Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar


Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 28.08.2006, Blaðsíða 2

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 28.08.2006, Blaðsíða 2
2 er síðan unnið áhættumat og áhættukort fyrir ákveðna vegi og vegarkafla. Áhættumatið verður síðan leiðbeinandi fyrir ökumenn og veghaldara um hvað skal gera til að draga úr slysahættu á vegum. Ef óhapp á sér stað þá sé hönnun vegar og nánasta umhverfi hans þannig að sem minnstar líkur séu á líkamstjóni. EuroRAP bifreiðin Bifreið EuroRAP á Íslandi er af gerðinni Mercedes Benz A. Það var bifreiðaumboðið Askja sem útvegaði bílinn en kaup hans og rekstur er fjármagnað af nokkrum íslenskum fyrirtækjum. Bíllinn er mjög vel til þess fallinn að skoða vegi en í honum er tvöfalt gólf þar sem ýmsum búnaði er komið fyrir. Það er spennubreytir sem breytir 12 volta jafnstraumi í 220 volta riðstraum sem knýr tölvur og annan búnað. Af öðrum búnaði má nefna nákvæmt GPS staðsetningartæki, hreyfimyndavél og nákvæman vegalengdarmæli með hámarksfráviki upp á einn metra við hverja 100 km. Þessi búnaður er tengdur við tölvu sem í er kortagrunnur frá Loftmyndum. Skoðunarmaður metur veginn sem ekið er um sjónrænt og merkir það sem hann sér á og við veginn jafnóðum á skráningartöflu. Tölvan safnar upplýsingunum og samkeyrir þær við kortin. Hluti af tækjabúnaði EuroRAP bifreiðarinnar. Mynd EuroRAP. Bifreið EuroRAP á Íslandi. Umferðarstofa og FÍB kynna fyrstu niðurstöður EuroRAP matsins á blaðamannafundi 15. ágúst sl. Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra þakkaði fyrir framtakið.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.