Són - 01.01.2008, Side 155

Són - 01.01.2008, Side 155
LJÓÐ SEM BÍTA, ÖSKRA, STRJÚKA OG HVÍSLA 155 Skáldskapur Nýhilinga og Nykurmanna einkennist af heimsósóma og bölsýni. Ungu skáldin eru ekki bjartsýn en til allrar lukku eru þau full af eldmóði, staðráðin í að vinna íslenskri ljóðlist brautargengi. Ingólfur Gíslason orðar þetta ágætlega fyrir hönd sinnar kynslóðar þegar hann neitar að viðurkenna sigur þagnarinnar og vonar að við berum ljóðæðið áfram til næsta manns og næsta og svo koll af kolli.93 Ef til vill átti sér meira stað í ljóðaútgáfu árið 2007 en oft áður. Nokkrum sinnum heyrðist talað um óvenju vegleg ljóðajól, bæði hvað varðar magn og gæði. Samt sem áður hafði fólk áhyggjur af stöðu ljóðsins. Sumir meira að segja voðalegar áhyggjur og töluðu um yfir- vofandi, eða jafnvel yfirstandandi, dauða ljóðsins. Jákvæðari sálir héldu því fram að ljóðið lifði góðu lífi og engin ástæða væri til að örvænta nema síður sé. Kennarinn og yfirlesarinn Þórður Helgason, sem í mörg ár hefur komið að ljóðaútgáfu, segir að heilmikið sé að gerast í heimi ljóðsins og unga fólki hafi svo sannar- lega áhuga á ljóðlistinni.94 Skáldið Gerður Kristný er sammála Þórði og tekur jafnvel dýpra í árinni, kveður ljóðið vera æðst allra bók- menntagreina og finnst95 […] allt þetta tal um dauða ljóðsins [lýsa] bara ótta okkar við að missa það, rétt eins og þegar fréttir fara á kreik um andlát ást- sælla tónlistarmanna eða veðurfræðinga. Á meðan þessi þjóð þarf á því að halda að láta hugga sig, skemmta eða hrista upp í sér verður ljóðið alltaf sterkur þáttur í lífi hennar. Menningarskríbentinn Páll Ásgeir Ásgeirsson á Morgunblaðinu er á sömu línu og í grein þar sem hann veltir fyrir sér stöðu ljóðsins segir hann það vera í fínu formi, „það iðar og spriklar og ýlfrar og tístir“.96 Þetta er líka skoðun þeirrar sem hér ritar. Umræðan um meint andarslitur ljóðsins og allt harmakveinið í kringum það er orðið ansi þreytandi. Ljóðið hefur ekki lagt upp laupana – það hefur lifað ágætu lífi á Íslandi lengur en elstu menn muna og gerir það örugglega um ókomna tíð. Árið 2007 var gott ljóðaár. Við skulum njóta þess og lesa frekar það sem skáldin ortu á árinu 2007 en syrgja það sem er svo langt í frá dáið. 93 Eiríkur Örn Norðdahl (2007a:6). 94 Ásgeir H. Ingólfsson (2007b). 95 Einar Falur Ingólfsson (2007:55). 96 Páll Ásgeir Ágeirsson (2007). Þröstur Helgason (2007b) ræðir þetta líka í greininni „Sálarlausir segja ljóðið dautt.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.