Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Side 22
Sandkorn R íkisútvarpið hefur um árabil verið í senn baggi á skattgreið­ endum og skemmt epli á fjöl­ miðlamarkaði. Páli Magnús­ syni útvarpsstjóra hefur tekist að færa stofnunina niður á plan sem er áður óþekkt í sögu hennar. Hann hafði meira að segja forgöngu um að breyta nafni Ríkisútvarpsins í amböguna RÚV. Siðleysi hins falska flaggs einkennir framgöngu Ríkisútvarpsins á auglýs­ ingamarkaði þar sem bjórframleiðend­ um er seldur aðgangur að almanna­ útvarpinu. Fréttastjóri Ríkisútvarpsins er gagn­ rýndur fyrir að ganga erinda einstakra stjórnmálaafla og láta annarleg sjónar­ mið stjórna fréttamati sínu. Ekki skal kveðið upp úr um réttmæti þeirra ásak­ ana en ljóst er að bæði fréttastjórinn og útvarpsstjórinn eru að skaða stofnun sína vegna þeirrar ímyndar spillingar sem þeir hafa fengið á sig. Fréttastjór­ inn og einstakir fréttamenn hafa dund­ að við að gera áróðursþætti þar sem þeir tíunda í mynd og máli sitt eigið ágæti og reyna að koma inn þeirri ímynd hjá þjóðinni að þeir standi öðrum framar. Fræg hneykslismál hafa komið upp innan stofnunarinnar. Dóttir útvarps­ stjórans var ráðin í starf íþróttafrétta­ manns í afleysingum. Þegar ástar­ ævintýri hennar og annars starfsmanns íþróttadeildar enduðu með átökum var karlmaðurinn rekinn með skömm en dóttirin fékk fljótlega fastráðningu. Út­ varpsstjórinn hefur sagt að hann hafi aldrei komið að þessum málum heldur hafi undirsátar hans ráðið ferðinni. Trúi hver sem vill. Skýrt merki um siðferðis­ brest útvarpsstjórans er að hann er gjarnan sjálfur til umfjöllunar á eins­ tökum stöðvum og í þáttum útvarps og sjónvarps. Hann á það til að dúkka upp í skemmtiþáttum og í fréttatímum af ýmsu tilefni. Hann tranaði sér fram í fréttatímum um árabil áður en honum var settur stóllinn fyrir dyrnar. Nú síðast sá fréttastofa hans ástæðu til að taka við hann viðtal vegna ummæla þingmanns í öðrum fjölmiðli. Útvarpsstjórinn hefur á vængjum embættis síns gert sjálfan sig að frægðarmenni í eigin fjölmiðli. Sið­ leysið er í þeim skilningi takmarkalítið. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjár­ laganefndar og nefndarmaður í hag­ ræðingarhópi ríkisstjórnarinnar, benti á það í útvarpsviðtali í Bítinu á Bylgjunni að niðurskurður á framlögum til Ríkis­ útvarpsins væri í spilunum. Það óheppi­ lega var að hún sagði þetta í umræðu um axarskaft fréttastofu Ríkisútvarpsins varðandi hana sjálfa. Ummælin vöktu mikla athygli vegna samhengisins. Vig­ dís hefur raunar sagt í framhaldinu að þarna sé ekki samhengi. Hún boði ekki niðurskurð í hefndarskyni. Það er af hinu góða ef hagrætt verð­ ur hjá Ríkisútvarpinu og stofnunin tek­ in af bjórmarkaði. Vandséð er að það sé ástæða fyrir almenning til þess að halda uppi atvinnu fyrir nokkur hundruð manns á fjölmiðli sem virðist rekinn í siðleysi og af ábyrgðarleysi frægðar­ mennis sem vill fyrst og fremst koma sjálfum sér á framfæri. Það er beinlínis skemmdarverk að hinn niðurgreiddi miðill skuli vera á auglýsingamarkaði og hrifsa þannig brauðið frá þeim sem eru að berjast við að halda uppi arðbærum rekstri. Vigdís Hauksdóttir myndi gera vel í því að koma fyrirbærinu RÚV fyrir kattarnef og skilgreina og marka Ríkis­ útvarpinu hlutverk við hæfi. En þær að­ gerðir verða að vera vandlega