Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Qupperneq 34

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Qupperneq 34
29 Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 sam- og tvíkynhneigð ungmenni eru líklegri en gagnkynhneigðir unglingar til þess að reyna að stytta sér aldur (Kourany, 1987; Remafedi, French, Story, Resnick og Blum, 1998; Russell og Joyner, 2001). Russell o.fl. (2001) benda á að kennarar sem styðja sam- og tvíkynhneigða nemendur sína og koma fram við þá án fordóma gegna lykilhlutverki í að koma í veg fyrir vandamál hjá þeim. Það undirstrikar mikilvægi þess að kanna hvort fræðsla til kennara skilar sér í jákvæðari viðhorfum, auknu umburðarlyndi, opnari umræðu og betra viðmóti gagnvart sam- og tvíkynhneigðum nemendum. Áhrif fræðslu á viðhorf Samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla (1999) ber kennurum að efla siðferðisvitund og ábyrga hegðun nemenda og vera fyrirmyndir á þessu sviði. Starfshættir grunnskólans skulu mótast af gildum umburðarlyndis, þar sem virðing fyrir einstaklingum og samábyrgð ríkir. Ljóst er því að grunnskólinn á að vera fordómalaus staður. Þetta kemur einnig fram í siðareglum kennara. Þar er staðhæft að kennurum beri að hafa jafnrétti allra nemenda að leiðarljósi. Hverjum einstaklingi á að sýna virðingu, áhuga og umhyggju (Kennarasamband Íslands, 2002). Það á einnig við um sam- og tvíkynhneigða nemendur en getur reynst kennurum erfitt þar sem þeir búa í samfélagi sem einkennist af fordómum og þekkingarleysi á lífi þessa hóps. Í sígildum texta frá 1975 benda Fishbein og Ajzen á að ein árangursríkasta leiðin til þess að breyta viðhorfum er að koma með nýjar upplýsingar sem vefengja þær hugmyndir sem eru til staðar hjá fólki. En sýnt hefur verið fram á að tengsl eru milli sértækra viðhorfa og hegðunar (Ajzen, 1982, 2002). Neikvæð viðhorf fólks til mismunandi þjóðfélagshópa stafa oft af fáfræði og því að neikvæðum staðalmyndum er viðhaldið (Eagly og Mladinic, 1989). Þetta á einnig við um neikvæð viðhorf til sam- og tvíkynhneigðra (Altmeyer, 2001). Það hefur sýnt sig að þeir sem hafa jákvæð viðhorf til samkynhneigðra hafi meiri tengsl við þann hóp en þeir sem hafa neikvæð viðhorf (Liang og Alimo, 2005; Sears, 1992; Steffens og Wagner, 2004). Þetta styður þær hugmyndir að neikvæð viðhorf gagnvart samkyn- hneigðum séu fordómar sem ekki byggjast á eigin reynslu fólks af samkynhneigðum, heldur staðalmyndum og ranghugmyndum. Bandaríska sálfræðingafélagið hefur lagt áherslu á að fræðsla um samkynhneigð sé vænleg til árangurs í baráttunni við fordóma (American Psychological Association, 2004). Aukin þekking á sam- og tvíkynhneigð virðist gegna lykilhlutverki og tengist jákvæðum viðhorfum hjá almenningi (Österman og Carpenlan, 2002). Niðurstöður rannsókna benda eindregið til þess að fræðsla dragi úr neikvæðum við- horfum en það er ekki sama hvernig henni er háttað (Butler, 1999; Christensen og Sorensen, 1994; Van de Ven, 1995; Walters, 1994). Butler (1999) hefur hannað stutt námskeið fyrir kennaranema sem tekur til þeirra þátta sem talið er að mest áhrif hafi á fordóma og viðhorf til sam- og tvíkynhneigðra. Við mat á áhrifum fræðslunnar kom í ljós að viðhorf þeirra þátttakenda sem fengu fræðslu voru jákvæðari eftir fræðsluna og héldust þannig tveimur mánuðum síðar. Viðhorf samanburðarhóps sem fékk enga fræðslu breyttust ekkert á þessum tíma. Þar sem nálgun Butlers er eina heildstæða efnið ætlað kennurum eða kennaranemum sem fannst, og það hefur gefið góða raun, var svipaðri fræðslu beitt til að kanna hvort hafa mætti áhrif á viðhorf íslenskra kennara til sam- og tvíkynhneigðar. Aðferð Til að meta hvort fræðsla hefði áhrif á viðhorf kennara til sam- og tvíkynhneigðar var notað hálf-tilraunasnið þar sem viðhorf tilraunahóps sem fékk fræðslu eru borin saman við viðhorf samanburðarhóps eftir íhlutun. Fræðsluefni frá Butler (1999) var þýtt og endurskoðað og námskeið haldið fyrir kennara í einum skóla sem hér nefnist tilraunahópur. Kennarar í tveimur öðrum sambærilegum skólum fengu enga fræðslu og mynduðu þeir samanburðar- hóp. Ákveðið var að hafa samanburðarhóp Áhrif fræðslu á viðhorf kennara til sam- og tvíkynhneigðra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.