Lögmannablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 7

Lögmannablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 7
LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2009 > 7 Könnun lögmannablaðsins Efnahagshrunið hefur greinilega komið meira við sjálfstætt starfandi lögmenn en fulltrúa því hjá 22% þeirra hafa laun lækkað á móti aðeins 2% fulltrúa. Laun 6,5% sjálfstætt starfandi lögmanna hafa hækkað í kjölfar hrunsins en vinnuálag hefur aukist hjá 29%, vinnustundum fjölgað hjá 20% og starfið breyst hjá 28%. Laun hafa lækkað mest hjá þeim lögmönnum sem starfa undir „regn- hlíf“, þ.e.a.s. starfa fyrir eigin reikning en eru með sameiginlegt skrifstofuhald með öðrum lögmönnum eða hjá 35% þeirra, og hjá einyrkjum 32%. Einungis 9% lögmanna sem starfa á lögmanns- stofu þar sem tveir eða fleiri lögmenn eru með sameigin legan rekstur, hefur lækkað í launum í kjölfar hrunsins. Annað 32% lögmanna á lögmannsstofum hafa starfað sem innanhúslögmenn - 45% innanhúslögmanna hafa starfað á lögmannsstofum. Um þriðjungur svarenda höfðu lokið framhaldsnámi eftir embættispróf í lögfræði og þar af flestir LL.M gráðu. Þriðjungur lögmanna telur ímynd lögmanna í samfélaginu vera jákvæða eða frekar jákvæða og sama hlutfall telur hana vera neikvæða eða mjög neikvæða. Athugasemdir komu meðal annars um að tiltölulega fáir kæmu óorði á stéttina og ímynd lögmanna væri frekar neikvæð þessa dagana vegna umræðu um innheimtulögmenn og skilanefndarmenn. Einnig kom athugasemd um að ímynd lögmanna hefði beðið hnekki í kjölfar efnahags- hrunsins þó mikilvægi þeirra hefði sjaldan verið eins mikið. Að lokum voru lögmenn spurðir um hvort þeir læsu eða flettu yfir Lögmannablaðið og það gerðu allir með tölu. EI Hvað sögðu lögmenn? Lögmönnum gafst kostur á að koma með athugasemdir varðandi spurningu um efna hagshrunið. Hér koma nokkrar þeirra: • Almennur samdráttur samfél agsins kemur fram í því að síður er leitað lögmanns aðstoðar. • Auknar afskriftir á viðskipta kröfum. • Erfiðara að fá greitt. Fleiri stundir í súginn því fólk hefur ekki efni á þjónustunni. • Innheimtur ganga verr og greiðsla reikninga fyrir lög manns þjónustu er hægari. • Mikil vinnuaukning og álag, skert laun. • Fyrirsjáanleg kjaraskerðing á næstu mánuðum. Innan við 5 ár 5-10 ár 10-20 ár Yfir 20 ár Starfsaldur lögmanna 25,21% 13,77% 24,37% 30,43% 34,06% 21,74% 28,57% 21,85% Staða innanhúslögmanna Staða lögmanna á lögmannsstofum 4% 49% 17% 30% a) Framkvæmdastjóri og/eða forstöðumaður b) Deildarstjóri og/eða yfirlögfræðingur c) Lögmaður og/eða sérfræðingur d) Annað a) Sjálfstætt starfandi lögmaður (eigandi) b) Fulltrúi c) Annað 2% 26% 72% t i sl t l l sst f 4 49 17 30 a) Framkvæmdastjóri og/eða forstöðumaður b) Deildarstjóri og/eða yfirlögfræðingur c) Lögmaður og/eða sérfræðingur d) Annað a) Sjálfstætt starfandi lögmaður (eigandi) b) Fulltrúi c) Annað 2 26 72 Í innri hring er starfsaldur innanhúslögmanna og ytri hring starfsaldur lögmanna á stofum. athyglisvert er að 28,57% lögmanna á stofum og 21,74% innanhúslögmanna eru með innan við fimm ára starfsreynslu.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.