Lögmannablaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 8

Lögmannablaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 8
Lögmennirnir Kristín Edwald og Einar Karl Hallvarðsson eiga tvö börn, Snædísi fimm ára og Helga tveggja ára. Kristín er einn af eigendum LEX, sem er önnur stærsta lögmanns- stofa landsins, en Einar Karl starfar hjá ríkislögmanni. Við spurðum hvort það sé erfitt fyrir hjón að vera í lögmennsku og leggja jafnframt áherslu á fjölskyldulíf? Einar Karl: Já, já, ég held að það sé erfitt að vera bæði í lögmennsku en það er ekki þar með sagt að það sé ómögulegt. Bara gaman. Kristín: Það koma tímar sem geta verið flóknir. Um daginn hittist svo á að við vorum bæði í Hæstarétti sama dag og í málflutningi í héraðsdómi daginn áður. Þegar svo stendur á má svo sem ekkert út af bregða ef dæmið á að ganga upp. Einar Karl: Ég myndi lýsa því þannig 8 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 2 / 2006 Lögmennska og fjölskyldulíf Lögmannsstarf og fjölskyldulíf þarf ekki að fara illa saman. Langir vinnudagar og ójafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs er þó talin helsta ástæða þess að ungir lögmenn í Danmörku og Svíþjóð sækja í önnur störf. Lögmannsstofurnar þar virðast vera með ósveigjanlegt skipulag sem gefi fjölskyldu- fólki, og öðrum sem vilja annað vinnufyrirkomulag, fáa valkosti. Svipaðar raddir heyrast frá Banda- ríkjunum, eins og fram kemur í ritstjórnarpistli blaðsins. Til að fræðast um stöðu mála á Íslandi ræddi Lögmannablaðið við þrenn pör um hvernig þeim tekst að samræma fjölskyldulíf og starfsferil en þau eru öll lögmenn, ýmist sjálfstætt starfandi, fulltrúar á stofu eða í vinnu hjá ríkinu. Auðveldara að vera fræg poppstjarna Viðtöl: Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir og Eyrún Ingadóttir. að þegar við erum bæði í málflutningi á sama tíma þá er annað hvort dag- mamman veik eða börnin. Það er alveg einboðið. Það er frekar snúið á meðan á því stendur en eftir á að hyggja er það mjög þroskandi og brýnir fyrir manni forgangsröðunina. Er þetta öðruvísi hjá vinum og kunn- ingjum sem eru í annars konar störfum? Kristín: Nei ég held að allir séu í sama pakkanum. Takið þið jafna ábyrgð á heimili og barnauppeldi? Kristín: Einar Karl tekur að minnsta kosti ekki minni ábyrgð en ég. Ég er að vísu duglegri við að prjóna á krakk- ana. Einar Karl: Ég held að það væri miklu auðveldara ef frú Kristín væri áfram hæstaréttarlögmaður og ég yrði til dæmis fræg poppstjarna! Það er hlutskipti sem ég sé algjörlega fyrir mér í hyllingum. Frægar poppstjörnur eru mikið heima fyrir. Kristín: Þú verður bara að fara að vinna í því. Einar Karl: Ég keypti mér einmitt nýjan gítar um daginn. Ég er ekki að lasta núverandi ástand en mjög oft sé ég þetta fyrir mér í hyllingum. Kristín: Seinast þegar ég vissi ætlaði hann vera heima og yrkja, nú ætlar

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.