Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Qupperneq 22
22 föstudagur 11. desember 2009 fréttir Foreldrar verða að kenna börnum sínum að takast á við stríðni svo þau lendi síður í einelti, segir Sjöfn Þórðar- dóttir. Hún segir foreldra þolenda og gerenda eineltis þurfa að leita sér ráðgjafar til að finna réttu leiðirnar til að hjálpa börnunum. Kolbrún Baldursdóttir segir að gerandanum líði ekki síður illa vegna lélegrar sjálfsmyndar. Er barnið mitt lagt í EinElti? 1. Þegar barnið kemur heim úr skóla eða tómstundastarfi með skítug, blaut eða rifin föt, skemmdar námsbækur eða segist hafa „týnt“ einhverju án þess að geta gert almennilega grein fyrir því sem gerðist. 2. Barnið getur ekki gefið trúverðuga skýringu á mari, skeinum, sári eða skurðum sem það hefur hlotið. 3. Bekkjarfélagar/leikfélagar koma ekki lengur heim með barninu og það leikur sér minna með þeim eftir skóla. 4. Barnið langar ekki – og er jafnvel hrætt við – að fara í skólann og ber við vanlíðan af einhverju tagi. 5. Einkunnir verða lélegri og áhugi á skólanum dvínar. 6. Barnið velur sér undarlega leið heim úr skóla. 7. Barnið er niðurdregið, virðist óhamingjusamt eða er þunglynt. 8. Barnið fær reiðiköst og missir stjórn á sér. 9. Barnið er oft með magapínu, litla matarlyst eða höfuðverk. 10. Barnið sefur illa, fær martraðir og grætur jafnvel í svefni. 11. Barnið hnuplar eða biður um meiri peninga heima (til að blíðka þá sem leggja það í einelti). * Úr bæklingnum Einelti – góð ráð til foreldra frá Heimili og skóla bÚðU bÖrnin UnDir Stríðni „Foreldrar verða að taka ábyrgð á börnunum sínum og þekkja ein- kenni eineltis til að geta tekist á við það. Ef foreldrar eru meðvitaðir um einelti og firra sig ekki ábyrgð tel ég að samfélagið sé í betri málum,“ segir Sjöfn Þórðardóttir, formaður Heimilis og skóla. Krakkar finna veikleika Sjöfn segir alls kyns krakka verða fyrir einelti – ekki bara þá sem skera sig úr í útliti eins og margir halda. „Gerendur leita að veikleika- merkjum og þau þurfa ekki að vera útlitsleg. Ef börn finna merki um veikleika byrjar ákveðin stríðni sem einstaklingar taka misjafnlega í. Ef einstaklingur bregst illa við stríðn- inni heldur gerandinn áfram að áreita hann með því að nota þenn- an veikleika. Það einkennir þá sem urðu fyrir einelti í æsku og við höf- um rætt við í dag á fullorðinsárun- um að þeir héldu að þeir væru öðru- vísi en aðrir. Að það væri eitthvað að þeim. Þeir hættu að þora að vera á meðal krakkanna. Foreldrar eru fyrirmyndir Sjöfn telur mjög mikilvægt að for- eldrar kenni börnum sínum að tak- ast á við stríðni og geti þannig kom- ið í veg fyrir einelti eða stöðvað það áður en það verður alvarlegt. „Það er mjög gott ráð fyrir for- eldra að kenna börnum að bregð- ast við stríðni og kenna þeim að vera sterkir og sjálfstæðir persónuleik- ar. Foreldrar eiga líka að vera sterk- ar fyrirmyndir barnanna þannig að börnin séu tilbúin til að takast á við stríðni og sýni ekki þessi veik- leikamerki. Foreldrar geta komið í veg fyrir einelti með því að styrkja sjálfsmynd barnanna og bregðast strax við ef minnsti grunur um ein- elti vaknar,“ segir Sjöfn. Hún brýnir einnig fyrir foreldrum að passa tals- mátann í kringum börn. „Foreldrar verða að hugsa um hvernig þeir tala um aðra og passa sig á að tala jákvætt um skólann og félagana. Við verðum að gera okk- ur grein fyrir að við berum ábyrgð á börn- unum. Það sem kemur frá heimilinu fara þau með út í samfélagið.