19. júní


19. júní - 19.06.2008, Blaðsíða 37

19. júní - 19.06.2008, Blaðsíða 37
35 Gandhi, sem óneitanlega hefur meiri völd en forsetinn. Auk forsetans þáðum við heimboð ríkisstjóra Delhí-héraðs, Tejendra Khanna, sem og boð Sheilu Dikshit sem er svokallaður Chief Minister sem helst mætti líkja við forseta borgarstjórnar hér á landi. Vakti nafn þessarar ágætu konu óneitanlega nokkra kátínu meðal íslensku sendinefndarinnar! Það er skemmtilegt frá því að segja að enginn af þeim mörgu leigubílsstjórum sem við ókum mikið með til og frá þinginu, trúði að við hefðum heimsótt forsetann, slík er fjarlægð hins venjulega borgara frá ráðamönnum þjóðarinnar. Það má ekki heldur gleyma að á Indlandi búa um einn milljarður manna, sem gerir landið að öðru fjölmennasta ríki heims á eftir Kína, sem eykur óneitanlega fjarlægð borgarans frá ráðamönnum, slíkur er fjöldinn. Mannmergð er einmitt eitt af því sem var eftirtektarvert á Indlandi; allsstaðar blasti við fjöldi manns á götum úti og ekki síður fjöldi farartækja, Texti: Halldóra Traustadóttir Myndir: Bára Kristinsdóttir eða köll í umferðinni þrátt fyrir að hver og einn reyndi að pota sér og sínu faratæki eins hratt og vel áfram eins og kostur var. Allt og öllum var tekið með jafnaðargeði. af mismunandi gerðum og stærðum. Það sem situr eftir úr umferðarmenningunni á Indlandi er hversu rólegir og æðrulausir Indverjar eru; aldrei sá maður pirring, illskuleg hróp Af sjálfum þingstörfunum er það að segja að samþykkt var að meginstoðir allrar vinnu og framkvæmda samtakanna skyldu byggjast á réttlæti, mannréttindum, lýðræði, friði og afnámi alls ofbeldis gegn konum. Í heimsókn hjá forseta Indlands. Frá þingi IAW. Frá þingi IAW.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.