Skáldskaparmál - 01.01.1994, Side 161

Skáldskaparmál - 01.01.1994, Side 161
Afsálarháska Jóns Indíafara 159 Sex vikum síðar var eg tekinn og til settur við týhúsið vakt að halda, en til þess tíma hafði eg frípass, spilrúm og liðugan gang í borginni, framar öðrum, er komu samtíðis mjer undir regimentið, því sá frómi gamli mann, Meistari Hannes, týmeistari, var mjer svo frábærlega góður og eftirlátur, sem eg hefði verið hans eiginlegur sonur, og af því vóx elska og ástsemd fólksins til mín og varð eg því ei síðstur haldinn af öllum mínum jafnöldrum og samnótum, hvar út í Guðs náð og ósegjanleg þolinmæði sig bevísaði, mjer aumum og framandi til eflingar og hjartans hugsvölunar. (33) Eftir rúma ársdvöl í danska hernum gafst Jóni kostur á að tala við Kristján konung fjórða. A ferð liðsins til Flekkerö í Noregi spyr kóngur eitt sinn hvort um borð séu íslenskir menn. Honum er svarað játandi og eru Jón og vinur hans Jón Halldórsson, sem einnig var byssuskytta, leiddir fyrir hann. Fyrir kóngi vakti að forvitnast um ísland og verslun íslendinga við Englendinga hér við land sem þá var litin hornauga af dönskum einokunarkaupmönnum (sbr. Helga Þorláksson 1987: 39). Kóngi líst strax vel á Jón og spyr hann fyrst „...hvort eg hafi í skóla gengið, því eg sjái út til þess, að hafa lærðra manna yfirliti...“ (49). Þá spyr kóngur með hverjum Jón hafi siglt frá íslandi og þorði Jón ekki annað en viðurkenna að það hafi verið með Englendingum en þá var bannað að sigla með erlendum mönnum frá landinu nema með sérstöku leyfi (sbr. Guðbrand Jónsson 1946: 224). Kóngur gerir ekkert í því máli og hlífir þar Jóni. Að öðru leyti kemst Jón vel frá samtalinu því kóngi fannst hann vera orðinn mun fróðari um íslands háttalag. Að samtalinu loknu gaf kóngur þeim félögum vínstaup sem þakklætis- vott fyrir viðtalið og bar æ síðan hlýhug til Jóns eins og síðar átti eftir að koma á daginn. Jón segirennfremur í framhaldi afþeirra kynnum: „Uppfrá þessu ávarpaði kóngur mig þrávalt með 1 júflegu ávarpi, hvar hann sá mig.“ (50) Jón hlýtur hér náð fyrir augum kóngs og nýtur hér eftir virðingar á meðal samstarfsfélaga sinna. Hann var þó ekki laus við að vera ákjósanlegt fórnarlamb hinna ýmsu hrekkja bæði innan og utan herliðs en þegar í harðbakka sló gat hann alltaf reitt sig á stuðning félaga sinna í týhúsinu. Efalítið hefur Jón orðið fyrir barðinu á hrekkjalómum af þeirri ástæðu að hann var útlendingur. Hann mætti oft fordómum vegna þjóðernis síns en þótt hann reyndi ætíð að friðmælast við menn gat hann ekki á sér setið þegar hann heyrði menn fara niðurlægjandi orðum um þjóð sína og skorti þá ekki hugrekkið. Hann segir t.d. frá því þegar hann og íslenskur vinur hans, Einar, voru staddir á veitingahúsi og heyra mann tala niðrandi um íslendinga við góðar undirtektir áheyrenda því landinn leit „aumlega... út í hans texta“ (69). Jón spyr Einar hvort hann geti liðið þetta en hann segist „slíkt tíðum mega heyra um ísland talað“ (70). Þá er Jóni nóg boðið og hann stendur upp til að verja samlanda sína fyrir þessum óhróðri: Ég stend svo fyrir framan mitt borðið og tala eg til þessa manns, er svo lastlega hafði þessa lands fólki tiltalað, og til ályktunar hafði sagt, að þetta fólk mætti ekki fólk heita, heldur sem svívirðilegustu kvikindi. Eg segi: „Vinur, eg heyri þú ert víða um lönd kunnugur og kant dáfallega frá mörgu að skýra, og hvað mig ei síst undrar, að þú um
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260

x

Skáldskaparmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skáldskaparmál
https://timarit.is/publication/1141

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.