“ Gerendur þurfa útrás Sjöfn bendir foreldrum á að leita sér ráðgjafar ef grunsemdir vakna um einelti. Hún segir það einnig mikil- vægt að foreldrar þeirra barna sem leggja í einelti séu meðvitaðir um úr- ræði til að stöðva það. „Þau börn sem leggja í einelti eru oft skapbráð, fljótfær og sterkir, vin- sælir persónuleikar sem þurfa ögr- andi verkefni. Það þarf að veita þeim verkefni þannig að þau hafi nóg að gera og fái útrás. Það er mjög mikil- vægt að foreldrar leiti sér ráðgjafar ef þeir hafa minnsta grun um að barnið þeirra sé að valda sársauka hjá öðr- um börnum.“ Virk eineltisáætlun Sjöfn segir að allir foreldrar ættu að kynna sér hvort eineltisáætlun sé í skóla barnsins og fara fram á að hún sé sýnileg foreldrum, nemendum, kennurum og öðru starfsfólki. „Þeir geta krafist þess að þessi áætlun sé til og henni sé fylgt. Það er ekki nóg að hún sé til á plaggi, hún þarf að vera virk.“ Hún segir enn fremur að foreldr- ar þurfi að vera á varðbergi fyrir ein- elti þó að þeirra börn eigi ekki hlut að máli. „Ef foreldri hefur minnsta grun um að verið sé að leggja einhvern í einelti verða þeir að láta vita. Standa ekki bara og horfa á.“ Afbrýðisemi og reiði Kolbrún Baldurs- dóttir sálfræðing- ur er einnig skóla- sálfræðingur og hefur fengið tals- vert mikið af til- kynningum um einelti í vetur. „Það er áberandi að þolendur séu námslega sterkir krakkar, flott- ir krakkar með allt sitt á hreinu, á meðan gerendur hafa verið slakir námsmenn. Það hefur komið upp á yfirborðið að þessi velgengni þol- endanna vekur upp afbrýðisemi og reiði hjá gerendum. Þegar kafað er ofan í svona mál kemur í ljós að ger- andanum líður mjög illa, hvort sem það er vegna sjálfsmyndar eða fjöl- skylduvandamáls.“ Fylgismönnum líður illa Kolbrún vill brýna fyrir foreldrum að setjast niður og tala við börnin sín áður en þau byrja í grunnskóla um stríðni og einelti. „Börnin þurfa að muna að koma vel fram við skólafélagana þótt allir séu ekki vinir þeirra. Þau mega held- ur ekki vera vond eða skilja neinn út undan. Það skiptir máli að tala um þetta strax á opinskáan hátt. Á sama tíma má tala um allt í sambandi við það að vera í skóla og umgangast önnur börn.“ Hún segir líka brýnt að byggja upp sjálfstraust barna. „Því betra sjálfstraust sem barn- ið hefur og sterkara innra sjálf því minni líkur eru á að það verði þol- andi. Betri innri líðan er aðalfor- vörnin fyrir ytri vá yfir höfuð. Ef barnið er með slaka sjálfsmynd og óöruggt er það stöðugt að þóknast öðrum og þá er hætt við að það verði fylgismaður. Standi hjá en leggi ekki beinlínis í einelti. Þeim líður hrika- lega illa oft því þau sáu þetta gerast en gerðu ekki neitt,“ segir Kolbrún. Hún segir þá fullorðnu sem leita sér hjálpar hjá henni mjög þjakaða af einelti sem þeir urðu fyrir í æsku. „Við erum bara heppin að það hefur ekki eitthvað skelfilegt gerst hér eins og hefur gerst úti í heimi.