Skáldskaparmál - 01.01.1994, Side 64

Skáldskaparmál - 01.01.1994, Side 64
62 Ármann Jakobsson lýsa húsakynnum þar af mikilli kostgæfni. Hann segir að þar hafi verið „híbýli góð, skáli tjaldaður allur og skipaður skjöldum utan á tjöldin en brynjur voru fýrir framan rekkjur. Solveig húsfreyja hafði fætt barn skömmu áður og var hún þá risin af hvílunni og lá í stofu og Þuríður dóttir hennar og Valgerður móðir hennar og margt annarra manna.“(311) Hér er lýst kvennaveröld og konur einar nafn- greindar. Sagt er frá nýafstaðinni fæðingu. Nýtt líf hefur bæst í heiminn og móðir og barn hvíla sig eftir erfiðið. Friður ríkir. Nýfæddu barni er teflt upp sem andstæðu við þá ruddafengnu innrás í helgasta vé höfðingjans sem fylgir á eftir. Nú er skipt um svið yfir til árásarmannanna sem bíða úti í nóttinni en náttmyrkrið magnar upp óhugnaðinn. Sturla leggur áherslu á ákafa hinna ungu árásarmanna sem nálgast múgsefjun: „Svo var flokkur sá ákafur að hver eggjaði annan. Engi var til latanna.“(311) Hann veltir jafnframt upp þeim möguleika að ef til vill hefði óhæfuverkinu verið afstýrt, hefði einhver verið „til latanna“. Síðan kemur lýsing á árásinni: „Nú gengu þeir í skálann með höggum og blóti og hjuggu þá allt það er fyrir varð og ruddu hvorum tveggja megin lokrekkju og urðu engir menn til varnar með vopnum.“(311-312) Hetjulegt er þetta framferði ekki og skammt á milli þessarar lýsingar og þeirra orða Gerplu að norrænum mönnum hafi þótt „lítill hernaður ef þeir náðu eigi að granda þrem tylftum óvopnfærra manna á móti hverjum vígum karli er þeir drápu; og hefur þótt hæfa að sú tiltala héldist hjá dreingilegum herflokkum síðan, þeim er nokkurs meta frægð og hetjuskap“.70 Síðan er klykkt út með orðunum: „Þar var aumlegt að heyra til kvenna og sárra manna.“(312) Lengra verður vart komist í fordæmingu á þessu voðaverki. Því verra sem voðaverkið er, því nákvæmar er því lýst. Næst segir frá presti einum sem reynir að verja sig með kodda fyrir sverðum ofbeldismannanna en maður sem heitir því óvirðulega nafni Snorri saurr hvetur þá til að sækja frekar að „oss hinum ólærðum mönnum en látið vera prestinn í friði.“(312) Það ergert og Snorri særður til ólífis. Þó að lýsingin sé ógeðfelld kemur fram jákvæður boðskapur. í óhugn- aðinum finnast menn sem eru drengir svo góðir að þeir eru tilbúnir til að fórna lífi sínu fyrir aðra. En eins og ég nefndi áður er það einmitt í dauðanum sem sannar hetjur birtast í Islendinga sögu Sturlu Þórðarsonar, þeir sem sýna karl- mennsku og óttaleysi gagnvart dauðanum. Ofbeldi og árásargirni Vatnsfirðinga kemur fýrir lítið. Þeir vega að konum og húskörlum en finna ekki þann sem þeir leita, Sturlu Sighvatsson, þrátt fýrir að þeir leiti hans með logbröndum. Þá ganga þeir bræður að hvílu húsfreyju, hrista þar blóðug og brugðin vopn að henni og segja „að þar voru þau vopnin er þeir höfðu litað lokkinn á honum Dala-Frey með.“(312) Þessi lýsing er vart til þess fallin að vekja samúð með þeim Þorvaldssonum og hefði fleirum brugðið en Solveigu, þótt ekki væru nýkomnir af barnssæng. Hér eru andstæður skarpastar í þessari frásögn: Nýbökuð móðirin andspænis blóðugum sverðum illvirkjanna. Sturla Þórðarson hikar ekki við að fella dóm yfir þeim bræðrum í gegnum Valgerði 70 Halldór Laxness, Gerpla, Reykjavík, 1952, bls. 235.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260

x

Skáldskaparmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skáldskaparmál
https://timarit.is/publication/1141

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.