Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar


Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 28.08.2006, Blaðsíða 6

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 28.08.2006, Blaðsíða 6
6 Það má því í stuttu máli segja að stefnugreind vegamót stytti aksturstíma og minnki aksturskostnað en hringtorg auki öryggi og falli betur að umhverfinu. Hér er því valið annars vegar á milli kostnaðar og hins vegar öryggis og umhverfis. Þær þjóðir sem ég þekki til hafa valið öryggið fremur en að minnka kostnað og því valið hringtorg fremur sem lausn. Ég hef ekið mikið á þjóðvegum á Spáni og í Portúgal og séð mörg hringtorg í byggingu en mjög fá stefnugreind vegamót. Það sama á við á umferðarmeiri vegum í þéttbýli þar sem ekki eru gatnamót með umferðarljósum. Svipaða þróun hef ég séð í öðrum löndum í Evrópu þar sem ég hef ekið. Á Spáni er ekki heimilt að byggja stefnugreind vegamót á þjóðvegum sem eru í umsjón vegagerðarinnar (25.000 km) þar sem umferð aðalvegar er meiri en 5.000 bílar á dag. Þá er rétt að spyrja hvort hringtorg á þjóðvegum hér á landi henti okkar markmiðum um greiða og örugga umferð sem er eitt af markmiðum Vegagerðarinnar. Áður en reynt verður að svara þeirri spurningu þá er rétt að skoða vegakerfið okkar nánar. Umferð hér á landi er yfirleitt lítil nema á helstu þjóð­ vegum á Suðvesturlandi og út frá stærstu þéttbýlunum. Vegir eru yfirleitt mjóir og gatnamót flest óstefnugreind T­ vegamót. Á þjóðvegunum er urmull tenginga inn á tún og engi ásamt vegamótum við opinbera vegi. Umferðarhraði á vegunum er mjög mikill borið saman við umferðarhraða hjá öðrum þjóð­ um á sambærilegum vegum.2) Flestir vegirnir sem eru með klæðingu og yfirborðsmerking­ ar slitna fljótt, sérstaklega á vegamótunum. Þess vegna eru yfirborðsmerkingar á þeim oft ógreinanlegar og oft er möl inni á þeim sem getur lengt hemlunarvegalengd verulega. Þó vegamót verði merkt sérstaklega með lægri hraða þá munu vegfarendur ekki virða það sé tekið mið af því hvernig ökumenn hegða sér sbr. Reykjanesbraut og Vesturlandsveg á Kjalarnesi þar sem umferðarhraði er tekinn niður í 70 km á vegamótum. Hér er því spurningin sú hvernig best er hægt að ná markmiðinu um greiða og örugga umferð. Hvað varðar umferðaröryggi eru hringtorgin miklu örugg­ ari en stefnugreind vegamót. Greið umferð hefur ekki verið skilgreind og líta má á hana út frá mismunandi sjónarmiðum. Greið umferð er ekki það sama og hröð umferð. Greið umferð er umferð sem tekur tillit til aðstæðna. Þess vegna þarf ekki að líta á lækkun á umferðarhraða á vegamót­ um sem töf á umferð heldur nauðsynlega aðgerð sé ætlað að ná markmiðinu um umferðaröryggi. Þegar ekið er í gegnum þéttbýli er ekki litið á lækkun á umferðarhraða sem töf á umferð heldur nauðsynlega aðgerð til að bæta umferðar­ öryggi. Hvers vegna ekki einnig á vegamótum í dreifbýli þar sem sömu aðstæður eru og tilgangurinn sá sami að bæta umferðaröryggið? Mislæg vegamót Hringvegar (1) og Þrengslavegar (39). Stefnugreind vegamót Hringvegar (1) og Hafravatnsvegar (431). Stefnugreind vegamót Hringvegar (1) og Biskupstungnabrautar (35). Hringvegur (1). Hámarkshraði er lækkaður úr 90 km/klst. í 70 km/klst. þar sem leiðin liggur framhjá þéttbýli á Kjalarnesi og um stefnugreind vegamót.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.