“ liljA KAtrín GunnArSdóttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is 10 mánudagur 7. desember 2009 fréttir DREYMDI uM MYRÐA SKÓLA- FÉLAGAn „Einelti getur eyðilagt manneskju fyrir lífstíð. Ég á aldrei eftir að gleyma þessum æskuárum. Þetta eru upp- byggjandi ár og ár sem eiga að vera skemmtileg. Ég hef lært að lifa með og gera upp mína fortíð,“ segir Gunnar Magnús Halldórsson. Hann var lagður í einelti í grunnskóla í átta ár og hafði það gríðarlega niðurríf- andi áhrif á sálarlíf hans. Hann vill segja sögu sína til að opna umræð- una um einelti og ýta við skólum að efla eineltisáætlanir sínar. Hann lít- ur ekki á sig sem fórnarlamb heldur vill hann hjálpa öðrum sem lenda í eða hafa lent í einelti. Fundu veikleikana Gunnar bjó fyrstu ár ævi sinnar í Breiðholti en flutti í Grafarvog árið 1992, þá sex ára gamall. Fyrst um sinn gekk grunnskólagangan vel en upp úr þriðja bekk byrjuðu hlutirnir að breytast. „Þá sá ég að hluti vinahóps míns fjarlægðist mig og talaði illa um mig. Það varð til þess að ég skipti um vinahóp og reyndi að finna mér aðra vini. Það eru allir með sína veikleika og þeir sem stjórnuðu eineltinu fundu mína veikleika og notuðu þá gegn mér. Síðan fór þetta versnandi. Áður en ég vissi af stækkaði þessi hópur og margir árgangar af krökk- um voru á móti mér,“ segir Gunnar. Íhugaði sjálfsvíg Mjög fljótlega læddust sjálfsvígs- hugsanir inn í huga Gunnars. „Í fimmta bekk var ég haldinn lífsleiða. Mér fannst ekkert vera hægt að gera og velti fyrir mér að ljúka þessu lífi. Samkvæmt handbók skólans átti skólinn að vera með fína eineltisáætlun en aldrei heyrði mað- ur minnst á hana. Þetta er þessi týp- íska íslenska hugsun. Hugsa málin voðalega mikið en framkvæma þau aldrei. Ég talaði oft við námsráð- gjafa og var í fjölmörgum viðtölum þar, en ekkert breyttist,“ segir Gunn- ar. Hann þorði ekki að opna sig fyr- ir foreldrum sínum um vandamálið og kennararnir létu þau ekki heldur vita. „Það var aldrei minnst á þetta á foreldrafundum. Það var alltaf látið eins og allt væri í orden.“ Skólinn var martröð „Það sem ég þurfti að upplifa var andlegt og líkamlegt ofbeldi á hverj- um degi. Fötunum mínum var með- al annars stolið, það var gyrt niðrum mig, skotið á mig með loftbyssu, mér haldið niðri og hrækt á mig og jóg- úrt sprengt í töskunni minni. Ég var uppnefndur alls staðar. Ég var hætt- ur að heyra venjulega nafnið mitt. Ég var uppnefndur í verslunarmið- stöðvum í Grafarvogi og eineltið var orðið hluti af mínu daglega lífi Þegar mamma og pabbi sendu mig út í búð var ég yfirleitt rændur eða laminn á leiðinni. Ekki bara af jafnöldrum heldur líka yngri krökk- um og mér fannst það svo mikil nið- urlæging. Fólk hefur komið til mín í dag og beðist afsökunar á einstök- um atvikum sem ég man ekkert eft- ir. Þetta er bara ein stór kássa fyrir mér. Skólinn var eintóm martröð. Það var orðið allt í lagi að verða lam- inn því það greri – hitt ekki,“ segir Gunnar. Í kjölfarið einangraði hann sig heima hjá sér í tölvunni og gerði sér upp veikindi til að þurfa ekki að mæta í skólann. Honum gekk vel að læra í byrjun skólagöngunnar en