Lögmannablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 4

Lögmannablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 4
4 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2008 Á sama tíma og íslenskir lögmenn fjölmenntu í ferð Lögmannafélagsins til Nýja Íslands í Vesturheimi í ferð til fortíðar, bankaði fortíðin upp á hér heima. Á örfáum sólarhringum hrundi íslenska bankakerfið svo að segja til grunna. Íslenska bankakreppan er sú stærsta í sögunni þegar miðað er við landsframleiðslu. Eftir þessar miklu hamfarir blasir við breytt mynd - Nýja Ísland, segja sumir. Ekki er ýkja langt síðan farið var að tala um nýja hagkerfið og gamla hagkerfið hér á landi. Það er dálítið kaldhæðnislegt gömlu bankarnir störfuðu í nýja hagkerfinu en „Nýju“ bankarnir munu í raun starfa í gamla hagkerfinu. Það er ekki síður kaldhæðnislegt að íslenskir lögmenn, sem héldu á vit fortíðar Nýja Íslands í Vesturheimi, snéru heim til nýrrar fortíðar í gamla landinu. Framundan er mikil endurskoðun á reglum um fjármálamarkaði, ekki bara hér á landi heldur á heimsvísu. Ísland hefur verið hluti af alþjóðlegu fjármálahagkerfi og vonandi verður sú raunin áfram. Á sama hátt og Íslendingar héldu áfram að sækja sjóinn og björg í bú, þrátt fyrir reglulega skipskaða og mikið manntjón, þá verða þeir að halda áfram þátttöku sinni í alþjóðlegum viðskiptum, þrátt fyrir það áfall sem nú hefur riðið yfir. Hér á landi er til staðar gríðarleg þekking og hæfni á sviði fjármálastarfsemi og hún mun finna sér farveg á nýjan leik þegar um hægist. Formaður Lögmannafélagsins fjallar í pistli sínum hér í blaðinu um mikilvægi lögmanna við þær aðstæður sem nú eru uppi á Íslandi. Fullyrða má að lögmenn muni á næstu misserum gegna lykil- hlutverki í því að greiða úr þeirri miklu flækju sem hrun bankakerfisins veldur í samfélaginu. Í upp- lausnarástandi er mikil hætta á að gripið sé til óyndisúrræða. Þá er mikilvægt að lögmenn gegni því hlutverki sínu að efla rétt og hrinda órétti. Hrun íslensku bankanna og sú mikla efnahags- kreppa sem við nú siglum inn í, má ekki verða til þess að kvikað sé frá þeim grundvallargildum sem íslenskt samfélag byggir á. Af sögunni má draga þann lærdóm að djúp kreppa getur verið gróðrarstía fyrir hvers kyns öfgastefnu og forræðishyggju. Mikil hætta er á því að neyð og örvænting kalli á úrræði sem vega munu að þeim grundvallar- réttindum sem samfélagið byggist á, einkum og sér í lagi eignarréttinum og athafnafrelsinu. Þá reynir á réttarríkið og erindreka þess, lögmennina. Frá ritstjórn: Borgar Þór Einarsson hdl. Nýja Ísland

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.