Lögmannablaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 19

Lögmannablaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 19
19 fest bann við slíkum myndatökum. Hann taldi að ef ekki yrði breyting á háttarlagi fjölmiðla varð- andi myndatökur og myndbirtingar mætti búast við að hugað yrði að löggjöf þar um. Sigurður Tómas ræddi að því búnu um meðferð sakamála í dómskerfinu og þá gagnrýni sem það fengi oft á tíðum vegna einstakra dóma. Hann lagði áherslu á að til þess að dómstólar gætu gegnt hlutverki sínu sem einn af máttarstólpum lýðræð- islegs þjóðfélags væri mikilvægt þeir nytu trausts. Það traust kæmi m.a. í gegnum fjölmiðla sem hefði áhrif á skoðanamyndun almennings og því væri mikilvægt að umfjöllun fjölmiðla væri vönduð. Dómstólum væri óhægt um vik að halda uppi vörnum þegar þeir væru gagnrýndir en þeir ættu að aðstoða fjölmiðla með því að veita þeim sem greiðastan aðgang að þeim upplýsingum sem á annað borð væri heimilt að veita. Milli dómstóla og fjölmiðla yrði að ríkja gagnkvæmt traust. Erfiður línudans fjölmiðla Sveinn Helgason, fréttamaður á ríkisútvarpinu, ræddi um ólík vinnubrögð ólíkra fjölmiðla. Ágengir fjölmiðlar ættu að vanda sig og frétta- menn þyrftu að nota dómgreind sína. Ágengir fjölmiðlar eins og DV væru nauðsynlegir því þeir þyrðu að taka á málum með öðrum hætti en aðrir fjölmiðlar. T.d. biðu aðrir fjölmiðlar stundum eftir því að DV hefði fjallað um málið áður en þeir fjölluðu um það. Þetta væri hins vegar erfiður línudans og stundum yrði mönnum á í messunni. Sveinn sagði ennfremur að ekki væri til einhlítt svar um hvar mörkin væru í umfjöllun um saka- mál en ekki mætti skjóta sendiboða válegra tíð- inda. Fjölmiðlamenn ættu að segja satt og rétt frá og endurspegla það samfélag sem við byggjum í. Niðurlæging sakborninga Að loknum framsöguerindum voru pallborðs- umræður og m.a. rætt um hvort huga þyrfti að lagasetningu um birtingu mynda af sakborningum eins og eru í Noregi og Danmörku. Ekki voru allir á sama máli um það og m.a. var tekið dæmi af myndatöku þar sem sakborningur var fluttur fyrir dómara, berfættur í baðsloppi og sætti þannig óásættanlegri meðferð lögreglu sem eftir opinbera umfjöllun um málið breytti starfsháttum sínum. Brynjar Níelsson lögmaður sagði að umfjöllun sumra fjölmiðla miðaði oft að því að niðurlægja og hæða sakborninga. Fjölmiðlar hefðu tekið að sér hlutverk gapastokksins sem notaður var á öldum áður í sama tilgangi. Fjölmiðlamenn sem skrifuðu um sakamál væru oft þeir sem væru yngstir og óreyndastir í starfi. Sum skrif þeirra um viðkvæm mál einkenndust af skilningsleysi um líðan fólks sem tengdust málunum og báru jafnvel keim af hreinni mannvonsku oft á tíðum. Brynjar taldi nauðsynlegt að ákveðnir fjöl- miðlar sýndu meiri nærgætni í umfjöllum um við- kvæm sakamál og ekki yrði gengið lengra í slíkri umfjöllun en eðlilegt og nauðsynlegt væri. Óvönduð og óþörf fjölmiðlaumræða væri oft þungbærari sakborningum en fangelsisvist. Lög- menn kæmust ekki hjá því oft á tíðum að vera í hlutverki sálgæsaluaðila fyrir sakborninga og fjöl- skyldur þeirra, sérstaklega þegar sakborningur væri í einangrunarvist, og þyrfti þá lögfræði- menntunin að duga til að sinna því starfi. Flest spjót beindust að umfjöllun DV á saka- málum en Kristján Guy Burgess, fréttastjóri, sagði DV skilgreina sig sem ágengan fjölmiðil sem þó hefði hugmyndir um hversu langt mætti ganga í umfjöllun mála. Stundum næði blaðið árangri með ágengni sinni og stundum ekki. DV væri ungt blað sem verið væri að þróa áfram og hefði kosið að gera sínar eigin siðareglur með þá grunnhug- mynd að fjölmiðlar væru ólíkir. EI L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð Pallborðsumræður. F.v.: Kristján Guy Burgess fréttastjóri DV, Sr. Halldór Reynisson fjölmiðlafræð- ingur og verkefnisstjóri Biskups- stofu, Bogi Nilsson ríkissaksókn- ari, Ólöf Pétursdóttir dómstjóri og Brynjar Níelsson lögmaður en hann var fulltrúi LMFÍ á mál- þinginu.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.