 manns búnir að vera atvinnulausir í tvo mánuði eða skemur eða 42,1 prósent at­ vinnulausra. Til samanburðar höfðu 4.800 manns verið atvinnu­ lausir í tvo mánuði eða skemur á öðrum ársfjórðungi 2012 eða 36,2 prósent atvinnulausra. Lokar eftir 25 ára starf „Það er ekki hægt að vera í frjálsu falli endalaust, það segir sig sjálft,“ segir Árdís Þórðardóttir, eigandi myndbandaleigunnar Videoheima í Fákafeni í Reykjavík, sem hefur tekið þá ákvörðun að loka þessari þekktu leigu. Ásdís er fremur hrygg yfir því eftir 25 ára starf en sér fram á bjarta tíma. „Það er bæði gleði og sorg en þetta er nýtt upphaf sem tekur svo við,“ segir Árdís sem vill þó ekki gefa of mikið upp um framtíðina hjá sér. „Ég er bara með hugmyndir sem ég ætla að leyfa að malla svo kemur það í ljós.“ Hún segir leigu og sölu á mynddiskum hafa hrunið. „Mið­ að við hvernig þetta var um og eftir árið 2000 þegar best var. Núna er virknin ekki nema brot af því sem hún var þá,“ segir Árdís og bæt­ ir við: „Það heldur enginn lengi úti taprekstri í þessu, það er bara þannig. Þetta er bara raunsætt mat á stöðunni. Ég hélt á tímabili að það myndu enda nokkrar leigur á svæðinu, svona alvöru mynd­ bandaleigur sem hafa boðið upp á einhverja þjónustu, sýna hluta af kvikmyndasögunni. Leggja sig eftir að hafa gullmola úr kvikmynda­ sögunni. Ég held hins vegar núna að myndbandaleigurnar hætti all­ ar og diskarnir verði bara söfn­ unargripir. Þetta verður svona fyrir nördana sem vilja eiga myndir. Þá með einhverju aukaefni og þess háttar. Ef Hollywood sér hagnað­ arvon í því, það er segja. Þetta þarf allt einhverja lágmarksveltu til að rúlla og það sér Hollywood eins og við, og sennilega búið að sjá það langt á undan okkur. En þetta er bara þróunin og það stöðvar enginn tímans þunga nið,“ segir Árdís. Síðasti leigudagurinn hjá Video heimum verður í dag, föstu­ dag, og hefst útsala á laugardag sem Árdís gerir ráð fyrir að standi ekki lengur en til mánaðamóta. É g fer héðan. Ég pakka niður dótinu mínu og flyt,“ segir lög­ reglukona á Seyðisfirði, sem telur sér ekki vært lengur í bæn­ um, í samtali við DV. „Ég hef ekki farið heim síðan þetta gerðist, mér kemur það ekki til hugar, ég get ekki hugsað mér það.“ Konan var eini lögreglumaðurinn á vakt á svæðinu frá Vopnafirði til Seyðisfjarðar síðastliðið mánudags­ kvöld þegar henni barst tilkynning um að maður hefði ruðst inn á henn­ ar eigin heimili þar sem fjögurra ára sonur hennar var í pössun. Lögreglan á Eskifirði rannsak­ ar nú málið en meintur gerandi er 38 ára karlmaður frá Seyðisfirði, Ívar Andrés son að nafni. Í samtali við DV segist Ívar eiga ýmislegt sökótt við lögregluna á svæðinu og hyggst hann sjálfur leggja fram kæru á hendur lög­ regluþjóninum sem um ræðir. „Kominn til að drepa mig“ Eins og áður sagði var lögreglukonan á vakt að kvöldi mánudags og var hún því ekki viðstödd þegar Ívar bar að garði á heimili hennar. Kunningj­ ar konunnar gættu fjögurra ára sonar hennar þetta kvöld en þeir eru báðir af erlendu bergi brotnir. „Þeir hringdu og sögðu að það hefði komið maður sem væri alveg snarvitlaus og hefði byrjað að sparka niður útidyrahurðina. Þeir opnuðu hurðina og þá öskraði hann á þá. Hann sagðist vera kominn til að drepa mig.“ Mennirnir hafi þá tjáð Ívari að kon­ an væri ekki heima en þá hafi hann brugðist illa við og haft í hótunum. „Hann segir þeim að þeir eigi bara að drulla sér strax út úr húsinu, annars hafi þeir verra af,“ segir konan sem tel­ ur að með því hafi hann verið að gefa í skyn að hann hygðist kveikja í húsinu. Kunningjar konunnar eru nú vitni í málinu og það sama á við um menn sem höfðu elt Ívar af nærliggjandi kaffihúsi. „Ég er búin að komast að því að áður en hann fór heim til mín þá var hann á kaffihúsi þarna í bænum þar sem hann hafði sagt við menn að hann ætlaði heim til mín og að hann ætlaði að drepa mig. Þeir trúðu hon­ um þannig þeir eltu hann og hringdu í Neyðarlínuna.“ Ætlar ekki aftur heim Eins og gefur að skilja var konunni illa brugðið þegar hún frétti af heimsókn mannsins. „Ég var víðs fjarri. Hvað átti ég að gera? Ég var lögreglumaður á vakt, á ég að segja mig frá vinnu­ skyldunni til að verja heimilið mitt? Hvað er ætlast til að maður geri?