ígrund­ aðar og mega ekki stjórnast af öðrum sjónarmiðum en þeim að siðvæða og spara. Og það er af nógu að taka. Fjórir milljarðar af skattfé í rekstur eins fjöl­ miðils er of mikið til að til að hægt sé að réttlæta það. Það er verk að vinna fyrir Illuga Gunnarsson menntamálaráð­ herra og aðra sem nú ráða ferðinni. Nú er tækifærið til að hreinsa út. Þráir framhaldslíf n Guðlaugur Þór Þórðarson al­ þingismaður freistar þess nú að öðlast framhaldslíf í póli­ tík með því að gerast leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Reykja­ vík. Guðlaugur hlaut slæma útreið í alþingiskosningun­ um vegna styrkjamála sinna og annarra mála. Hann nýtur ekki náðar Bjarna Benedikts- sonar formanns. Framtíð hans er því döpur í lands­ málunum. En það er einnig á brattann að sækja fyrir hann í borgarmálunum þar sem Bjarni og félagar ráða för. Meðbyr Gísla n Sú yfirlýsing Gísla Marteins Baldurssonar borgarfulltrúa að hann gefi kost á sér sem leiðtogi flokksins í komandi sveitarstjórn­ arkosningum vakti athygli. Gísli Marteinn býr yfir mik­ illi þekkingu á skipulagsmál­ um og hefur sannað sig rækilega undanfar­ ið. Helsti andstæðingur Gísla er Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir sem kom illa út úr viðtali við Nýtt Líf þar sem hún gerði misnotkun sjálfstæðismanna á veikum Ólafi Magnússyni að umtalsefni á einkar klaufa­ legan hátt. Hún liggur því lágt á meðan Gísli hefur meðbyr. RÚV á höggstokk n Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, er ekki ánægð með frammistöðu fréttastofu Ríkisútvarpsins sem hélt því fram að hún hefði sagt IPA­styrki Evrópusam­ bandsins vera „illa feng­ ið glópagull“. Vigdís situr í hagræðingarhópi ríkisstjórn­ arinnar og upplýsti í Bítinu á Bylgjunni að fjögurra millj­ arða styrkurinn sem RÚV fær af almannfé sé alltof hár og þá ekki síst í ljósi þess að fréttastofan sé jafn óvönduð og raun ber vitni. Mátti skilja að niðurskurður blasti við og RÚV væri komið á höggstokk­ inn. Örvænting Árna n Samfylkingin fékk rassskell­ ingu í síðustu þingkosningum undir formennsku Árna Páls Árnasonar og missti megnið af fastafylgi sínu. Það er lýsandi fyrir örvæntingu flokksmanna að eftir kosningar hefur hver þeirra á fætur öðrum stigið fram og kallað eftir samein­ ingu vinstriflokkanna sem þó átti sér stað undir merki Sam­ fylkingar á sínum tíma. Nú síð­ ast gerði Margrét S. Björnsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, það í pistli. Ólíklegt er að samfylkingar­ fólki verði að ósk sinni, enda lítt spennandi fyrir flokka á borð við Bjarta framtíð að sameinast stjórnmálaafli sem á í tilvistarkreppu. Þetta er besta afmælisgjöfin Það var kæruleysis- bragur yfir þessu Páll Bergþórsson fékk loks að flytja inn til eiginkonunnar. – DV Eiður Smári Guðjohnsen var besti maður Íslands gegn Færeyjum. – fotbolti.net Frægðarmenni L andsamtök veiðifélaga hafa ver­ ið óþreytandi við að staðhæfa að mikil ógn muni fylgja vaxandi laxeldi hér við land. Fullyrt er að eldislax muni sleppa í miklum mæli úr eldiskvíum og skaða villta laxastofna með erfðamengun. Það er jafnan vitn­ að til laxeldis í Noregi og staðhæft að laxastofnar séu þar í stórkostlegri hættu, ef ekki útrýmingarhættu. Stað­ reyndin er hins vegar sú að stanga­ veiði í norskum laxveiðiám hefur aldrei verið blómlegri en nú og dafnar