Lögmannablaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 9

Lögmannablaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 9
lÖgmannaBlaÐiÐ tBl 02/13 9 UMfJÖllUn allt á einum stað í hverju máli manor er málaumsýslukerfi sem færir rekstur lögmanna í rafrænt viðmót þar sem öll vinna fer fram með miðlægum hætti. Þróun hefur staðið yfir lengi og fengu fyrstu viðskiptavinir kerfisins aðgang í mars síðastliðnum en kerfið er hannað með það fyrir augum að auka tekjur og bæta tímanýtingu í rekstri lögmannsstofa. að manor stendur Vefmiðlun ehf., en eigendur eru þeir Friðbjörn Orri Ketilsson og arthúr ólafsson. Kerfið var að sögn Friðbjörns smíðað vegna eftirspurnar frá lögmönnum. Hvernig virkar kerfið? Manor heldur utan um rekstur lögmanna frá upphafi til enda. kerfið byggir á nýju verkflæði þar sem allt er rafrænt svo sem tímaskráningar, skjalageymsla, samskipti, dómar, reiknivélar og stjórnendaupplýsingar. reksturinn kemur því saman í einu kerfi. Lögmenn geta unnið saman að málum og hjálpast að við rannsóknarvinnu, aðstoðarfólk fært skjöl inn í mál, en tímar fara sjálfvirkt í bókhaldskerfið. Með slíku vinnuferli sparast mikill tími sem stuðlar að tekjuvexti. Annað sem er gaman að segja frá er sérstök vakt á fresti, s.s. kærufresti í málum, þar sem Manor sendir viðkomandi lögmanni tilkynningar, tölvupósta, sms skeyti og endar á að hringja hafi viðkomandi ekki enn brugðist við. takist það ekki lætur kerfið samstarfsmenn vita. Þannig eiga frestir aldrei að gleymast. tímaskráningar hugsuðum við frá grunni og þróuðum nýjungar. Manor veit í hvaða málum menn eru að vinna á hverjum degi og bendir á þau mál þegar tímar eru skráðir. Þannig hjálpar kerfið til við að bjarga tímum sem ella hefðu ekki innheimst. Við settum einnig upp nýtt viðmót á tímaskráningu sem er öll grafísk þar sem menn sjá strax hvar gleymdist að skrá tíma. Þannig aukum við tekjur notenda okkar. Varðandi öryggismál þá gerum við sömu kröfur og bankar gera til gagnaöryggis og dulkóðunar. Við bjóðum okkar notendum að tengjast með tveggja þátta innskráningu þar sem þeir gefa upp notendanafn og lykilorð og fá svo sms með einnota öryggisnúmeri sem þeir skrá inn. Þannig staðfestum við að réttur aðili sé á ferðinni. Eru margar lögmannsstofur komnar með kerfið? fyrstu viðskiptavinirnir eru að ljúka aðlögunarferlinu þessa dagana. Það tóku um 15 aðilar þátt í prófunarferlinu sem stóð í 6 mánuði og gerum við ráð fyrir að þeir komi í viðskipti í framhaldinu. Við förum okkur þó hægt viljum vaxa með okkar viðskiptavinum og þjónusta þá eins og best verður á kosið. Hentar kerfið bæði fyrir stærri stofur og einyrkja? kerfið hentar fyrir alla sem leggja stund á lögmennsku. einyrki þarf að ná inn einum tíma sem ella hefði gleymst að rukka svo Manor sé honum arðbær fjárfesting. stóru stofurnar ná mun meiri hagkvæmni því meiri hagur er af rafrænu og miðlægu verkflæði. Hvað kostar að nota hugbúnaðinn? Manor er vefhugbúnaður sem notendur tengjast með vafra. Það skipulag sparar miklar fjárhæðir fyrir lögmenn þar sem ekki er rukkað fyrir uppfærslur, leyfisgjöld per tölvu, hýsingargjöld, bandvíddargjöld eða annað slíkt. hugbúnaðarvesenið hverfur. Manor fæst aðeins í fullri útgáfu og kostar 19.000 kr auk vsk. á mánuði per notanda. um þessar mundir er mikil gerjun í hönnun hugbúnaðar fyrir lögmannsstofur en á þessu ári hafa tvö ný fyrirtæki kynnt sérhannaðar lausnir fyrir lögmenn sem halda utan um þá þætti sem snúa að upplýsingum, skjalastjórnun og tímaskráningu. Fyrirtækin heita Vergo og manor. lögmannablaðið fór á stúfana og kynnti sér þessi nýju kerfi. Nýjar hugbúnaðarlausnir fyrir lögmenn

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.