Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 125

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 125
125 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Náttúrufræðingurinn 79 (1–4), bls. 125–135, 2010 Ritrýnd grein Um fuglablóðögður og sundmannakláða Inngangur Fuglablóðögður eru sníkjudýr af ættinni Schistosomatidae sem til- heyra flatormum (Digenea). Lífs- ferillinn er flókinn. Á fullorðins- stigi lifa blóðögður inni í bláæðum eða í nærliggjandi vefjum fugla, annaðhvort við aftasta hluta melt- ingarvegar (iðraögður) eða í nefholi (nasaögður). Í lífsferlinum eru tvö skammlíf en vel hreyfanleg lirfustig. Annað er bifhærð lirfa (miracidia) sem leitar uppi vatnasnigilinn sem er millihýsill í lífsferlinum. Eftir að hafa borað sig inn í hann umbreytist hún í móðurgróhirslu (e. mother sporo- cyst) sem framleiðir fjöldann allan af dótturgróhirslum. Í þeim verða sundlirfurnar (e. cercaria – nánar til- tekið ocellata furcocercariae) til, hitt hreyfanlega stigið. Þær geta synt um í vatni í einn til tvo daga og hafa það hlutverk að leita uppi fuglinn, sem er lokahýsill viðkomandi tegundar, rjúfa sér leið inn í hann og umbreyt- ast í ormlaga flökkustig (schistosomu- lae) sem þroskast á nokkrum vikum í kynþroska blóðögðu. Sundlirfurnar gera ekki grein- armun á húð fugla og spendýra og rjúfa sér óhikað leið þar í gegn, bjóðist slíkt. Í mönnum nær ónæm- iskerfi líkamans oft að stöðva inn- rás lirfanna og er hver kláðabóla óræk sönnun þess að lirfa hafi verið drepin og verið sé að brjóta hana niður. Þegar engin útbrot myndast hefur ónæmiskerfinu ekki tekist að stöðva lirfurnar sem náðu að breyta sér í flökkustigið, sem þó þroskast óeðlilega í spendýrum og drepast oftast innan fárra klukkustunda eða daga. Sýkingatilraunir hafa þó sýnt að flökkustig nasaagða getur lifað í taugakerfi músa í allt að þrjár vik- ur.1–5 Útbrotin sem lirfur fuglablóð- agða valda á fólki eru gjarnan nefnd sundmannakláði, sem er þýðing á heitinu swimmer’s itch, en á fræði- máli eru útbrotin oftast nefnd cercarial dermatitis.6 Rannsóknir á sundmannakláða á Íslandi hófust í septemberbyrjun 1997 en þá kom í ljós að kláðaból- ur á fótum barna, sem höfðu verið að leika sér í vaðtjörn Fjölskyldu- garðsins í Reykjavík, mátti rekja til sundlirfa fuglablóðagða í vatn- inu.7–12 Síðar hefur víðar orðið vart við sundmannakláða, meðal annars í Botnsvatni við Húsavík og í Land- mannalaugum.13,14 Undanfarinn áratug hafa ýmsar athuganir verið gerðar á blóðögð- um hér á landi. Fylgst hefur verið með tilfellum sundmannakláða og upplýsingum safnað um tildrög og aðstæður. Sniglum hefur verið safnað í lífmiklum vötnum víða um land og leitað í þeim að sundlirfum. Leitað hefur verið að fullorðnum blóðögðum og eggjum þeirra í ýms- um tegundum vatnafugla og nýlega var gerð grein fyrir sjö tegundum blóðagða sem fundust í fjórum Karl Skírnisson Sundlirfur fuglablóðagða (Schistosomatidae) valda útbrotum á fólki sem nefnd eru sundmannakláði en fólk kemst í snertingu við lirfurnar þegar synt er eða vaðið í vatni þar sem lirfurnar eru til staðar. Þótt fullorðinsstig þessara flatorma (Digenea) séu hýsilsérhæfð fuglasníkjudýr, gera lirfurnar ekki greinarmun á húð fugla og spendýra og hika hvergi eigi þær kost á því að bora sig inn í líkama spendýra. Kláðabóla myndast eftir hverja lirfu sem ónæmiskerfi mannslíkamans nær að stöðva. Raunar eru ónæmisviðbrögðin sönnun þess að tekist hafi að hefta för lirfunnar og verið sé að eyða henni. Sýni menn aftur á móti ekki ónæmisviðbrögð hafa lirfurnar náð að smjúga óáreittar inn í líkamann. Þar ná þær þó aldrei að þroskast eðlilega heldur drepast fljótlega. Lítið er vitað um sjúkdóma, eins og til dæmis astma eða taugaskemmdir, sem sníkjudýrin eru talin orsaka í mönnum. Sundmannakláði var fyrst staðfestur á Íslandi 1997 þegar hundruð barna fengu kláðabólur á fætur eftir að hafa buslað í vaðtjörn í Fjölskyldugarð- inum í Reykjavík. Fyrstu vísbendingar um sambærileg útbrot á Íslandi eru raunar frá árinu 1925. Á seinni árum hefur sundmannakláði hrjáð fólk víðar á landinu, bæði þar sem jarðhita gætir, eins og í Landmannalaugum, og í grunnum vötnum eins og Botnsvatni, þar sem vatnið nær að hitna það mikið á sólríkum sumardögum að fólk sækir þangað til að vaða eða synda. Fram til þessa hafa sundlirfur einungis fundist á Íslandi í vatnabobba- num (Radix peregra) en þar fjölgar þeim með kynlausri æxlun. Fullorðnar blóðögður hafa aftur á móti verið staðfestar í fjórum tegundum andfugla: álft (Cygnus cygnus), grágæs (Anser anser), stokkönd (Anas platyrhynchos) og toppönd (Mergus serrator). Sem stendur eru átta tegundir fuglablóðagða þekktar í lífríki landsins. Ein þeirra hefur einungis fundist á lirfustigi en hinar eru þekktar á fullorðinsstigi og hefur þegar verið lokið við að skilgreina ITS-basaraðir þeirra. 79 1-4#loka.indd 125 4/14/10 8:52:15 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.