Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 36

Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 36
Náttúrufræðingurinn 36 Viðbrögð við land- göngu hvítabjarna á Íslandi Umhverfisráðherra skipaði starfs- hóp um viðbrögð við landtöku hvítabjarna fljótlega eftir að seinni hvítabjörninn var felldur. Hlutverk starfshópsins, samkvæmt erind- isbréfi, var að vinna tillögur um viðbrögð vegna hugsanlegrar land- töku hvítabjarna á Íslandi og átti hópurinn að taka sérstaklega mið af þeirri reynslu sem fékkst við landtöku hvítabjarnanna á Skaga sumarið 2008 við tillögugerð sína, en ennfremur leita sem víðast eftir reynslu og þekkingu annarra á þessu sviði. Formaður starfshópsins var Hjalti J. Guðmundsson, sviðsstjóri sviðs náttúruauðlinda hjá Umhverf- isstofnun, en aðrir í hópnum voru Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur hjá Náttúru- fræðistofnun Íslands, Ólafur Jónsson, héraðsdýralæknir fyrir Skagafjarðar- og Eyjafjarðarumdæmi, og Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn í Skagafirði. Ritari starfshópsins var Karl Karlsson, dýralæknir hjá Umhverfisstofnun. Starfshópurinn skilaði niðurstöðum haustið 2008.6 Starfshópurinn tók m.a. viðtöl við alla sem tóku beinan þátt í aðgerð- um á Skaga í báðum landgöngum hvítabjarna. Einnig voru tekin viðtöl við 16 innlenda og erlenda sérfræð- inga á sviði hvítabjarnafræða um æskileg viðbrögð við komu slíkra dýra hingað til lands. Markmiðið með viðtölum við þátttakendur í aðgerðunum var að fá sem besta yfirsýn yfir atburðarásina og jafn- framt fræðast um mat aðgerðafólks á aðstæðum og hvað megi læra af komu hvítabjarnanna hingað til lands. Markmið með viðtölum við hóp sérfræðinga var að átta sig á því hvernig best og skynsamlegast sé að bregðast við þegar hvítabirnir ganga á land á Íslandi út frá fagleg- um forsendum. Í viðtölum hópsins við þátttak- endur í báðum atvikunum á Skaga kom fram að um mjög mismunandi atburði hefði verið að ræða. Í fyrra tilfellinu á Þverárfjalli skapaðist mikil hætta vegna þess fjölda fólks sem dreif að svæðinu til að skoða dýrið. Mikill fólksfjöldi var mættur á vettvang á undan lögreglu og gekk lögreglu erfiðlega að búa til ör- yggissvæði. Þegar þeirri vinnu var lokið færði dýrið sig um set og fór út fyrir öryggissvæðið en það skap- aði hættu fyrir nærstadda. Sökum þess og einnig vegna þess að mikil þoka var á vettvangi og hætta á að dýrið týndist í þokunni var ákveðið í samráði við þá sem að aðgerðinni komu að fella dýrið. Seinna tilfellið á Hrauni á Skaga var frábrugðið. Hér var dýrið mjög rólegt og hreyfði sig lítið allan þann tíma sem tók að skipuleggja og hefja björgunarað- gerðir. Almennt töldu þátttakendur aðgerðarinnar að Hrauni á Skaga að vel hefði til tekist með skipulag og útfærslu aðgerðarinnar, miðað við þær aðstæður og bolmagn sem fyrir hendi var, enda þótt lokatakmarki hafi ekki verið náð. Niðurstöður sérfræðinga sem starfshópurinn leitaði til voru mjög samhljóða. Um var að ræða álit 16 innlendra og erlendra sér- fræðinga á sviði hvítabjarnafræða eins og áður segir. Fram kom hjá hvítabjarnaráði International Union for Nature Conservation (IUCN) (http://pbsg.npolar.no/ en/index.html) að það styður sjálfbæra nýtingu á öllum stofn- um hvítabjarna og gerir því ekki athugasemdir við að dýrin sem komu hingað til lands hafi verið felld. Þetta sjónarmið kom einnig fram hjá öðrum sérfræðingum sem rætt var við og tóku sumir jafnvel svo djúpt í árinni að eina rökrétta viðbragðsáætlunin hér á landi ætti að vera að fella dýrin, enda væru þau langt frá heimkynnum sínum, ógnuðu öryggi og gætu mögulega skapað sýkingahættu fyrir önnur dýr hér á landi. Út frá þeim upplýsingum sem starfshópurinn aflaði dró hann þá ályktun að skynsamlegast sé að fella þá hvítabirni sem koma hingað til lands. Rökstuðning fyrir þessu áliti má greina niður í þrjú meginsjónarmið: Öryggissjónarmið1. . Alltaf er talin stafa hætta af hvítabjörnum sem hingað koma til lands enda dýr- in utan náttúrlegra heimkynna í umhverfi sem þau þekkja ekki. Það er samdóma álit þeirra sér- fræðinga sem starfshópurinn ræddi við. Dýrin virðast vera óútreiknanleg og alltaf skal gæta mikillar varúðar í samskiptum manns og hvítabjarnar þannig að maðurinn eigi alltaf frum- kvæðið í þeim samskiptum. Stofnstærðarsjónarmið2. . Það var álit vísindamanna á sviði hvítabjarn- arrannsókna að engin stofn- stærðarrök séu fyrir björgun ein- staka hvítabjarna sem kunna að villast til Íslands. Í austurgræn- lenska stofninum eru að lágmarki 2000 dýr og ósennilegt að það skipti stofninn nokkru máli þótt fáein dýr væru felld hér á landi enda er gefinn út árlegur veiði- kvóti á hvítabirni við Austur- Grænland. Kostnaður við björgunaraðgerðir3. . Ljóst er að björgunartilraunir eru mjög kostnaðarsamar og erfiðar í framkvæmd. Í því ljósi má benda á að ef reyna á björgun kostar það þjálfun björgunarteymis, bæði grunnþjálfun og viðhalds- þjálfun, hérlendis sem erlendis. Tækjabúnað þarf til verkefnisins, t.d. hentuga þyrlu, aðkomu Landhelgisgæslunnar vegna skips og annan búnað sem slík áætlun krefst og verður að skil- greina. Bent er á þá staðreynd að ef hvítabirni er bjargað hér á landi og hann fluttur stystu leið yfir til Grænlands, t.d. á svæði í nágrenni Kulusuk á Austur- Grænlandi á veiðitíma, er hugs- anlegt að hann verði fljótlega skotinn enda veiðimenn flestir á því svæði. Því þyrfti að flytja björninn langt til norðurs ef tryggja á að hann verði ekki á vegi veiðimanna. Ekki hefur ver- ið reiknaður út kostnaður vegna þessa en ljóst er að hann hlypi á tugum milljóna vegna hvers ein- staks dýrs.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.