Lögmannablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 14

Lögmannablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 14
14 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2008 hælisleitendum? Þú hefur verið að skoða það mál. Lögmannsstofan Réttur hefur haft nokkur afskipti af húsleitinni. Það sem einkenndi hana var að ekki beindist grunur að einstökum hælisleitendum heldur voru rökin fyrir húsleitarúrskurðinum þau að á slíkum hópi manna hvíldu almennar grunsemdir um að þeir kynnu að hafa brotið íslensk lög. Það undar- lega var að héraðsdómur féllst á húsleitarbeiðni byggða á slíkum lagarökum sem mér virðist vera með öllu óheimilt. Þá gafst þeim sem lögregluaðgerðirnar beindust að ekki kostur á að hafa sér við hlið verjanda að eigin vali en lögreglan skýrði þó frá því að á staðnum hefði verið verjandi. Sá verjandi hlýtur að hafa verið valinn af lögreglunni og verið á vegum hennar. Óhjákvæmi- legt er að stjórn LMFÍ kanni það mál og komist til botns í því hvernig staðið var að ráðningu þess verjanda og hvert var hlutverk hans. Verj- endur mega aldrei láta misnota sig í þeim tilgangi að gefa heimildar- lausum lögregluaðgerðum yfirbragð þess að þær séu löglegar. Um skyldur verjenda gilda strangar laga- og siðareglur og það myndi grafa undan trausti almennings á lögmannastéttinni ef verjendur gættu ekki þeirra reglna. Rangt að taka mið af dómum um líkamstjón Breiðavíkursamtökin? Jú það er rétt að ég hef veitt Breiða- víkur samtökunum lögfræðilega aðstoð. Ríkisstjórnin hefur boðað frumvarp til laga um bætur til handa þeim sem vistaðir voru í Breiðavík. Svo virðist sem að minnsta kosti í upphafi hafi verið tekið mið af dómum um líkamstjón þegar vegið var og metið hvernig ákvarða skyldi bætur til þeirra sem vistaðir voru í Breiðavík þegar þeir voru börn. Ég er ósammála þeirri aðferð. Ég tel óhjákvæmilegt að taka tillit til þess að drengirnir sem þar voru vistaðir voru sviptir frelsi, þeir sættu ómannúðlegri og vanvirðandi meðferð í vistinni og lögboðinni skyldu um skólavist var ekki gætt. Þá voru þeir útilokaðir frá sam- skiptum við fjölskyldur sínar og þeim var ekki veitt nauðsynleg aðstoð að lokinni vist. Ég tel að við ákvörðun bóta beri að taka tillit til allra þessa þátta og reyndar fleiri. Endurskipulagning dómstólanna brýn Hver er skoðun þín á íslensku réttar­ kerfi? Því verður ekki svarað með fáeinum orðum. Þó er mér ljóst að Hæsti- réttur Íslands ræður ekki við þann málafjölda sem honum er ætlað að leysa úr á hverju ári. Leiðir það óhjákvæmilega til þess að máls- meðferðin og rökstuðningur dóma er ófullnægjandi og hætta á mis- tökum eykst. Nú eru uppi hug- myndir um nýtt millidómsstig á sviði sakamála og er bót af því. Hins vegar tel ég að það sé ófullnægjandi til að leysa vanda Hæstaréttar. Ég tel að millidómsstig, Landsréttur, sé einnig nauðsynlegt á sviði einka- mála. Einkamál í Landsrétti yrðu dæmd af þremur dómurum og settar yrðu reglur um hvaða dómum yrði unnt að skjóta til Hæstaréttar og hvaða skilyrði slík mál þyrftu að uppfylla. Í málum sem rekin yrðu fyrir Hæstarétti sætu fimm dómarar eða jafnvel sjö hverju sinni og Hæstiréttur myndi kveða upp 50 til 60 dóma á ári í stað 590 dóma eins og árið 2007. Jafnframt sé ég fyrir mér verulega breytingu á því hvernig staðið yrði að samningu forsendna hæstaréttardóma. Ég legg til að við látum af hinu danska fordæmi um knappar dómsforsendur og leitum frekar fyrirmyndar annars staðar svo sem í dómum Hæstaréttar Noregs eða Mannréttindadómstóls Evrópu. Ég efast ekki um að gæði dóma Hæstaréttar myndu stóraukast við slíka endurskipulagningu dóm- stólanna. Dómstóllinn hefði miklu rýmri tíma til að semja dóma og gæti þar af leiðandi kafað dýpra en nú er gert og velt fyrir sér for- dæmisáhrifum einstakra dóma svo og ummæla í dómsforsendum. Þá þarf hugsanlega að gera þá breytingu á málsmeðferðinni að greinargerðir lögmanna málsaðila verði ítarlegri en nú er og jafnvel er hugsanlegt að hinn skrif legi málflutningur fari fram í tveimur umferðum. Verði sú leið farin er að sjálfsögðu unnt að stytta tímann til munnlegs málflutnings. Eins og málum er nú háttað eru miklar takmarkanir á hinum skriflega málflutningi og jafnframt leggur Hæstiréttur hart að málflutnings- mönnum að hafa hinn munnlega málflutning sem allra stystan. Þetta getur leitt til þess að málflutnings- mönnum gefist ekki kostur á að reifa málin nægilega fyrir Hæsta- rétti. Um réttarkerfið að öðru leyti þyrfti ég að hafa svo mörg orð að þau komast ekki fyrir í þessu viðtali.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.