Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 103

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 103
103 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags verða til þegar land klofnar upp við landrek eða slitna af öðrum ástæðum frá sínu meginlandi eru ekki snauðar að lífi heldur hefja þær sína eyjatilvist með lífríki. Eyja- vistfræðikenning MacArthurs og Wilsons7,8 (sjá nánar að neðan) spáir því að svona eyjur tapi tegundum með tímanum (stofnar deyi út), en hversu mörgum fer m.a. eftir stærð þeirra. Þær geta seinna endað sem eina athvarf tegunda sem dáið hafa út annars staðar, þ.e. á upphaflega meginlandinu. Slíkar tegundir á eyj- um hafa verið nefndar forn-einlend- ar (paleó-endemískar).9 Michaux og Leschen10 vilja kenna svona eyjur við Alfred Russel Wallace (Wallacean islands). Eyjur sem rísa lífvana úr sjó, t.d. við eldgos neðansjávar, eða verða líflitlar eða lífvana af öðrum ástæðum, byrja „auðar“ og þangað verða tegundir að berast yfir vítt úthaf. Á löngum tíma geta þróast á þeim einlendar tegundir en þær eru þá kallaðar ný-einlendar (neó- endemískar). Gillespie og Roderick9 kalla síðarnefndu eyjurnar darvinsk- ar eða de novo-eyjur. Í þessari grein reyni ég að vega og meta mikilvægi fjögurra meginþátta sem takmarkað geta tegundaauðgi íslensku háplöntuflórunnar. Fyrst fjalla ég stuttlega um loftslag. Þar á eftir fylgir umræða um tvo þætti sem snerta lífríki úthafseyja sér- staklega: stærð (flatarmál eyju) og einangrun (fjarlægð frá meginlandi). Þar geri ég tilraun til að bera Ísland saman við aðrar eyjur með þeim takmörkunum sem slíkur saman- burður er háður. Að lokum ræði ég um áhrif jarðsögu og aldur flórunn- ar í landinu. Áhrif hnattstöðu á tegundaauðgi Það er vel þekkt, allt frá skrifum Þjóð- verjans Alexanders von Humboldts um aldamótin 1800, að sterk tengsl eru milli hnattstöðu og líffræði- legrar fjölbreytni.3 Tegundaauðgi í flestöllum hópum lífvera minnkar frá hitabelti og til hárra breiddar- gráða, og innan heimskautasvæða fellur líffræðileg fjölbreytni hratt frá lágarktískum til háarktískra svæða. Til heimskautalanda teljast um 7,5 milljónir ferkílómetra, sem sam- svara um 5–6% af þurrlendi jarð- ar.12 Regnskógar hitabeltis eru nú taldir þekja álíka mikið land. Í þeim lifir líklega yfir helmingur af öll- um blómplöntutegundum jarðar en aðeins um 0,7% á heimskautasvæð- um.12 Þessi samanburður kann þó að vera misvísandi; sumir telja að fjölbreytni sé meiri innan arktísku flórunnar en einföld tegundatalning gefur til kynna.13 Fylgni hnattstöðu og líffræðilegrar fjölbreytni hefur m.a. verið útskýrð með mismikilli orku sem til jarðar berst með inn- geislun sólar eða framboði á vatni og orku.14,15,16 Aðrir hafa litið á umhverfi heimskautasvæða sem síu sem æ færri tegundir komast í gegnum eftir því sem norðar dreg- ur.17 Norðurhluti norðurhvels lá undir jökli á ísöld og lífríkið þar á sér því stutta sögu miðað við önnur lífbelti jarðar. Minni fjölbreytni flórunnar birtist sem færri ættir háplantna og færri tegundir í hverri ættkvísl. Í ýmsum stórum ættum, m.a. ertublómaætt (Fabaceae), eru bæði trjákenndar og jurtkenndar tegundir í hitabelti en utan hitabeltis aðeins jurtir. Flest- ar plöntutegundir í hitabelti hafa fremur lítið útbreiðslusvæði og all- ur þorri þeirra finnst bara í einni heimsálfu. Það einkennir hins veg- ar hina arktísku flóru hversu víð- áttumikið útbreiðslusvæði tegundir hafa. Þannig hefur yfir helmingur háplöntutegunda í íslensku flórunni hnattlægt útbreiðslusvæði norðan heimskautsbaugs, þ.e. nær hringinn í kringum pólinn. Það er ekki auðvelt að fella Ísland inn í flokkunarkerfi fyrir lífbelti eða heimskautasvæði. Flestir hafa talið landið ýmist alfarið eða að langmestu leyti innan túndrubelt- isins,12,18,19 en aðrir telja að Ísland sé nær alveg innan barrskógabelt- isins og aðeins nyrstu annes á Vest- fjörðum og Norðurlandi tilheyri túndru.20,21 Hvernig sem landið flokkast má þó vera ljóst að lofts- lag takmarkar verulega þann fjölda plantna sem hér getur þrifist. Stærð eyja og fjöldi tegunda Margar rannsóknir hafa staðfest að á eyjum lifa færri tegundir en á hliðstæðum, jafnstórum svæðum á meginlöndum. Stærð eyju hefur bein áhrif á tegundafjölda.7,8 Litlar eyjur rúma aðeins litla stofna sem er hættara við útdauða en stórum stofnum. Þetta er ein ástæða þess að tegundir eru færri á litlum eyjum en stórum, en þar að auki má búast við að búsvæði séu fjölbreyttari á stórum en litlum eyjum og tegundir þess vegna fleiri. Fjöllóttar eyjur eru líklegri til að hafa fleiri tegundir en flatlendar, og fyrir ýmsar lífverur, þó síður fyrir plöntur en skordýr eða fugla, skiptir miklu hvort þar er ferskvatn eða ekki. Áhrif einangrunar Þriðji meginþátturinn er svo ein- angrun en úthaf setur miklar skorð- ur við dreifingu. Lífríki úthafseyja er um margt sérkennilegt og óvenju- legt. Það hefur verið viðfangsefni líf- fræðinga allt frá því Charles Darwin steig á land á Galapagoseyjum árið 1835, og af rannsóknum á úthafs- eyjum spruttu sumar mikilvægustu kennisetningar vistfræði og þróun- arfræði á 20. öld. Suma hópa lífvera vantar til dæmis oft á úthafseyjur.3 Froskdýr og skriðdýr fyrirfinnast yfirleitt ekki, né heldur landspendýr að leður- blökum undanskildum. Tengt þessu er svo að fæðukeðjan er yfirleitt stutt – það vantar ofan á hana þar sem afræningjar eru fáir eða jafnvel engir. Þetta eru þau vistkerfi jarð- ar sem viðkvæmust eru fyrir nýj- um, innfluttum tegundum og mörg dæmi eru um að slíkar tegundir hafi rústað lífríki úthafseyja og útrýmt innlendum tegundum.22 Samkvæmt eyjavistfræðikenningu MacArthurs og Wilsons7,8 er tegundafjöldi á eyjum í kviku jafnvægi sem ræðst af tíðni landnáms og tíðni útdauða. Fjöldi tegunda endurspeglar ein- angrun eyjunnar: því einangraðri sem eyjan er, því minni líkur eru á að lífverur berist yfir hafið og nái 79 1-4#loka.indd 103 4/14/10 8:51:32 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.