Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2008, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2008, Síða 12
Miðvikudagur 8. Október 200812 Fréttir xxxxx xxxxx FjármálakerFi á sandi reist 20 % afmælisafsláttur af öllum hefðbundnum myndatökum og stækkunum í október. Nú er um að gera að panta stax Mynd - ljósmyndastofa í 25 ár. MYND Bæjarhrauni 26, Hafnarfirði S: 565 4207 www.ljosmynd.is Þriggja ára gyðja Þriggja ára stúlka, Matina Shakya, í Nepal hefur verið titluð lifandi gyðja, því forveri hennar, Preeti Shakya, var orðin of öldruð og þurfti að setjast í helgan stein, ellefu ára að aldri. Gyðjan Kamari, sem þýðir jómfrú, er í hávegum höfð í Nepal. Að sögn fréttastofunnar ANI er kominn tími til að skipta hinni ellefu ára Preeti út fyrir yngri gyðju, enda ekki með góðu móti hægt að treysta á skírlífi hennar, þegar hún er komin á þenn- an aldur. Heilsuviðvörun á homma Breski presturinn Peter Mullen vill grípa til örþrifaráða í baráttunni við samkynhneigð. Á bloggsíðu sinni lagði Mullen til að heilsuviðvör- un yrðið húðflúruð á bak samkyn- hneigðra manna: „Sódómska er afar hættuleg heilsunni.“ Fljótlega eftir að færslan birtist á bloggsíðu Mullens fékk hann, að sögn breska blaðsins Evening Standard, fyrirmæli um að fjarlægja færsluna, frá yfirboðurum sínum. Síðan sagði hann að ummælin hefðu verið misskilin, þau hefðu verið meint sem grín. „Ég hef ekkert á móti samkynhneigðum og á sjálf- ur samkynhneigða vini,“ sagði Peter Mullen. Þróun mannsins lokið „Þróun mannsins er lokið,“ seg- ir Steve Jones erfðafræðingur við Lundúnaháskóla. Hann telur að stöðvun þróunarinnar megi rekja til fækkunar fullorðinna feðra á Vest- urlöndum. Að hans sögn eru feður yfir þrjátíu og fimm ára aldri líklegri til að framkalla stökkbreytingar. „Samfélagsbreytingar hjá mönnum framkalla oft breytingar á erfða- fræðilegri framtíð mannsins,“ segir Jones prófessor. Hann segir að þó kemísk efni og geislavirk mengun geti breytt erfðum sé helsta hvatann að stökkbreytingu að finna hjá full- orðnum karlmönnum. Benedikt sextándi páfi fer ekki í grafgötur með skoðanir sínar á ástæðu efnahagskreppunnar sem sligar fjármálakerfi þjóða víða um heim nú um stundir. Að sögn páfa sýnir kreppan að fjármálakerfi heims eru „byggð á sandi“ og að einungis verk Guðs eru „gegnheill raunveruleiki“. Við upphaf biskupastefnu í Vatíkaninu vísaði Benedikt páfi til kafla í Matteusarguðspjalli sem fjallar um falsspámenn og sagði: „Sá sem aðeins byggir á sjáanleg- um og áþreifanlegum hlutum eins og árangri, frama og fjármunum byggir hús sitt á sandi.“ Heimskir menn og hyggnir Benedikt bætti við að það sem við blasti nú um stundir; gjaldþrota bankar og fjármunir sem verða að engu, væru hjóm eitt. „Allir þessir hlutir sem virðast vera raunveru- legir eru í raun aukaatriði. Aðeins verk Guðs eru gegnheill raunveru- leiki,“ sagði páfi. Með þeim orðum skírskotaði Benedikt páfi til orða Jesú í sjöunda kafla Matteusar- guðspjalls: „Varist falsspámenn. Þeir koma til yðar í sauðaklæðum, en innra eru þeir gráðugir vargar.“ Jesús bætir síðan við eftirfarandi: „Hver sem heyrir þessi orð mín og breytir eftir þeim, sá er líkur hyggnum manni, er byggði hús sitt á bjargi. En hver sem heyrir þessi orð mín og breytir ekki eftir þeim, sá er líkur heimskum manni, er byggði hús sitt á sandi.“ Debet og kredit Benedikt páfi sextándi notaði tækifærið við opnun ráðstefn- unnar á sunnudaginn til að ráðast að nútímamenningu og sagði að „...