Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1953, Síða 19

Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1953, Síða 19
Iðnaðarskýrslur 1950 15* að ná inn skýrslum frá öllum hraðfrystihúsum, sem eitthvað kveður að, þá var lögð minni áherzla á innköllun skýrslna frá þeim en öðrum fyrirtækjum yfirleitt. Sama gilti um síldarsöltunarstöðvar og sláturhús, enda eru þetta sérstæðir þættir iðnaðarins, sem oft eru hafðir með sjávarútvegi eða landbúnaði í skýrslugerð. Vafalaust hefði það kostað ærna fyrirhöfn og tekið talsvert lengri tíma að full- gera þessar skýrslur, ef jafnmikil áherzla hefði verið lögð á þessa þætti iðnaðarins og aðra. Allmikið vantar af skýrslum um slátrun, en skýrslum um þá starfsemi hefur líka verið safnað af öðrum aðilum. Lítið fékkst af skýrslum um síldarsöltun, og hefur henni því verið sleppt í iðnaðarskýrslunum. Ástæðan fyrir liinu lága skilahlutfalli í drykkjarvöruiðnaðinum er sú, að langstærsta fyrirtækið í greininni, ölgerðin Egill Skallagrímsson, synjaði skýrslu- gjöf. Skilahlutfall drykkjarvöruiðnaðarins hefði átt að geta orðið 100% eða því sem næst, en vegna afstöðu nefnds fyrirtækis er þessi grein með langlægsta skila- hlutfallið. Skilahlutfallið er hærra í Reykjavík en utan Reykjavíkur, eða 87,1% á móti 73,9% utan Reykjavíkur. Hluti af skýrslunum var ófullkominn, þannig að þær náðu aðeins til hluta af því, sem til var ætlazt, og vísast í því sambandi tU töflu nr. 4 í töfludeildinni og skýringa með henni. Munurinn á 3. og 5. dálki í 1. yfirliti stafar af því, að sum fyrirtæki hafa bland- aða framleiðslu og sumt af vinnuvikunum í 3. dálki er frá fyrirtækjum, sem teljast ekki iðnaðarfyrirtæki, heldur útgerðar- og verzlunarfyrirtæki eða annað (sjá nánar skýringar við töflur nr. 3 og 4). Tryggðar vinnuvikur Ar alls 1941 .................................... 232 423 1942 ................................... 247 459 1943 .................................... 270 823 1944 .................................... 288 602 1945 .................................... 318 754 Tryggöar vinnuvikur Ár ails 1946 .................................. 365 320 1947 .................................. 398 632 1948 .................................. 416 619 1949 .................................. 435 398 1950 .................................. 463 214 Tryggðar vinnuvikur verkafólks í iðnaði hafa næstum því alveg tvö- faldazt síðustu 10 árin. Árið 1941 voru þær 232 423, en 1950 463 214. Má ætla, að mannahald yfirleitt hafi vaxið að sama skapi og tryggðar vinnuvikur, því að langmestur lxluti þess fólks, sem vinnur að iðnaðarstörfum, mun vera tryggð- ur (sbr. skýringar við töflu nr. 3). Erfitt mun hins vegar að fullyrða nokkuð um það, hvort vöxtur framleiðsluverðmætisins og einstakra þátta þess hafi verið nokkuð svipaður, en tölur um útflutning fiskiðnaðarafurða (t. d. freðfisks) benda ótvírætt í þá átt, að svo hafi verið. í töflu nr. 3 eru tölur um tryggðar vinnuvikur 1947—1950 eftir undirgreinum, en í 2. yfirliti hér á eftir eru sýndar breytingarnar á tölu vinnuvikna eftir aðalgreinum þessi 4 ár. Aukningin hefur orðið tiltölulega mest í nokkrum htlum greinum, einkum gúmiðnaði (hjólbarðaviðgerðir, gúmskógerð o. fl.) 78%, pappírsiðnaði (pappa- kassagerð, pappírspokagerð o. fl.) 70% og í „öðrum iðnaði“ (einkum silfursmíði og plastiðnaður) 64%. Einna athyglisverðastur virðist þó vera hinn hraði vöxtur málmiðnaðarins (vélsmiðjur, blikksmiðjur, málmsteypur, ofnasmiðjur o. fl.) ár frá ári. Raftækjagerð, skinna- og leðuriðnaður og steiniðnaður alls konar hafa einnig vaxið allmikið. Miklar sveiflur hafa verið í kemíska iðnaðinum þessi ár sem endranær (einkum síldar- og fiskmjölsvinnsla og lifrarbræðsla). Athyglisverð er stöðnunin í trésmíði á verkstæði og bókaiðnaði (prentun, bókband og prent- myndagerð). Mikill samdráttur hefur orðið í tóbaksiðnaði og drykkjarvöruiðn- aði (öl- og gosdrykkjagerð).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Hagskýrslur um iðnað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um iðnað
https://timarit.is/publication/1130

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.