villti laxinn sem aldrei fyrr. Í norsku laxeldi sluppu að meðaltali 380 þúsund laxar árlega á árabilinu 2003 til 2012 eða um 0,2% af þeim seiðum sem voru sett í eldiskvíar. Að sjálfsögðu eru þetta ekki ásættan legar tölur. Norsk stjórnvöld hafa stöðugt verið að herða eftirlit og gert meiri kröfur til búnaðar og verklags í laxeldinu. Það hefur skilað sér í að síð­ ustu 5 ár (2008–2012) hafa að meðaltali sloppið um 180 þúsund seiði árlega eða um 0,07% af útsettum laxaseiðum. Enn­ þá er unnið að umbótum, sem íslensk laxeldisfyrirtæki geta lært mikið af. 50% fleiri seiðum sleppt Áætlað hefur verið að árlega syndi til sjávar 500 þúsund laxaseiði úr íslensk­ um ám. Þessi tala getur verið mjög breytileg milli ára, en sérfræðingar Veiðimálastofnunar telja þetta nærri meðaltali. Til samanburðar er áhuga­ vert að skoða fjölda laxaseiða sem sett eru í íslenskar ár í nafni fiskrækt­ ar. Opin berar tölur sýna að á árabil­ inu 1999 til 2007 var að sleppt um 770 þúsund laxaseiðum árlega í veiðiár á Íslandi, sem er um 50% meira en heild­ ar náttúruleg seiðaframleiðsla íslenskra áa og um fjórfalt meira en sleppur úr norsku laxeldi. Þess ber að geta að þetta er lágmarkstala, en víða um land eru flutt seiði á vatnakerfi án þess að það sé tilkynnt til Fiskistofu. Þessu til við­ bótar er sleppt árlega 600–800 þúsund laxaseiðum í Rangárnar tvær. Í íslensk vatnakerfi er því viljandi sleppt átta sinnum fleiri laxaseiðum en sleppa úr norsku laxeldi. Þetta er sláandi hátt hlutfall. Lítið sem ekkert eftirlit Það er hátt hlutfall sérstaklega í ljósi þess að lítið sem ekkert opinbert eftirlit er með þessum sleppingum í fiskrækt­ arskyni. Samkvæmt lögum um fiskrækt (nr. 58/2006) er stranglega bannað að flytja eða sleppa seiðum í veiðivatn nema foreldrafiskur sé upprunninn úr viðkomandi veiðivatni. Þess utan skal liggja fyrir samþykkt fiskræktaráætlun ef veiðifélag eða landeigendur hyggj­ ast sleppa seiðum. Fiskistofa hefur eft­ irlit með fiskrækt og skal veita heimild­ ir. Samkvæmt lögum um fiskrækt skal ráðherra setja reglugerð um fiskræktar­ áætlanir og mæla fyrir um hvernig skal staðið að verki. Þó lögin séu orðin sjö ára bólar ekkert á þessari reglugerð. Engin viðurlög eru við því ef lögum um fiskrækt er ekki fylgt. Fiskistofa á að fá upplýsingar frá seiðastöðvum sem selja laxaseiði til sleppinga í íslenska náttúru. Mikill misbrestur er á því. Hérlendis þykir sjálfsagt að hefja fisk­ rækt í ám sem ekki hafa náttúrulegan laxastofn og þá er seiðum stundum sleppt á vatnasvæði sem hefur náttúru­ legan bleikjustofn eða sjóbirtingsstofn. Aldrei heyrist frá Landsamtökum veiði­ félaga um þessa lögleysu í umgengni við íslenska laxfiska. Sérfræðingar Veiðimálastofnunar hafa lagt til að tek­ in verði upp ný og betri vinnubrögð, en mega sín lítils gegn hagsmunum veiðifélaga, enda koma sértekjur stofn­ unarinnar frá veiðifélögunum. Bannað að sleppa í Noregi Sérhver laxá hefur sinn laxastofn og oft er erfðafræðilegur munur innan vatna­ kerfa, þar sem hliðarár hafa hver sinn laxastofn. Það þarf því að gæta mjög vel að hvar í vatnakerfinu klakfiskur er veiddur til undaneldis. Ekkert eftirlit er með því hvernig klakfiskur er valinn (fjöldi/staður). Yfirleitt er klakfiskur veiddur seint á haustin og þá skila af­ kvæmin sér seint til baka á sumrin. Síðsumars