smátt og smátt fóru einkunnir hans versnandi. Afneitunin gríðarleg Í níunda bekk opnaði Gunnar sig fyrir foreldrum sínum í kjölfar at- viks þar sem honum lenti saman við kennara. Þá fór hann í skóla í Breið- holti en eineltið hélt áfram, þótt það væri ekki jafnumfangsmikið. „Þar var hópur fólks sem þekkti til fólks í gamla skólanum mín- um. Ég heyrði uppnefnin ennþá en fékk að tengjast ákveðnum hópi. Mér fannst ég vera orðinn partur af einhverju. Eftir tíunda bekk fór ég í Menntaskólann við Sund og náði ekki að tengjast neinum. Ég átti erf- itt með að tengjast og treysta fólki. Ég vildi helst vera einn. Mér leið öm- urlega og var ekkert búinn að gera í mínum málum. Ég hugsaði alltaf að þetta yrði kannski einhvern tímann betra,“ segir Gunnar. Hann segir þessa hugsun hluta af gríðarlegri af- neitun sem þolendur eineltis finna fyrir. „Að opna sig fyrir einelti getur verið erfitt fyrir þolandann því af- neitunin er svo rosalega sterk. Ég átti erfitt með að segja hvort þetta væri einelti eða stríðni – afneitun- in verður svo mikil. Ég hugsaði allt- af að þetta yrði allt í lagi á morgun. Þunglyndið hellist yfir mann eftir smá tíma og verður verra og verra ef maður gerir ekkert í því. Ef mað- ur kjaftar frá fær maður yfirleitt að kenna á því eða fær smá frið og ein- eltið verður verra næst.“ Dreymdi um að myrða gerendurna Í MS leið Gunnari ömurlega og hann féll á öðru ári. „Ég leitaði í flóttaleiðir eins og áfengi og eiturlyf. Þegar ég féll taldi ég það bara vera námsleiða. Mér leið aldrei vel í skólanum. Skólinn var bara fangelsi fyrir mér. Ég var búinn með tíu ára dóm, af hverju átti ég að sitja af mér fjögur ár í viðbót?“ Gunnar braut sjálfan sig niður og á nokkrum tímapunktum íhugaði hann alvarlega að svipta sig lífi. „Sjálfsvígshugmyndir leituðu á mig. Ég vissi ekkert hvert ég átti að leita. Hvar ég átti að kalla á hjálp. Ég var farinn að halda að ég væri vanda- málið. Ég var farinn að trúa því að ég væri ljótur, leiðinlegur og ömurleg- ur og var haldinn mikilli vanlíðan á hverjum degi. Það á enginn að þurfa að taka sitt eigið líf út af einelti. Eng- inn. Þetta er svo ljótt. Það er ekkert töff að leggja í einelti. Þú færð engu framgengt,“ segir Gunnar. Hann íhugaði meira að segja að gera út um þá sem lögðu hann í einelti. „Skólamorðin sem gerast erlend- is eru nánast öll afleiðingar eineltis. Mig dreymdi um að drepa þetta lið sem lagði mig sem verst í einelti og svipta mig síðan lífi. Ég var orðinn það sjúkur að þessi hugsun var orð- in rétt.“ Edrú í þrjú ár Gunnar sagði skilið við Bakkus og eiturlyf í desember árið 2006 og hef- ur verið edrú síðan þá. Fyrir ári fór hann að takast á við það einelti sem hann varð fyrir. „Ég er í tólf spora samtökum og er að vinna í sjálfum mér. Það hef- ur gefið mér helling til baka. Ég hef lært að afneita ekki fortíðinni held- ur gera hana upp. Ég sé betur og bet- ur að ég er ekki ömurlegur. En ég fæ samt niðursveiflur enn þann dag í dag vegna mjög djúps þunglyndis. Ég er á lyfjum til að halda þunglynd- inu niðri og ég skammast mín ekkert fyrir það. Ég skammast mín ekkert fyrir að hafa verið lagður í einelti. Ég er ekki einn. Það er gríðarlega stór hópur á Íslandi sem lendir í einelti.