“ spyr konan og bætir við að hún hafi haft samband við yfirmann sinn og þau hafi farið saman á vettvang. Þegar þangað var komið var maðurinn hins vegar á bak og burt. „Ég talaði við son minn sem var alveg frávita af skelfingu í síma á leiðinni. Ég reyndi að róa hann niður,“ segir konan sem hefur ekkert komið á heimili sitt frá því atvikið átti sér stað. Hún hyggst flytja úr bæjarfélaginu. „Við höfum ekkert komið heim síðan. Við flytjum úr húsinu – og bæjar­ félaginu.“ Hyggst kæra lögreglukonuna „Ég fór bara og bankaði upp á þar sem konan hafði farið hérna um allan bæ, leitandi að mér. Ég vildi bara vita hvern fjandann hún vildi. Ég steig aldrei inn fyrir þröskuldinn. Ég sagði ákveðna hluti – en ef þetta kallast húsbrot þá ætti ég að geta kært hana fyrir mörg húsbrot,“ segir Ívar sem hyggst kæra konuna fyrir upplognar sakir. „Ég mun líklega leggja fram kæru, það er ekk­ ert hægt að ljúga svona upp á fólk. Þú þarft að stíga yfir þröskuldinn til að fremja húsbrot, er það ekki?“ Ívar kveðst ekki muna nákvæm­ lega hvað hafi farið á milli hans og mannanna tveggja en segir það af og frá að hann hafi verið með hótan­ ir í þeirra garð eða annarra. „Ég man ekkert nákvæmlega hvað ég sagði. Ég var bara hundfúll. Hvernig heldurðu eigin lega að það sé fyrir einstakling sem býr í svona smábæ þegar lög­ reglan fer hérna um bæinn með reglu­ legu millibili og er að leita að manni, spyrjandi fólk hingað og þangað hvort það hafi séð mann. Hvaða áhrif hef­ ur það á mitt líf? Það er bara verið að leggja það í rúst.“ Segist ofsóttur af lögreglu Ívar segir farir sínar af samskiptum við lögregluna á svæðinu ekki sléttar. „Ég ætla að kæra það líka þegar lög­ reglan réðst inn á mitt heimili hérna haustið 2009 þann 18. desember. Þeir voru fimm talsins og höfðu í hótunum við mig,“ segir Ívar sem var dæmdur fyrir kannabisræktun í heimahúsi fyrr sama ár. „Ég er búinn að sitja undir ofsókn­ um af hálfu lögreglunnar síðan árið 2009. Ég er orðinn alveg brjálaður út af þessu,“ segir Ívar og bætir við: „Ég er búinn að vera þolinmóður til þessa en ég verð ekki þolinmóður lengur, það er nóg komið.“ Hann segist hafa fengið sig fullsaddan af því að vera hundeltur af lögreglu fyrir engar sakir. Steininn hafi tekið úr þegar lögregluþjónar hafi áreitt móður hans, hringt í hana ítrekað og truflað. „Og þegar ég frétti að þessi kona væri að spyrjast fyrir um mig úti í bæ, þá ákvað ég bara að fara og tala við hana,“ segir Ívar og ítrekar að hann hafi hvorki ráðist inn á heimili konunnar né haft í hótunum við fólk­ ið á heimilinu. „Ég bankaði upp á, hún var ekki heima, ég reif eitthvað kjaft og svo fór ég.“ Bíll lögreglustjórans skemmdur Lögreglan á Eskifirði staðfestir að mál­ ið sé til rannsóknar og að Ívar sé grun­ aður í málinu. Hann hafi þó ekki verið yfirheyrður enn. „Við förum bara og sækjum hann þegar við erum búin að undirbúa málið þannig að hægt sé að fá hann í yfirheyrslu,“ segir Jónas Wilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Eskifirði. Aðspurður hvort Ívar sé talinn hættulegur segir Jónas: „Jú, kannski er hann hættulegur. Ég bara veit það ekki.“ Hann segir þó að ekki hafi verið farið fram á gæsluvarðhald yfir mann­ inum. Lögreglukonan undrast það þar sem hún telur manninn hættulegan. Aðfaranótt miðvikudags var bíll lögreglustjórans á Seyðisfirði skemmdur og hefur málið verið kært til lögreglunnar á Eskifirði vegna vanhæfis lögreglunnar á Seyðisfirði til að fjalla um málið. Lögreglukon­ una sem Ívar heimsótti á mánudags­ kvöldið grunar að málin tengist. „Ég ætla ekki að fullyrða að sami maður hafi verið að verki en ég meina, þegar bíllinn hjá lögreglustjóranum er skemmdur – ja, þetta er að verða svolítið skuggalegt.“ n Ólafur Kjaran Árnason blaðamaður skrifar olafurk@dv.is Lögregluþjónn þorir ekki heim n „Hef ekki farið heim síðan“ n Bíll lögreglustjórans skemmdur í vikunni Þolinmæðin á þrotum „Ég er búinn að sitja undir ofsóknum af hálfu lögreglunnar síðan árið 2009. Ég er orðinn alveg brjálaður út af þessu,“ segir Ívar Andrésson í samtali við DV. Lögreglan á Eskifirði Jónas Wilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Eskifirði, staðfestir að mál lögreglukonunnar sé til rannsóknar. Lögreglan á Seyðisfirði var vanhæf til að fjalla um málið. „Hann sagðist vera kominn til að drepa mig

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.