Lögmannablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 6

Lögmannablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 6
6 < LÖGMANNABLAÐIÐ 3 / 2009 Innanhúslögmenn fara verr út úr hruni Efnahagshrunið hefur haft áhrif á vinnuumhverfi 56,4% lögmanna sem svöruðu könnun Lögmannablaðsins, þar af hafa 5% svarenda misst vinnu af þess völdum. Innanhúslögmenn hafa farið mun verr út úr hruninu þar sem 66% svarenda hafði orðið fyrir barðinu á því á móti 50% lög manna á stofum. Þar af hafði starf breyst hjá 55% innanhúslögmanna, þriðjungur sagði vinnustundum hafa fjölgað og hjá tæplega helmingi hefur vinnuálag aukist. Þá sögðust 64% hafa lækkað í launum. Einungis átta af 138 innan- húslögmönnum hafa hækkað í launum. Þessar breytingar virðast hafa gengið jafnt yfir alla, burt séð frá kyni, aldri eða starfsaldri. Lögmenn fjármálafyrirtækja, fjárfestinga­ eða tryggingafélaga Nokkrar breytingar hafa orðið á starfs- vettvangi innanhúslögmanna síðan árið 2007. Þá starfaði helmingur þeirra hjá fjármálafyrirtækjum, fjárfestinga- eða tryggingafélögum en nú sögðust 43,5% starfa þar. Alls höfðu 26 af 60 lækkað í launum, eða 43%, á meðan sjö hafa hækkað í launum, eða 12%. Á sama tíma hefur vinnutími lengst hjá þriðjungi þessa hóps og vinnuálag hjá 43%. Einungis þrír höfðu misst vinnu vegna hrunsins. Lögmenn ráðuneyta, sveitarfélaga eða opinberra stofnana Af 41 lögmanni sem starfar hjá ráðu- neytum, sveitarfélögum eða opinberum stofnunum hafa 23 lækkað í launum, eða 56%, á meðan einn hefur hækkað í launum. Vinnustundum hefur fjölgað hjá fjórðungi þessara lögmanna og vinnuálag aukist hjá þriðjungi þeirra. Einungis einn hafði misst vinnu vegna hrunsins. Lögmenn á lögmannsstofum 239 lögmenn á lögmannsstofum svöruðu könnun Lögmannablaðsins af 482, en einungis 26% þeirra sögðu starf sitt hafa breyst á móti 50% innanhús- lögmanna. 19% sögðu vinnustundum hafa fjölgað en 26% að vinnuálag hefði aukist. Tæplega 17% hafa lækkað í launum, en laun 6% hafa hækkað. Könnun lögmannablaðsins Mikil áhrif bankahrunsins á störf lögmanna 7 52 34 9 45 8 8 64 12 63 45 13 62 8 14 40 Áhrif efnahagshruns á vinnuumhverfi lögmanna Innanhúslögmenn (138 svör) Lögmenn á lögmannsstofum (239 svör) 30% lögmanna segja starf sitt hafa breyst í kjölfar efnahagshrunsins, 28% að vinnuálag hafi aukist, 21% að vinnustundum hafi fjölgað og 27,6% segja að laun þeirra hafi lækkað. Þetta kemur m.a. fram í niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal félagsmanna Lögmannafélags Íslands í september síðastliðnum.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.