Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Blaðsíða 52
Pólskur morðingi með enskt nafn Þrátt fyrir sitt engilsaxneska nafn var George Chapman pólskur raðmorðingi. Hann fæddist í Póllandi árið 1865 og hét upphaflega Seweryn Antonowicz Klosow- ski. Þegar hann náði fullorðinsaldri flutti hann til Englands, tók upp nýtt nafn og framdi glæpi. Hann var sakfelldur og líflátinn fyrir morð á þremur konum, en er í dag einna helst minnst fyrir þá sök að yfirvöld þess tíma grunuðu hann um að vera raðmorðinginn alræmdi Jack the Ripper, Kobbi kuti. Lesið um pólska morðingjann með enska nafnið í næsta helgarblaði DV. Varalitarmorðinginn Eflaust má leiða líkur að því að orð sem móðir Williams Heirens lét falla þegar hann var ellefu ára hafi haft áhrif á þankagang hans. William átti erfitt með eðlileg samskipti við kvenfólk og leitaði annarra leiða til að upplifa kynferðislega fullnægju. Í fyrstu hefði mátt ætla að Willi- ams Heirens myndi bíða góð ævi. William fæddist árið 1928 og var eina barn foreldra sinna. Foreldr- ar hans voru vel efnaðir og bjuggu í Lincolnwood, úthverfi Chicago. Kreppan mikla, um 1930, hafði ekki teljandi áhrif á líf fjölskyldunnar og ef William Heirens átti við einhver vandamál að stríða voru þau ekki veraldleg heldur sprottin úr huga hans. Ellefu ára að aldri varð Willi- am vitni að atburði sem hrinti af stað heldur óheillavænlegri þró- un; hann sá fólk í samförum. Willi- am sagði móður sinni frá upplifun- inni og fékk þau svör að allt kynlíf væri „óhreint“, og hann myndi fá sjúkdóm ef hann snerti einhverja stúlku. Síðar meir þegar Williams kel- aði við einhverja vinkonu átti hann til að tárast fyrirvaralaust og kasta upp fyrir framan hana. Fullur nið- urlægingar lagði William á flótta frá vinstúlkunum. Þegar leið á unglingsárin fékk William útrás fyrir gremju sína á ýmsa vegu. Hann hóf að klæðast kvenmannsfötum og fékk fullnæg- ingu á meðan hann fletti í gegnum úrklippubók með myndum af Ad- olf Hitler og fleiri háttsettum nas- istum. Innbrot veita fullnægju Árið 1942, þegar William var 13 ára, var hann handtekinn fyrir að koma vopnaður hlaðinni byssu í skólann. Foreldrar hans voru furðu lostnir þegar lögregluna bar að garði og ekki varð undrun þeirra minni þegar riffill og þrjár skamm- byssur fundust á bak við ísskáp- inn og fjögur vopn til viðbótar falin uppi á þaki. Dómari féllst á skilorðsbund- inn dóm að þeim skilyrðum upp- fylltum að William yrði sendur á unglingaheimili í Perú í Indíana- ríki. Þegar William kom heim eft- ir þriggja ára „nám“ settist hann á skólabekk í háskóla Chicago. En meðfram námi þar lagði hann rækt við hæfileika sinn til innbrota, og komst að því að hann fékk kynferð- islega fullnægju við innbrot og þá áhættu að brjótast inn í ókunn hí- býli. Raðfullnæging í kjölfar morðs 3. júní, 1945, var William Heirens í miðju kafi við rán í íbúð í Chicago. Eigandi íbúðarinnar, Josephine Ross, vaknaði við aðfarir Williams og kom honum að óvörum. Án nokkurrar miskunnar réðist Willi- ams á Josephine, skar á háls henn- ar og stakk hana nokkrum sinn- um. Þegar hann sá blóðið virtist sem hann midaðist og hann reyndi í vonleysi að binda sárabindi um háls hennar. Að því loknu ráfaði Williams í reiðileysi um íbúðina í tvo klukkutíma, úr einu herbergi í annað, og naut fjölda fullnæginga. Fjórum mánuðum síðar, 5. október, kom herhjúkrunarkonan Evelyn Peterson Willam að óvör- um þegar hann var að snuðra í íbúð hennar. William kýldi hana í gólf- ið og flýði af vettvangi. Þrátt fyrir að hann hafi skilið eftir sig fingra- för láðist lögreglunni að bera þau saman við skráð fingraför Williams frá fyrri handtökum. Ákall skrifað með varalit Hin 33 ára Frances Brown var ekki jafnheppin og Evelyn Peterson. 