er eingöngu smálax eftir í ánum, því stórlaxinn hefur þá gjarnan verið veiddur, og það skilar smálaxi til baka. Talsverð afföll og úrval á sér stað í eldisstöðvum og ljóst að gönguseiði geta verið erfðafræðilega ólík uppruna­ stofni og ættu því ekki að kallast ann­ að en eldisseiði. Hérlendis hafa verið stundaðar ítrekað sleppingar í sama vatnakerfi, án þess að hugað sé að erfðafræðilegum áhrifum af slíkum að­ gerðum, enda yfirleitt ekkert árangurs­ mat af þessum sleppingum. Sleppingar eru notaðar í auglýsingaskyni til að selja veiðileyfi og veiðifélögin telja sig vera að „hjálpa“ náttúrunni. Veiðitölur sýna að þetta brölt er í besta falli gagnslaust til að stækka veiðistofna. Til þess þarf aðrar aðgerðir s.s. stækkun eða endur­ bætur á búsvæðum fyrir náttúrulega seiðaframleiðslu. Norðmenn hafa fyrir löngu áttað sig á gagnsleysi og hættum sem fylgja stjórnlausum seiðaslepping­ um og þar í landi hafa seiðasleppingar verið bannaður frá árinu 1992, nema undir ströngu opinberu eftirliti. Ítrekaðar seiðasleppingar skaðlegri Íslenski eldislaxinn er af norskum upp­ runa. Hann er erfðafræðilega frábrugð­ inn villtum laxi bæði í Noregi og á Ís­ landi. Rannsóknir sýna að hann hefur að mestu glatað hæfileikunum til lifa af og fjölga sér í villtri náttúru. Ef eldislax sleppur leitar hann til hafs og lífslíkur hans eru mjög litlar. Lífslíkur eru meiri ef laxinn sleppur snemma sem seiði og þá leitar hann til baka á sleppistað (eldissvæðið) þegar hann verður kyn­ þroska. Aðeins ef laxinn er kynþroska þegar hann sleppur þá leitar hann upp í nærliggjandi ár. Á Vestfjörðum og Aust­ fjörðum eru fáir náttúrulegir laxastofn­ ar. Ef svo óheppilega vildi til að lax stryki úr eldiskvíum er afar ósenni­ legt að það yrði árviss viðburður, eins og seiðasleppingar veiðifélaga. Takist eldis laxi í eitt skipti að hrygna eru erfðaáhrif af því engin. Það er marg­ sannað með fjölda rannsókna. Aðeins í ám sem verða ítrekað fyrir því að eldis­ lax hrygni er mögulegt að greina áhrif á erfðaefni villta stofnsins. Það staðfestir mikilvægi þess að fiskrækt þarf að vera undir ströngu opinberu eftirliti. Það er einmitt lykilþáttur málsins. Seiðasleppingar veiðifélaga lúti umhverfismati Hér hafa verið sett fram töluleg gögn sem hefur sárlega vantað í umræðuna. Starfsemi veiðifélaga og umgengni þeirra við íslenska náttúru ætti að taka til rækilegrar skoðunar. Seiðasleppingar hafa haft neikvæð áhrif á náttúrulega laxfiskastofna í fjölmörgum ám. Það sýna t.d. tölur um stórlaxahlutfall. Það væri því eðlilegt að lög um umhverfis­ mat giltu um starfsemi veiðifélaga, eins og um laxeldisfyrirtæki Höfundur er sjávarútvegsfræðingur (M.Sc) og starfar sem svæðisstjóri hjá Fjarðalaxi. Lögleysa í umgengni við villta laxfiskstofna Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Fréttastjóri menningar: Símon Birgisson (simonb@dv.is) Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjónarmaður helgarblaðs og innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 22 16.–18. ágúst 2013 Helgarblað Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is „Ef eldislax sleppur leitar hann til hafs og lífslíkur hans eru mjög litlar. Kjallari Jón Örn Pálsson „Fjórir milljarðar af skattfé í rekstur eins fjölmiðils er of mikið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.