Lögmannablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 24

Lögmannablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 24
Verkfall grunnskólakennara er brostið á ogekki talin ástæða til viðræðna næstu daga, svo mikið ber á milli. Þótt verkfallið snerti lög- menn ekki umfram aðra held ég að þeir hljóti að vona að lausn finnist á hið snarasta, vonandi áður en þetta er lesið. Að venju er verkfallið því að kenna hversu óbilgjarn gagnaðilinn er. Ég ætla ekki að taka afstöðu til þess hvor hafi meira til síns máls. Mér finnst hins vegar alltaf jafn- merkilegt að hlusta á forsvarsmenn deilenda í kjaraviðræðum. Af mál- flutningi er sjaldnast hægt að ráða að menn fáist við sama viðfangsefnið. Deilendur eru nánast aldrei sammála um hvernig gildandi samningur sé og því hlýtur að vera vonlítið að ná saman um nýjan samning. Komi menn sér ekki saman um hvar þeir eru hlýtur að vera erfitt að vita hvert þeir ætla. Þótt þetta birtist með svo skýrum hætti í kjaradeilum finnst mér þjóðfélagsumræða almennt svolítið þessu marki brennd. Hún er alltof oft rifrildi um staðreyndir. Fyrir vikið verður hún iðulega bæði innihaldsrýr og árang- urslítil. Rökræða, sem ekki er byggð á stað- reyndum, getur ekki orðið annað en karp. Rök- ræða um það hvort dagurinn í dag sé laugardagur eða sunnudagur á ekki rétt á sér, menn líta ein- faldlega á dagatalið. Stundum skáka menn reyndar í þessu skjóli. Slengja inn í umræður einhverju, jafnvel gegn betri vitund, í trausti þess að viðmælandinn geti ekki hrakið það. Sé þetta leiður vani í rökræðu manna á milli er hálfu verra ef ríkisvaldið fer fram með þessum hætti. Leggi jafnvel heilu málin upp á grundvelli „staðreynda“ sem eiga sér bara stoð í fullyrð- ingum. Því miður hefur það borið við undanfarið. Mér finnst sem stjórnvöld og löggjafinn búi til „vandamál“ til þess að finna megi lausnir. Með tilbúnum vandamálum á ég við að ekki sé sýnt fram á tilvist þeirra með þeim hætti að staðreynt geti talist. Grundvöllur að slíkum „vandamálum“ er tíðast lagður með því að segja það ástand, sem talið er vandamál, myndi hvergi annarstaðar líð- ast. Það er jafnvel tvítekið og ratar síðan í leiðara. Íslendingar vilja síst vera eftirbátar annarra. Það sem ekki líðst annarstaðar, og er jafnvel tví- tekið, má heldur ekki líðast á Íslandi. Þess vegna verður að setja lög, sem koma í veg fyrir vanda- málið, enda kunnara en frá þurfi að segja að öll mannanna vandamál má lagfæra með lagasetningu. Fjölmiðlamálið svokallaða var augljóst dæmi um þetta. Þar var því haldið fram að hér hefði skapast ástand sem hvergi annarstaðar myndi líðast. Lá þó fyrir að fjölbreytni í fjölmiðlum var meiri en hún hefur verið um árabil. Það er líka merki- legt að í þeirri umræðu allri skuli norskt félag að nafni Schibsted ASA (www.schibsted.no/no/) ekkert hafa borið á góma, svo tamt sem okkur er að bera okkur saman við granna okkar í Skand- inavíu. Félagið, eða öllu heldur samstæða þess, á tvö útbreiddustu dagblöð Skandinavíu, Verdens Gang í Noregi og Aftonbladet í Svíþjóð. Það á einnig næstútbreiddasta dagblað Noregs, Aften- posten og fjölda svæðisblaða. Enn er það stærsti einstaki hluthafi stærstu einkareknu sjónvarps- stöðvar í Noregi, TV2. Eru þá ótalin ítök í alls kyns öðrum miðlum um alla Skandinavíu og umfangsmikil útgáfustarfsemi. Félagið er á markaði en fyrrum einkaeigandi þess í raun ein- ráður um málefni þess, kjósi hann það. Ekki er að sjá að ástæða hafi verið talin til þess að taka á þessu „ástandi“ með lagasetningu eða það teljist sérstakt vandamál. Annað dæmi er nýútkomin skýrsla nefndar viðskiptaráðherra um íslenskt viðskiptalíf. Í henni er lagt til að setja eða breyta reglum til þess að taka á „vandamálum“. Þó hefur alls ekk- ert verið sýnt fram á að þau séu til staðar, þótt því hafi reyndar verið slegið fram, jafnvel tví- tekið og skrifað í leiðara. Á grundvelli skýrsl- unnar eru orðin til, á mettíma, frumvörp til breytinga á lögum um hlutafélög og einkahluta- félög. Breytir engu þar um að helstu fulltrúar viðskiptalífsins, með Verslunarráð, Samtök atvinnulífsins og Kauphöll Íslands í fararbroddi, vara við reglusetningunni. 24 3 / 2 0 0 4 PIST ILL FORMANNS: Gunnar Jónsson hrl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.