19. júní


19. júní - 19.06.2008, Blaðsíða 20

19. júní - 19.06.2008, Blaðsíða 20
18 „Ég er mjög hrifin af þessari aðferð,“ segir Halla. „Meðan ég vann í mannauðsstjórnun vann ég að margs konar verkefnum sem miðuðu að því að breyta fyrirtækjamenningu og kynntist ég því hversu erfitt það er að hnika einhverju til. Það tekur að lágmarki fimm ár en oftast nær fimmtán til tuttugu ár ef þú ætlar að breyta rótgrónu fyrirtæki á einhvern afgerandi máta. Ég er því mjög hrifin af því að búa til svona „parallel systems“. Við gerðum það í raun og veru þegar ég var hjá Háskólanum í Reykjavík. Háskóli Íslands var þá nánast eini skólinn og hafði gert hlutina á nokkurn veginn sama hátt í hundrað ár. HR verður til og er flóin sem hoppar og gerir hlutina öðruvísi. Smám saman verður það til þess að HÍ fer að skoða sín mál fer að breyta þeim og bætir sig mikið. Eftir starf mitt hjá HR er ég einna stoltust af þeim breytingum sem hafa orðið á HÍ vegna okkar starfs. Ég tel það ofsalega jákvætt ef Auður verður til þess að fjármálageirinn eða viðskiptalífið fer að koma með aðrar áherslur með tímanum. „Þetta snýst þó ekkert um það að við ætlum að gjörbreyta fjármálageiranum,“ segir Kristín. „Auður er bara annar valkostur og aðrir þurfa ekki að verða eins og við. Þeir eru góðir í því sem þeir eru að gera. Við höfum einfaldlega aðra sýn og aðra nálgun því samfélagið er að breytast og ný tækifæri að verða til vegna þess.“ „Við sjáum þetta sem „blue ocean“ viðskiptatækifæri sem þýðir að við viljum fremur fara út á blátt haf sem ekki hefur

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.