Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Blaðsíða 60
föstudagur 19. desember 200860 Á ferðinni Skert tjáningarfrelSi uzbeskistan er lýðveldi í mið-asíu með landamæri í Kasakstan í vestri og norðri, Kirg- isistan og tadsjikistan í austri og afganistan og túrkmen- istan í suðri. uzbekistan er lýðveldi að nafninu til en sumir hafa lýst landinu sem lögregluríki. tjáningarfrelsi er verulega skert. Höfuðborgin heitir taskent og búa um 25,5 milljónir manna í landinu sem er 447 þúsund ferkílómetrar að stærð sem er fjórum sinnum stærra en Ísland. umsjón: ásgeir jónsson, asgeir@dv.is Hafdís Hanna Ægisdóttir fór í heldur óvenjulega ferð á dögunum en hún heimsótti Úsbekistan og Kirgisistan en þau lönd eru í Mið-Asíu. Upplifunin var vægast sagt stórkostleg þar sem hún fékk að kynnast ólíkum menningarheimum, stórbrotnu landslagi og borgum sem voru afar þekktar verslunarborgir fyrr á öldum. Ótrúleg upplifun í úSbekiStan „Þetta var eins og að vera stödd í Þús- und og einni nótt,“ segir Hafdís Hanna Ægisdóttir en hún er nýkomin úr æv- intýralegu ferðalagi til Úsbekistan og Kirgisistan í Mið-Asíu þar sem hún heimsótti meðal annars Silkileiðar- borgirnar Samarkand og Bukhara. „Þessar borgir eru fullar af sögu og stórkostlegum byggingum og maður getur rétt ímyndað sér hvernig var að vera þarna á blómatíma Silkileiðar- innar.“ Ástæða þess að Hafdís Hanna fór á svo framandi slóðir í ferðalag var sú að verið var að leita að nemendum fyrir Landgræðsluskólann þar sem Hafdís Hanna starfar sem aðstoðarverkefn- isstjóri. Skólinn vill efla tengsl sín við stofnanir í Úsbekistan og Kirgisistan sem vinna að því að bæta landkosti og stuðla að sjálfbærri nýtingu lands. „Nú eru allar líkur á því að Landgræðslu- skólinn verði til frambúðar frá og með næsta ári hluti af Háskóla Samein- uðu þjóðanna en tilgangur hans er að mennta fagfólk frá þróunarlöndunum í að stemma stigu við landhnignun og eyðimerkurmyndun og bæta þannig landkosti og afkomu íbúa.“ Gamlar rússneskar Lödur Hafdís Hanna dvaldi í löndunum í tvær vikur. Úsbekistan og Kirgisistan eru lönd sem eflaust mörgum finnst erfitt að ímynda sér hvernig eru þar sem fáir hafa farið þangað. „Ég hafði mjög fáar hugmyndir um svæðið áður en ég fór en hafði lesið mér svolítið til um það og talað við fólk sem hafði farið. En þar sem það eru fáir var lít- ið um upplýsingar.“ Hafdísi Hönnu þótti það hins vegar mjög áhugavert að fara á svo ókunnar slóðir. „Það sem vakti mestan áhuga hjá mér í þessari ferð var hin áhugaverða menningar- blanda sem er á þessu svæði og mér fannst oft á tíðum upplifunin vera dá- lítið súrrealísk.“ Silkileiðarborgirnar Samarkand og Bukhara stóðu upp úr að hennar mati en Samarkand er talin vera elsta borg Mið-Asíu eða 2.759 ára gömul. Hún var ein af helstu áfangastöðum Silki- leiðarinnar milli Kína og Evrópu sem og miðstöð verslunar og íslamskra lærdómsskóla fyrr á öldum. Sérlega áhugavert fannst henni að sjá hvernig menningarheimar bland- ast þarna og sást það glöggt á útliti fólks. „Nútíma íbúarnir eru meðal annars afkomendur Persa, Mongóla, Kirgisa, Úsbeka og Rússa og sjást glögglega áhrif Rússlands og Sovét- ríkjanna í þessum löndum. Bygging- ar og sumt í menningunni svo sem matarhefðir, tónlist og fleira minnir á hinn íslamska heim. Langflestir þarna tala rússnesku auk síns móðurmáls og margt er skrifað með kyrillísku letri auk þess sem mikið er af gömlum Lödum á götunum.“ Stíft kerfi í Úsbekistan „Ég fann glöggt fyrir því að Úsbekist- an og Kirgisistan eru annar heimur en við eigum að venjast. Í Úsbekistan er kerfið stíft, hver gistinótt ferðamanna þarf að vera skráð og mér virtist frek- ar náið vera fylgst með náunganum. Í Úsbekistan hitti ég nær eingöngu karl- menn sem fylgdu mér nær hvert fót- mál og virtist sem þeir væru hræddir um velferð mína,“ segir Hafdís Hanna. Hún upplifði Kirgisistan allt öðruvísi og sem mun afslappaðra land. Auð- veldara var að fá landvistarleyfi og eft- irlit með ferðamönnum var minna. „Á meðan Úsbekar eru að mestu ak- uryrkjuþjóð eru Kirgisar hirðingja- þjóð enda er Kirgisistan mjög hálent land.“ Hafdís Hanna kynntist íbúum landanna nokkuð vel þar sem hún dvaldi nánast eingöngu með heima- mönnum, á fundum með yfirmönn- um mismunandi stofnana sem vinna að landbótamálum og með nem- endum. „Mér þykja forréttindi að fá að kynnast heimamönnum á ferða- lögum til framandi landa enda finnst mér maður þá fá réttari mynd af þeim stöðum sem maður heimsækir. Ég upplifði heimamenn sem einstaklega gestrisið og vingjarnlegt fólk. Þeir eru stoltir af uppruna sínum og maður tók eftir því að þeim er í mun að efla menningu sína eftir Sovéttímann. Það sem stendur upp úr í þessari ferð er að hafa fengið að fræðast af heimamönn- um um þau vandamál, ekki síst um- hverfisvandamálin, sem þeir eiga við að glíma.