Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 9

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 9
9 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags hún skuli ofsótt af bróður sínum alla tíð. Hér er ætlunin að greina með að- ferðum vistfræðinnar höfuðdrættina í tengslum þessara tveggja tegunda. Rannsakaðar eru stofnvísitölur, stofnbreytingar og afföll og spurt hvort það munstur sem við sjáum í samskiptum fálka og rjúpu sé í sam- ræmi við þá mynd sem fræðimenn hafa dregið upp af rándýri sem áhrifavaldi í stofnsveiflu bráðarinn- ar,12,13 þ.e.: (1) Er rjúpan uppistaða í fæðu fálkans yfir alla stofnsveiflu rjúpunnar? (2) Eru stofnbreytingar fálkans í takt við stofnbreytingar rjúpunnar, en hnikaðar í tíma? (3) Eru áhrif afráns fálka á rjúpu hlut- fallslega mest í fækkunar- og lág- marksárum? Aðföng Ritgerðin byggist á gögnum um fálka og rjúpur sem aflað var á Norðausturlandi á árunum 1981– 2007. Rannsóknasvæðið er í Þing- eyjarsýslum og spannar um 5.300 km2 (2. mynd). Rjúpan er útbreiddur og algeng- ur varpfugl á rannsóknasvæðinu. Stærð varpstofns er breytileg eftir árum og hefur verið áætluð 5.000 til 30.000 pör10 (óbirt gögn eftir 1997). Valin voru sex talningasvæði innan fálkarannsóknasvæðisins, samtals 26,8 km2, til að fylgjast með stofn- breytingum rjúpunnar (2. mynd). Talningarnar byggjast á því að karlfugl rjúpunnar, karrinn, helg- ar sér óðal á vorin sem hann ver fyrir öðrum körrum. Á óðalstíma er mjög auðvelt að sjá karrana. AF RJÚPUM OG FÁLKUM Ólafur K. Nielsen Náttúrufræðingurinn 79 (1–4), bls. 8–18, 2010 Það er alkunna að stærð rjúpnastofnsins breytist með nokkuð reglubundn- um hætti, stofninn rís og hnígur og um 11 ár eru á milli toppa. Lýðfræðileg skýring á sveiflunni eru afföll sem eru sértæk fyrir ungfugla rjúpunnar, en þau eru mest um þremur árum á eftir hámarki í stærð rjúpnastofnsins. Hliðstæðar stofnsveiflur norrænna grasbíta hafa fangað hugi vistfræðinga áratugum saman. Vafist hefur fyrir mönnum að skýra hvað knýr sveifl- una. Margir fræðimenn telja að atburðarásin helgist af gagnvirkum ferl- um innan fæðuvefsins. Í þessu sambandi horfa margir til tengsla rándýrs og bráðar. Fálkinn er sérhæfður ránfugl og aðalbráð hans öll ár er rjúpan. Stofnstærð fálka og rjúpu breytist í takt, en þó hliðrað þannig að fálkar eru flestir þremur til fjórum árum eftir hámark í stofnstærð rjúpunnar. Þessi hliðrun styrkir okkur í þeirri skoðun að fálkinn sé mögulegur áhrifavaldur í stofnbreytingum rjúpunnar. Inngangur Reglubundnar stofnsveiflur eru þekktar hjá mörgum tegundum dýra á norðurslóðum.1 Ýmsar kenn- ingar eru á lofti um hvað ráði þess- um sveiflum. Margir hafa haldið því fram að sveiflurnar helgist af gagnvirkum tengslum innan fæðu- vefsins.2 Samkvæmt þessum hug- myndum leikur grasbítur annað lykilhlutverkið í þessum leik og mót- leikara hans er þá að finna annað- hvort fyrir neðan grasbítinn í fæðu- vefnum (plönturnar) eða fyrir ofan hann (rándýr og sníkjudýr). Fræði- menn hafa bent á nokkra þætti sem skipta máli þegar lagt er mat á vægi afráns í tengslum við stofn- breytingar bráðar.3 Þetta eru þættir eins og það hvort afræninginn sé sérhæfður eða ósérhæfður, hvort hann fylgi bráðinni árið um kring eða ekki, atferlis- og stofnviðbrögð hans, hvort áhrif hans séu skjót eða hnikuð í tíma, hvað ráði stofnstærð afræningjans og hvort hann hafi bein eða óbein áhrif á bráðina eða hvort tveggja. Íslenski rjúpnastofninn er sveifl- óttur og tíminn á milli hámarks- ára er um 11 ár.4,5 Umfangsmiklar rannsóknir voru gerðar á stofnvist- fræði rjúpunnar (Lagopus muta) á 7. áratug nýliðinnar aldar.6,7,8,9 Í þess- um rannsóknum var megindrátt- um í lýðfræði tegundarinnar lýst. Niðurstaðan var m.a. sú að kerfis- bundnar stofnbreytingar réðust fyrst og fremst af breytingum á lífslíkum ungfugla en einnig breytingum á lífslíkum fullorðinna fugla (dró úr afföllum í fjölgunarárum). Líklegir áhrifavaldar stofnsveiflunnar voru taldir vera afrán, beit og atferlisháð- ir þættir.6 Engum þessara þráða var þó fylgt eftir í það sinn. Síðar hóf- ust rannsóknir á tengslum rjúpu og fálka (Falco rusticolus) (1. mynd), sem er helsti afræningi rjúpunnar.10 Það hversu náinn fálkinn er rjúp- unni hefur landslýð verið ljóst öld- um saman. Því til sönnunar nægir að nefna þjóðsöguna um hvers vegna tær rjúpunnar eru fiðraðar, ólíkt öðrum fuglum.11 Í þeirri sögu er fálkinn sagður vera bróðir rjúp- unnar og sú refsing lögð á hana að Ritrýnd grein 79 1-4#loka.indd 9 4/14/10 8:47:29 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.