þjóðir sem eitt sinn státuðu af mikilli trú og köllun væru að glata sjálfsmynd sinni vegna skaðlegra og niðurrífandi áhrifa ákveðinnar nútímamenningar.“ En páfinn er ekki eini trúar- leiðtoginn sem hefur tjáð sig um efnahagsástandið. Fyrir tæpum þremur vikum gerði Gunnar Þor- steinsson í Krossinum kreppuna að umræðuefni á heimasíðu Krossins. Þar segir Gunnar með- al annars: „Það er panikástand á fjármálamörkuðum. Sveiflurn- ar eru ótrúlegar og manni kemur í hug hvort við séum að nálgast stóra uppgjörið þegar Guð mun leiða í ljós hvað er debet og hvað er kredit.“ Gunnar og Benedikt Efnahagsástandið hefur verið Gunnari ofarlega í huga undan- farið, en ekki líklegt að orð hans hafi jafnmikið vægi og Benedikts páfa í Vatíkaninu. Það kemur eðli málsins samkvæmt ekki í veg fyrir að Gunnar tjái sig um kreppuna og tengi hana trú eða hnignun þar á. Á síðu Krossins er að finna færslu frá fimmta þessa mánaðar og þar dembir Gunnar andkristi inn í þann ólgusjó sem nú skekur must- eri Mammons og í beinu fram- haldi ógnar fjárhagslegri afkomu almennings víða um lönd. Gunnar segir: „Við erum að sjá fyrir augum okkar örðugar tíðir um veröld alla. Minn skilningur á Ritningunni er sá að áður en þrengingarnar skella á með fullum þunga og andkrist- urinn kemur fram á sjónarsvið- ið munu þeir sem lifa sigrandi lífi með Kristi hverfa héðan af jörðu.“ Hér skírskotar Gunnar til kafla úr Þessaloníkubréfi. Efnið og andinn Óhætt er að segja að Gunnar kafar með ummælum sínum ör- lítið dýpra undir brotsjói banka- kreppunnar. Benedikt páfi hélt andkristi utan við ummæli sín um fjármálaþrengingar heims og orsakir þeirra, eða í það minnsta nefndi hann ekki beint. Vissulega má segja að páfi skírskoti til hnign- unar trúar á Guðs ríki og ofurtrú- ar á efnisleg gæði, en hann kveður ekki svo sterkt að orði að fullyrða að þeir sem lifað hafa í anda kristi- legra gilda verði hrifnir úr jarð- heimi. Benedikt páfi hins vegar beinir þeim orðum til fólks að end- urmeta gildismat sitt og ofmeta ekki efnisleg gæði sem eru hverf- ul og horfa til verka og orða Guðs sem standist tímans tönn. Eflaust eru margir sem fórna höndum á þessum síðustu og verstu tímum og geta hvergi leit- að hjálpar nema í trúnni sem hef- ur, þrátt fyrir stefnur og strauma, sem koma og fara, fengið að hald- ast tiltölulega óbreytt með tilliti til gilda og lögmála. Ef að líkum lætur verða það ekki eingöngu almenn- ir borgarar, sem berjast í bökkum vegna þeirra skakkafalla sem nú dynja yfir, sem horfa til himins í von um hjálp á ögurstundu. Vænt- anlega verður einnig um að ræða menn sem horfa á rústir og sviðna jörð, líta um öxl á eigin afrek og biðja Guð sinn um sáluhjálp. KolBEinn þorstEinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Benedikt páfi sextándi notaði tækifær- ið við opnun ráðstefnunnar á sunnu- daginn til að ráðast að nútímamenn- ingu og sagði að „...þjóðir sem eitt sinn státuðu af mikilli trú og köllun væru að glata sjálfsmynd sinni vegna skaðlegra og niðurríf- andi áhrifa ákveð- innar nútíma- menningar.“ Benedikt páfi sextándi notaði tækifærið við upphaf biskupastefnu í Vatíkaninu til að bregða ljósi á orsakir fjármálakreppunnar sem skekur heimsbyggðina. Páfi gagn- rýndi meðal annars ríki heims fyrir að varpa trú og köllun fyrir róða og ítrekaði að aðeins orð Guðs stæðust tímans tönn. Benedikt páfi sextándi varaði við falsspámönnum í ummælum sínum um fjármálakreppuna. mynD AFP erlendarFréttir ritstjorn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.