“ Mið-asískt matarboð Matar- og handverksmennig Mið-As- íubúa kom Hafdísi Hönnu einna helst á óvart en henni finnst hún minna á Ísland. „Íbúar lifa mikið á kjöti og mjólkurvörum eins og við Íslendingar og ég fékk eina bestu kjötsúpu sem ég hef smakkað í þessari ferð.“ Handverkið bæði í Kirgisistan og Úsbekistan svipar einnig sumt hvert mjög til íslensks handverks og maður getur því ímyndað sér hvort handverk- ið hafi ekki, eins og margt annað, ferð- ast með fólki Silkileiðina fyrr á öldum. Hafdís Hanna fékk einnig að upp- lifa ekta matarmenningu í heimahúsi þegar henni var boðið í mat af einum af gestgjöfum sínum í Bukhara. „Þetta var svona ekta eins og maður ímynd- ar sér í múslimskum heimi. Það var endalaust boðið af brauði en brauð- menningin er sérstök. Þar er borið fram eitt brauð í einu sem fólk lætur svo ganga á milli sín. Svo var boðið upp á jógúrt og afar matarmikinn kjötrétt. Þetta borðuðu svo allir af sama diskn- um. Við fengum grænt te með matn- um en það er hefð að svart eða grænt te sé borið fram með öllum mat. Þetta var mjög spennandi að upplifa.“ Það sem vakti líka athygli Hafdís- ar Hönnu var að kona gestgjafans var ekki inni í herberginu á meðan borð- að var. Að loknu boðinu var hún svo leyst út með gjöfum. Flókin umhverfisvandamál Eins og áður kom fram fór Hafdís Hanna í ferðalagið á vegum vinnu sinnar. Landgræðsluskólinn ákvað að efla tengsl við Mið-Asíu vegna þess að mörg lönd þar, og þar með talið Kirg- isistan, Úsbekistan og Tadsjikistan, glíma við margvísleg og flókin um- hverfisvandamál tengd ofbeit bú- fjár, ofsöltun jarðvegs vegna áveitna og illa skipulagðrar landnýtingar. Mörg þessara vandamála eru arf- leifð Sovéttímans og glíma löndin enn við afleiðingar ákvarðana sem þá voru teknar. Ennfremur hrundi efnahagskerfi landanna við fall Sov- étríkjanna. „Ég upplifði þessi lönd sem mjög ólík lönd þó að mér hafi ekki gefist tækifæri, í þessari ferð, til að skoða mig um að neinu viti í Kirgisistan. Mér þykir landið mjög áhugavert með stórkostlegri náttúru og áhugaverðri menningu sem gaman væri að skoða síðar,“ segir Hafdís Hanna að lokum. Í matarboði Hafdísi var boðið í mat þar sem hún upplifði ekta múslimska menningu. Registan í Samarkand í Úsbekistan ein þekktasta bygging mið-asíu sem var miðpunktur borgarinnar fyrr á öldum. Hnetur og ávextir á markaði í Úsbekistan Hafdís hafði einstaklega gaman af því að skoða markaðina. Orðnar köfunar- leiðSögumenn Á kafi í kreppunni eftir tveggja vikna dvöl í innkeyrsl- unni hjá vinum okkar var tími til kominn að færa sig um set. Við kynntum okkur leigumarkaði en vegna atvinnuleysis höfum við ekki efni á að eyða 20 þúsund krónum á viku í herbergi. Í atvinnuleitinni römbuðum við inn á köfunarmiðstöð sem býður upp á ódýra gistingu í skiptum fyrir smá vinnu. Vinnan felst í því að undirbúa og hjálpa til við köfunarferðir sem hægt er að fara með í. Það sem sú litla er ekki með köfunarréttindi er hún núna komin á námskeið fyrir síðustu heimildina á Visa-kortinu. ef við verðum duglegar að fara með í köfunarferðir getum við fengið fría gistingu og jafnvel laun fyrir að vera köfunarleiðsögu- menn. Við höfum eytt bróðurparti síðastliðinna daga undir sjávarmáli. Þar höfum við rekist á risaskjaldbök- ur, litla hákarla, kolkrabba og fiska af öllum stærðum, gerðum og litum. Skúra, skrúbba, bóna Í skuldasúpunni tókum við upp á því að hengja upp auglýsingu í súpermarkaðnum þar sem við buðum okkur nánast til sölu. Heppnin var með okkur því stuttu seinna fengum við vinnu við að þrífa sumarhús einu sinni í viku. Við fengum ekki aðeins vinnu heldur líka svona fína vinnugalla í kaupbæti. Við fáum að svitna í skærbleikum póló- bolum með eiturgræn hárbönd á hausnum. Það er ekki öll vitleysan eins nei, annars erum við að fara í atvinnuleit á morgun. Vinnan felst í því að selja indverska silkikjóla í verslunarmiðstöðvum. Það er reyndar töluvert úr karakter en allt er jú hey í harðindum. Það er allaveg- ana aðeins að birta til í atvinnuleit- inni. svo er bara að muna að bera á sig sólarvörn hérna á suðurhvelinu. SÓlveig Og bryndíS sKrifa frá ástralÍu: NÚ GETUR ÞÚ LESIÐ DV Á DV.IS DV er aðgengilegt á dv.is og kostar netáskriftin 1.490 kr. á mánuði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.