Lögmannablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 34

Lögmannablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 34
34 heimild til að lækka eða fella niður bótaskyldu starfsmanns á grundvelli velferðarsjónarmiða. Síðan er tekið fram í greinargerðinni að með 23. gr. sé stefnt að sama marki og sérstakar lækkunar- heimildir, og sé ákvæðinu ætlað að gilda um alla hópa launþega. Sé ákvæðið þannig orðað að unnt sé að koma fram bótaábyrgð á hendur starfsmanni ef nauðsynlegt þykir af varnaðarástæðum.2 Þegar meta á hvort skilyrði séu fyrir hendi til þess að víkja frá meginreglunni í 3. sbr. 1. mgr. 23. gr. um að starfsmaður beri ekki skaðbótaá- byrgð gagnvart vinnuveitanda sínum er viðmiðið hvað telja má sanngjarnt þegar litið er til sakar og stöðu starfsmannsins og atvika að öðru leyti. Það er vinnuveitanda, þ.e. þess sem krefur starfsmann um bætur að sanna að skilyrði þess að víkja megi frá meginreglunni séu uppfyllt.3 Umfjöllunin snýr þannig að undantekningarreglu frá meginreglu sem aðeins kemur til greina að beita ef nauðsynlegt þykir út frá varnaðarsjónar- miðum eins og segir í greinargerðinni. Það liggur því í hlutarins eðli að heimild þessa ber að túlka þröngt. Hér skal sérstaklega bent á tl. 4.11. í greinargerð með skaðabótalögum en þar segir eft- irfarandi: „Enn fremur er dregið að miklum mun úr bótaskyldu starfsmanns sem veldur tjóni í vinnu í þágu vinnuveitanda þótt tjónþoli njóti ekki tryggingargreiðslna.“4 Skal nú leitast við að gera grein fyrir þessum skilyrðum. A. Þegar litið er til sakar Til þess að vikið verði frá meginreglunni um að starfsmaður beri ekki skaðabótaábyrgð gagnvart vinnuveitanda sínum þarf m.a. að liggja fyrir að tjón verði rakið til stórkostlegs gáleysis eða ásetn- ings starfsmanns. Þannig blasir við að einfalt gáleysi starfsmanns dugar almennt ekki til þess að fella bótaábyrgð á hann. Þetta er í fullu samræmi við þá reglu sem gildir um bótaábyrgð starfs- manns vegna tjóns sem vátrygging tekur til, sbr. 3. mgr. 19. gr. skaðabótalaga,5 en þar segir: „Hafi starfsmaður valdið tjóni sem munatrygg- ing, rekstrarstöðvunartrygging eða ábyrgðartrygg- ing vinnuveitanda hans tekur til er starfsmaðurinn ekki skaðabótaskyldur nema tjónið verði rakið til ásetnings eða stórfellds gáleysis.“ Þá verður að telja, séð í ljósi þeirra sjónarmiða sem leggja á til grundvallar mati á bótaskyldu starfsmanns skv. 23. gr. skaðabótalaga, að starfs- maður verði mun fremur talinn bótaskyldur ef tjón verður rakið til refsiverðrar háttsemi. Eftirfarandi dóma má nefna sem dæmi þess að bótaskylda starfsmanns skv. 23. gr. byggir almennt ekki á einföldu gáleysi og refsivert brot er mun líklegra til þess að valda bótaábyrgð starfsmanns: U 2002:1306 V. Málavextir voru þeir að A sem var forstöðumaður diskóteks þar sem B og C höfðu vínveitingarleyfi og töldust því vinnuveitendur A, var dæmdur bóta- skyldur vegna afleiðinga ofbeldisbrots gagn- vart viðskiptavini D. Nánar tiltekið voru atvik þau að A ýtti D með báðum höndum sem við það féll niður tröppur og slasaðist. Í niðurstöðu dómsins segir að þar sem tjónið verði rakið til refsiverðrar háttsemi séu ekki forsendur til að lækka bótafjárhæð úr hendi A. Hvað varðar uppgjörið milli A annars- vegar og B og C hinsvegar segir dómurinn að samkvæmt meginreglu 23. gr. skaðabóta- laga skuli vinnuveitandi á endanum bæta tjónið en ekki starfsmaðurinn. Hinsvegar taldi dómurinn, séð í ljósi þess að um refsi- vert brot forstöðumannsins var að ræða, að A ætti að bera 2/3 hluta tjónsins og B og C 1/3 þess. Ástæða er til að ætla að ef tjónið hefði ekki verið rakið til refsiverðrar háttsemi A hefði dóm- urinn talið að vinnuveitandinn ætti að bæta tjónið að fullu. FED 1996.1340. Málvextir voru þeir að bílstjóri vöruflutningabíls olli umtalsverðu tjóni á bifreiðinni, tjóni sem rakið var til ölv- unaraksturs hans. Áfengismagn í blóði bíl- stjórans 2 klst. eftir óhappið mældist 1,37 pro. mill. Vestari Landsréttur taldi brot bíl- stjórans mjög gróft, svo gróft að ekki væru forsendur til annars en að hann bæri bótaá- byrgð á því gagnvart vinnuveitanda sínum. Höfundi er ekki kunnugt um að Hæstiréttur Íslands hafi fyrir dóminn í máli nr. 482/2003 með beinum hætti fjallað um þá spurningu hvort starfs- maður beri bótaábyrgð gagnvart vinnuveitanda sínum samkvæmt 23. gr. skaðabótalaga. Í eftirfar- andi dómi reyndi þó á skaðabótaábyrgð vegna afleiðinga refsiverðrar háttsemi, en ekki verður séð að aðilar máls hafi haldið því fram að 23. gr. skaðabótalaga ætti við um tilvikið. H 1998:4196 (sjá og H 1996:1199). Þ sem var starfsmaður Áburðarverksmiðju ríkisins og síðar Áburðarverksmiðjunnar hf. annað- ist reiknishald fyrir Lífeyrissjóð starfsmanna Áburðarverksmiðju ríkisins í þrjú ár og var síðan umsjónarmaður sjóðsins og aðalmaður 3 / 2 0 0 4

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.