Lögmannablaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 7

Lögmannablaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 7
lögmannaBlaðið tBl 04/13 7 UMfJÖllUn auglýst eftir lögmönnum á þessu ári, hefur aldrei fengið jafn margar umsóknir og nú. nýútskrifaðir lögfræðingar voru stærsti hópur umsækjenda en umsóknir frá lögmönnum með reynslu voru einnig óvenjulega margar. Framkvæmdastjóri stofunnar sagðist skynja örvæntingu hjá nýútskrifuðum lögfræðingum sem sæktu um allar stöður, hvort sem þeir uppfylltu skilyrði sem tiltekin væru í auglýsingu eða ekki. Að sama skapi væru launakröfur mun hófstilltari en áður og nýútskrifaðir lögfræðingar væru hættir að gera kröfur um ofurlaun. verkefnastaðan framundan óljós síðustu ár hafa margir lögfræðingar og lögmenn verið önnum kafnir við að hreinsa upp eftir efnahagshrunið. nú sér fyrir endann á því verkefni en forsvarsmenn lögmannsstofa voru hins vegar ekki á einu máli um verkefna­ stöðuna framundan. á meðan sumir töluðu um færri verkefni og óvissu í náinni framtíð þá var engan bilbug að finna á öðrum. skilanefndir bankanna væru enn að störfum og ennþá væri verið að gera upp skuldamál fyrir­ tækja og einstaklinga. Hugsanleg skaðabótamál gegn bönkunum væru einnig eftir svo fátt eitt sé talið. stóru lögmannsstofurnar sjá ekki fyrir sér að fækka starfsfólki á næstunni en framkvæmdastjóri einnar þeirra sagði í viðtali við Lögmannablaðið að meira þyrfti að hafa fyrir því að fá verkefni en áður og stórir aðilar leituðu í auknu mæli tilboða í verk. sömuleiðis létu einyrkjar, sem blaðið hafði samband við, vel af sér og sögðu verkefnastöðuna svipaða og verið hefði. Þeir sem töldu að verkefnum færi fækkandi sögðu viðbúið að lögmanns­ stofur myndu halda að sér höndum við mannaráðningar á næstunni og sögðu enn fremur að algengara væri nú en áður að lögfræðingar væru ráðnir tímabundið á stofur. Ýmsir opinberir aðilar væru nú að fækka fólki og voru sérstakur saksóknari og umboðsmaður skuldara nefndir sem dæmi. segja má því að blikur séu á lofti varðandi verkefnastöðuna framundan, eða eins og einn orðaði það: „Kakan er ekki að stækka heldur eru fleiri að berjast um sneiðarnar.“ hvað segja lögfræðingar? mikil aðsókn hefur verið á námskeið til öflunar réttinda til að verða héraðsdómslögmaður síðustu ár en hdl. réttindin auka starfsmöguleika lögfræðinga til muna. Lögmannablaðið gerði óformlega könnun meðal þeirra sem sóttu fyrri hluta hdl. námskeiðs í haust. Þeir lögfræðingar sem fengið höfðu vinnu strax eftir útskrift töldu sig vera í hópi þeirra heppnu og þekktu flestir til einhverra atvinnulausra. Einn þeirra sem útskrifaðist árið 2010 var atvinnulaus fyrsta árið og á 50 höfnunarbréf frá þeim tíma. Annar lögfræðingur, sem hefur nú verið atvinnulaus í eitt ár, hefur einnig sótt um störf þar sem ekki er krafist lögfræðimenntunar og m.a. fengið þau svör að fyrirtæki ráði ekki of menntaða einstaklinga sem færu strax og tækifæri byðist. Enn einn lögfræðingur, sem útskrifaðist úr laganámi fyrir 30 árum, hefur verið atvinnulaus frá því í vor. Hann hefur sótt um allar lausar lögfræðistöður, og reyndar ýmsar aðrar, en ekkert fengið og telur horfurnar ekki bjartar. Hann Sótti um á öllum lögmannSStofum Ég sótti um starf að ég held á öllum lögmannstofum í Reykjavík og nágrenni eftir útskrift vorið 2012 en tækifærin voru af skornum skammti. Á endanum fékk ég starf hjá ríkisstofnun sem auglýsti eftir lögfræðingi. miðað við fjölda þeirra sem voru í atvinnuleit á þessum tíma var ég heppinn að fá starfið en vanalega voru 50­100 umsækjendur um hvert starf sem auglýst var. Nýútskrifaður lögfræðingur árið 2009 voru að meðaltali 36,7 lögfræðingar á atvinnuleysisskrá samanborið við 8,8 lögfræðinga árið 2008. alls voru 47 lögfræðingar á atvinnuleysisskrá árið 2010, 58 árið 2011 og 55 árið 2012. fyrstu tíu mánuði ársins 2013 voru 69,4 lögfræðingar á atvinnuleysisskrá. eins og sjá má á meðfylgjandi línuriti er fylgni milli fjölda útskrifaðra lögfræðinga og lögfræðinga á atvinnuleysisskrá.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.