Lögmannablaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 28

Lögmannablaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 28
Síðustu misserin hefur mjög færst í vöxt að lögmenn gagnrýni störf lög- reglu og ákæruvalds. Þótt stundum eigi slík gagnrýni fullan rétt á sér og sé málefnaleg þá gerist það því miður oft að rangt er farið með. Hefur ákæruvaldið að mestu látið það yfir sig ganga, jafnvel þótt langt sé gengið í rangfærslum, enda ekki í góðri aðstöðu til að svara fyrir sig og fjalla um einstök mál. Þetta virðist hafa leitt til þess að sumir lögmenn hafa gengið á lagið og farið mikinn í fjölmiðlum, líklega með það að leið- arljósi að ef eitthvað sé sagt nógu oft þá fari menn að trúa því, sé því ekki mótmælt. Í síðasta tölublaði Lögmannablaðsins birtist grein eftir Garðar G. Gíslason hdl. sem hann kaus að nefna „Á skal að ósi stemma“. Fjallar hann þar um tvo nýlega dóma Héraðsdóms Reykja- víkur sem hann telur vera ranga, að því er virðist aðallega vegna mistaka lögreglu og ákæruvalds við rannsókn málanna og ákærugerð. Var reyndar fallist á málatilbúnað ákæruvaldsins í báðum þessum málum en af grein lögmannsins má ráða að það megi helst rekja til þess að dómarar í umræddum málum hafi verið mataðir á röngum staðreyndum af ákæranda málsins og kokgleypt þær án þess að verjendur ákærðu fengju neitt við ráðið. Fyrra málið Fyrra málið sem lögmaðurinn fjallar um í umræddri grein er dómur Hér- aðsdóms Reykjavíkur frá 11. október 2005, í máli nr. S-737/2005, þar sem stjórnarmaður í einkahlutafélagi var ákærður fyrir að hafa vanrækt að standa skil á innheimtum virðisauka- skatti og staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfs- manna einkahlutafélagsins. Í grein lögmannsins segir m.a.: „Ákæran í málinu byggði að stórum hluta á skýrslum og skilagreinum sem staðin voru skil á eftir að ákærði hvarf frá störfum hjá félaginu. Af þeim sökum var hinn ákærði í raun ekki í stakk búinn til að tjá sig um efnislegt réttmæti þeirra.“ Þetta er rangt. Ákærði í málinu var starfandi hjá félaginu allan þann tíma sem ákært var vegna og var það ekki einu sinni umdeilt í málinu. Undirrit- aði hann t.d. sjálfur flestar virðisauka- skattsskýrslur vegna þeirra tímabila sem ákært var vegna. Einu virðisauka- skattsskýrslurnar sem ákærði kvað hafa verið skilað eftir að hann hætti störfum hjá félaginu var leiðrétt- ingaskýrsla virðisaukaskatts sem varð- aði m.a. tvö tímabil sem ákært var vegna og skýrsla sem varðaði eitt tíma- bil. Það kom hins vegar fram í gögnum málsins að leiðréttinga- skýrslan var í raun lögð fram af ákærða sjálfum skömmu áður en hann hætti störfum, þótt það hafi reyndar ekki hlotið umfjöllun í dómnum. 28 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 2 / 2006 Gagnrýni á lögreglu og ákæruvald svarað Björn Þorvaldsson, löglærður fulltrúi hjá RLS.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.