“ Hann segir þunglyndið aðeins einn af fjölmörgum neikvæðum fylgifiskum eineltis. „Afleiðingar eineltis eru hrika- legar. Það er þunglyndi, áfeng- is- og vímuefnaneysla, útilokun, reiði, kvíði ótti og maður verður andlega fatlaður í mannlegum sam- skiptum. Afneitunin er líka svo sterk. Það er ekkert hægt að gera þegar þolandinn er í afneitun. Það er svo erfitt.“ Þögnin drepur Gunnar segir ekki nógu mikið talað um einelti á Íslandi. Hann segir ekki bara þolendur þurfa hjálp heldur einnig gerendur. „Gerandinn þarf auðvitað sál- fræðihjálp alveg eins og ég. Ég upp- lifi fólkið sem horfði á eineltið og sagði ekki neitt líka sem gerendur. Það þorði enginn að standa upp fyrir mig og segja eitthvað. Þögnin, hún drepur. Að þegja yfir einelti er bara dauðadómur. Einelti er ekki búið mál þegar skólinn er búinn. Það getur fylgt fórnarlambinu alla ævi og getur eyðilagt manneskju fyrir lífstíð. Manneskjan á alltaf eftir að bera þessi sár og það er svakaleg vinna í kringum það að byggja sig upp. Mig langar að aðstoð sé aðgengilegri því flestir þolendur vita ekki hvert þeir eiga að leita. Skólinn á líka að bera meiri ábyrgð. Ef krakkar geta ekki opnað sig í skólanum þurfa þeir að opna sig heima fyrir. Ég veit að það eru nemendaráð í mörgum skólum og krakkar geta talað við þau. Það er aldrei hægt að útrýma einelti en nGunnar er ósáttur við að hafa ekki fengið viðeigandi hjálp og vísar í nítjándu grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna . „Hvað erum við að gera með þennan Barn asáttmála ef við getum ekki farið eftir honum?“ spyr Gunnar. 19. gr. 1. Aðildarríki skulu gera allar viðeigandi rá ðstafanir á sviði löggjafar, stjórnsýslu, félags- og menntunarmála til að vernda ba rn gegn hvers kyns líkamlegu og andlegu ofbeldi, meiðingum, misnotku n, vanrækslu, skeytingarleysi, illri meðferð eða notkun, þar á meðal kynferði slegri misnotkun, meðan það er í umsjá annars eða beggja foreldra, lögráð amanns eða lögráðamanna, eða nokkurs annars sem hefur það í umsjá sinn i. LiLjA KAtrÍn GunnArSDóttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is Gunnar Magnús Halldórsson Barnasáttmálinn brotinn fréttir 7. desember 2009 mánudagur 11 AÐ A við getum verið stöðugt á varðbergi með því að opna umræðuna. Ekki bara tala um hana í eina viku á ári eins og hefur verið gert hérna á landi heldur vera stöðugt á varðbergi “ Helvíti að lenda í einelti „Ég er ekkert reiður í dag. Þetta gerðist, ég get ekkert að því gert. Reiði er frá manni sjálfum og mað- ur velur hvort maður er reiður eða hvort maður ætlar að takast á við hlutina. Ég er búinn að læra að maður hleypur ekki frá vanda- málum, maður þarf að vinna í þeim. Það gagnast engum að vera fórnarlamb. Það gagn- ast einhverjum að ég segi sögu mína af skólakerfinu og afleiðingum eineltis. Að ég segi sögu af eftirköstun- um sem eru hræðileg. Það er helvíti að lenda í og lifa með einelti.