Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 46

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 46
Náttúrufræðingurinn 46 blettum í henni. Slík skilgreining á helst rétt á sér í fremur litlum eyjum, eins og flestar hér við land. Miðað við þessa skilgreiningu er um fjórð- ungur íslenskra rituvarpa í Breiða- fjarðareyjum, sem eru taldar um 3.000. Hvað fjölda fugla áhrærir eru breiðfirsk rituvörp að meðaltali mun minni en annars staðar í landinu.6 Í tímans rás hafa breytingar orðið á rituvörpum. Þau hafa stækkað eða minnkað, önnur myndast og enn önnur horfið. Aldur breiðfirskra rituvarpa er breytilegur. Sum vörp hafa haldist um aldir en önnur orðið til nýlega, sum jafnvel horfið aftur á því tímabili sem athuganir ná yfir. Í sumum tilvikum er nákvæmlega vitað hvaða ár varp myndaðist en öðrum aðeins á hvaða tímabili eða að það hafi verið til fyrir ákveðið ár. Þessum gögnum eru einnig gerð skil. Sumurin 1993–1994 voru ritur taldar í nær öllum vörpum í Breiða- fjarðareyjum (1. mynd). Talning var endurtekin 2005–2007 til að skoða breytingar frá fyrri könnun. Niður- stöður þessara kannana liggja til grundvallar greininni en einnig voru skoðuð talningagögn úr ein- stökum vörpum frá öðrum árum. Aðferðir við talningar á fugla- stofnum geta ráðið miklu um áreiðanleika og samanburðarhæfni niðurstaðna. Oft kann að vera vafasamt að bera saman niðurstöð- ur sem fengnar eru með mismun- andi aðferðum. Mikilvægt er að rannsakendur skýri skilmerkilega frá því hvernig þeir hafa borið sig að við sjófuglatalningar, en því miður er slíku oft ekki fyrir að fara. Hér eru bornar saman niðurstöður talninga Arnþórs Garðarssonar af loftmyndum6,7 og talninga höfundar af landi og sjó. Aðferðir Flestar ritubyggðir á athugunar- svæðinu voru heimsóttar 1993 eða 1994, sumar bæði árin. Ekki reynd- ist unnt að telja í þremur vörpum yst á firðinum og tveimur á athug- unarsvæðinu miðju, auk þess sem eitt varp gleymdist. Fyrir þau eru notaðar tölur frá því fáum árum áður. Flestar talningar fóru fram á tímabilinu seinni hluti júní til seinni hluti júlí. Oftast var aðeins talið einu sinni í varpi á sumri á tímabilinu 17. maí til 29. júlí, stund- um tvisvar, sjaldan oftar. Árin 2005 til 2007 voru talningar endurteknar á svipuðum tíma sumars. Þá reynd- ist ekki unnt að heimsækja tíu byggðir, en fyrir þær voru notaðar nýjustu tiltækar upplýsingar. Tvær meginaðferðir eru helst not- aðar við talningar í rituvörpum; (1) talning á staðnum af sjó eða landi („ground-truthing“) sem höfundur hefur beitt og (2) talning af loft- myndum en þar hefur Arnþór Garð- arsson verið leiðandi um nær 40 ára skeið svo sem fjöldi ritgerða ber 2. mynd. Dreifing rituvarpa í Breiðafjarðareyjum. Númer vísa til eyjaheita í 1. töflu. – Distribution of Kittiwake colonies on the Breiðafjörður islands. Numbers refer to name of island given in Table 1. 79 1-4#loka.indd 46 4/14/10 8:49:49 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.