Lögmannablaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 11

Lögmannablaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 11
11 þeir séu að láta fjölmiðla fá gögn. Það er hins vegar óþolandi fyrir lögmenn að þegar gögn rata til fjölmiðla eftir einhverjum óljósum króka- leiðum séu þeir grunaðir um „glæpinn“ eins og aðrir sem aðgang hafa að þeim. Frumskylda lögmanna samkvæmt 1. grein Codex Ethicus er að efla rétt og hrinda órétti. Þetta leggur strax þá skyldu á herðar lögmanna að koma ekki fram í fjölmiðlum með valkvæðar upplýsingar um afdrif einstakra mála hjá yfir- völdum þar sem skautað er yfir þau atriði sem nið- urstaða málsins byggist á. Sem betur fer eru þau tilvik afar sjaldgæf enn sem komið er en hafa þó komið upp. Alvarlegast er þegar lögmaður, sem er ósáttur við dómsniðurstöðu, ákveður að koma fram í fjölmiðlum og flytja málið þar á nýjan leik. Finna má dæmi þess að lögmaður komi fram í fjölmiðlum með einhliða málflutningi þar sem ekki er getið um mikilvægar staðreyndir og máls- ástæður gagnaðila svo og forsendur dómsins sem niðurstaðan byggist á. Með slíkri háttsemi verður að telja að vegið sé að dómsvaldinu með alvar- legum hætti. Þannig hlýtur almenningur oft á tíðum að taka meira mark á því ef starfandi lög- maður tjáir sig með þessum hætti um vinnubrögð dómstóla heldur en þegar einstaklingur sem tapað hefur máli tjáir sig. Það er eðlileg krafa til lög- manna að þeir passi upp á að sýna dómstólum fulla tillitssemi og virðingu í ræðu, riti og fram- komu, eins og 19. grein Codex Ethicus segir til um. Mikilvægi fjölmiðla Flestir eru sammála um að fjölmiðlar hafi mik- ilvægu hlutverki að gegna í lýðræðisríki og séu aðhald fyrir ákæruvaldið og dómstólana. Af þeirri ástæðu er m.a. meginregla réttarfars sú að þing- höld skuli vera opin og einungis í undantekningar- tilvikum heimilað að meðferð dómsmála sé lokuð. Ekki er síður mikilvægt það hlutverk fjölmiðla að upplýsa almenning um meinbugi sem eru til staðar í þjóðfélaginu. Þar af leiðandi er umfjöllun fjölmiðla um lögfræði, lögreglurannsóknir og dómsmál vissulega nauðsynleg en þarf að vera vönduð, sanngjörn, málefnaleg og byggð á virð- ingu fyrir viðfangsefninu. Hér eins og alls staðar gildir reglan: Aðgát skal höfð í nærveru sálar. „Það er ekki frétt hver hafi komið eða ekki komið til lögmanns“ sagði reyndur hæstaréttar- lögmaður við greinarhöfund er hann var að stíga sín fyrstu skref í lögmennskunni. Þetta eru gömul sannindi og góð áminning til allra lögmanna þegar kemur að fjölmiðlaumfjöllun um einstök mál umbjóðanda lögmanna. Þetta á sér einnig stoð í 6. grein siðareglna lögmanna sem kveður á um að upplýsingar sem lögmaður fái í starfi skuli haldið frá óviðkomandi, þótt lögboðin þagnarskylda banni það ekki. Hins vegar kann það að vera í breyttu umhverfi fjölmiðlaumfjöllunar að lög- menn þurfi að tjá sig um málefni umbjóðanda sinna sama hversu lítið þeir kæra sig um það. L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð » Margir fjölmiðlamenn fjalla mjög vel um dómsmál og vilja vanda umfjöllun sína. Að sjálfsögðu getum við ekki ætlast til að þeir skrifi um dómsmál eins og útlærðir lögfræðingar með margra ára starfsreynslu úr lögmennsku eða dómarastörfum. Það eru hins vegar margir fjölmiðlamenn sem vilja vanda sig og afla sér réttra upplýsinga. Þess vegna er mikilvægt að þegar fjölmiðlamenn hringja í lögmenn til að afla upplýsinga um mál, þá taki lögmenn þeim vel og veiti þeim upplýsingar eftir því sem lögmönnum er heimilt að fjalla um mál skjólstæðinga sinna. Lögmaður

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.