“ n Ræða við barnið og komast að því hvort grunurinn reynist réttur. Oft reyna börn sem eru lögð einelti að leyna því þar sem þau skammast sín/vilja ekki valda foreldru m sínum vonbrigðum eða áhyggjum. n Leita ráða til dæmis hjá námsráðgjafa eð a sálfræðingi. nHafa samband við umsjónarkennara eða skólayfirvöld. Skólinn á að bregðast við og ganga í málið. n Leita til fræðsluyfirvalda, svo sem skólas krifstofu, fræðsluskrifstofu eða sambærilegra aðila standi viðbrögð skóla e kki undir væntingum. n Fá upplýsingar og ráð hjá menntamálará ðuneytinu, Heimili og skóla eða Olweusaráætluninni gegn einelti. Hvað er til ráða þegar grunur vaknar um einelti? n Börn sem hafa tilhneigingu til að leggja leikfélaga eða skólasystkini í einelti eru talin hafa eitt eða fleiri þessara einkenna: 1. Viðhorf þeirra til ofbeldis er jákvæðara en barna eða unglinga almennt. 2. Þau eiga erfitt með að fara eftir reglum. 3. Þau hafa mikla þörf fyrir að ráðskast með og valta yfir aðra. 4. Þau beita valdi og hótunum til að fá vilja sínum framgengt. 5. Strákarnir eru líkamlega sterkari en félagarnir og einkum sterkari en þolendur eineltisins. 6. Þau eru oft skapbráð, fljótfær og hafa lit la þolinmæði gagnvart hindrunum og frestunum – og fyllast örvæntingu. 7. Þau virðast harðskeytt („töff“) og sýna e kki óöryggi eða ótta. 8. Þau sýna þolendum litla þolinmæði. 9. Þau sýna oft ágenga hegðun, bæði kenn urum og foreldrum. 10. Þau eru fær um að kjafta sig út úr erfið um aðstæðum. 11. Þau eru oft vinsælli í hópnum en þolen dur. 12. Þau eiga erfitt með að setja sig í spor a nnarra. ÚR FRæðSLuHeFtinu eineLti - Góð Ráð tiL FOReLdRa. Ekki fórnarlamb Gunnar neit- ar að líta á sig sem fórnarlamb heldur vill hann deila sögu sinni til að hjálpa öðrum. mynd HEiða HElgadóttir „Það var orðið allt í lagi að verða lam- inn því það greri – hitt ekki.“ HvErjir lEnDa í EinElti? Aðgerðarlausir og undirgefnir þolendur: 1. Hlédrægir, (ofur) varkárir, viðkvæmir og stutt í tárin. 2. Óöruggir og með takmarkað sjálfstraust. 3. Strákarnir eru líkamlega ekki jafnokar skólafélaganna – einkum gerendanna. 4. Strákunum finnst ekki gaman að slást. 5. Þolendur eiga fáa eða enga vini. 6. Þolendur eru hræddir við að detta og meiða sig. 7. Þeir eiga auðveldara með að umgangast fullorðna (foreldra, kennara, þjálfara) en jafnaldra. Ögrandi fórnarlömb eineltis (15–20 af hundraði allra þolenda): 1. Reyna að svara fyrir sig ef ráðist er að þeim, skapbráð. Verður yfirleitt lítið ágengt. 2. Fá á sig þann stimpil að þau séu erfið, eirðarlaus, klunnaleg, óþroskuð. 3. Sum þeirra má líta á sem ofvirk (óróleg, eirðarlaus, með einbeitingarvanda o.fl.). 4. Framkoma þerira fer oft í taugarnar á fullorðnu fólki, t.d. kennurum. 5. Þau reyna stundum að leggja aðra í einelti en tekst illa upp. * Úr bæklingnum Einelti – góð ráð til foreldra frá Heimili og skóla Sálarmorð Einelti skilur eftir sig djúp ör og eru margir alla ævi að vinna sig í gegnum eftirköstin. Myndin er uppstillt. mynd PhotoS.com Foreldrar verða að passa sig Sjöfn segir að foreldrar þurfi að vera góðar fyrirmyndir og passa hvernig þeir tala um aðra í návist barna sinna. Gerendur haldnir vanlíðan Kolbrún segir að gerendur séu í mörgum tilvikum afbrýðisamir út í þolendur eineltis. dV 7. des b Fórnarlamb ein- eltis opnaði sig um afleiðingarnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.