10. desember, 1945, þegar hún kom af baðherbergi heimilis síns gekk hún beint í flasið á William þar sem hann var að róta í veskinu hennar. Um leið og hún öskraði skaut William hana tveimur skotum. Síð- an sótti hann hníf í eldhúsið til að fullkomna verkið. Síðan dró hann Frances inn á baðherbergi og reyndi að þvo burt blóðið. Hann skildi við hana í bað- karinu, að hálfu hulda undir inni- slopp. Á spegilinn skrifaði Willi- am, með varalit fórnarlambsins: „Í guðanna bænum náið mér áður en ég drep fleiri. Ég hef ekki stjórn á mér.“ Þessi orðsending varð til þess að William fékk viðurnefnið Vara- litsmorðinginn. Um mánuði síðar, 7. janúar, 1946, réðst William Heirens inn í svefnherbergi sex ára stúlku, Suz- anne Degnan. William nam stúlk- una á brott með sér og skildi eft- ir miða þar sem krafist var 20.000 dala lausnargjalds. Krafan var ein- göngu hugsuð til að rugla lögregl- una í ríminu og veita William svig- rúm. William leitaði ekki langt yfir skammt og fór með Suzanne niður í nærliggjandi kjallara þar sem hann myrti hana og hlutaði lík henn- ar sundur með veiðihníf. Líkams- hlutunum pakkaði Williams inn í dagblöð og kastaði niður í niðurföll þegar hann ráfaði um götur borg- arinnar í morgunhúminu. Rotaður með blómapotti Um mitt ár 1946 var lögreglan engu nær því að leysa morðin á Jose- phine, Frances og Suzanne, en 26. júní dró til tíðinda. Lögreglan hafði verið kölluð út í norðurhluta Chi- cago vegna manns sem sýndi af sér grunsamlega hegðun. William Heirens lét sér ekki bregða þrátt fyrir að standa frammi fyrir einkennisklæddum lögreglu- mönnum. Hann greip til byssunn- ar og tók tvisvar í gikkinn, en byss- an stóð á sér í bæði skiptin. William beið ekki boðanna og upphófust heiftúðug slagsmál á milli hans og lögregluþjónanna sem enduðu ekki fyrr en hann var laminn í höfuðið með blómapotti. George Murman gerði það Í fangelsinu upplýsti William Heir- ens lögregluna um morðin þrjú, en skellti sökinni á „George Murman“, sitt annað sjálf. Murman var stytting á Murder Man, og sagði William að Murman hefði framið morðin. Þrátt fyrir að William hafi bor- ið við geðveiki var hann sakfelldur fyrir þrjú morð í september 1946 og dæmdur til þriggja samfelldra lífs- tíðardóma. Árið 1983 fyrirskipaði dómari að William skyldi sleppt úr fangelsi og skírskotaði til „endur- hæfingar“ Williams, en úrskurðin- um var ógiltur eftir áfrýjun af hálfu saksóknara í febrúar 1984. William Heirens dró síðar játn- ingar sínar til baka og sagðist hafa verið beittur þvingunum og að hann hafi sætt ofbeldi af hendi lög- reglunnar. William mun enn vera fullviss um tilvist George Murman. „Hann er mjög raunverulegur fyrir mér,“ var haft eftir William sem seg- ist einnig hafa talað við Murman nokkrum sinnum og skrifað hon- um orðsendingar. William Heirens hefur verið í fangelsi í 63 ár sem er talið met. UmSJón: KoLbEinn ÞoRStEinSSon, kolbeinn@dv.is 52 föstudagur 11. desember 2009 sakamál Varalitarmorðinginn Williams eftir að hafa slegist við lögregluna í júní 1946. Hann hóf að klæðast kvenmannsfötum og fékk fullnæg- ingu á meðan hann fletti í gegnum úrklippubók með myndum af Adolf Hitler og fleiri háttsettum nasistum. William Heirens Fékk þrjá samfellda lífstíðardóma árið 1946.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.