19. júní


19. júní - 19.06.2010, Blaðsíða 3

19. júní - 19.06.2010, Blaðsíða 3
Jafnréttisstofa fagnar 10 ára afmæli sínu í Ketilhúsinu á Akureyri þann 10. september 2010. Jafnréttisstofa Jafnréttisstofa 10 ára Litið yfir farinn veg og horft til framtíðar AR G H 0 5/ 20 10 Tónlist I Fróðleg erindi I Umræðutorg Nánar á www.jafnretti.is jafnréttiá 21. öldinni Tímaritið 19. júní 59. árgangur 2010 Útgefandi: Kvenréttindafélag Íslands Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Elín Albertsdóttir Höfundur efnis: Elín Albertsdóttir Ljósmyndari: Íris Ann Sigurðardóttir Hönnun og umbrot: Ólöf Jóna Guðmundsdóttir Prentun: Oddi Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. Tími kvenna er runninn upp „Konan er að vakna. Hún veit að karlmenn hafa ráðið heiminum frá því sögur hófust. Og hvernig hefur sá heimur verið? Hann hefur löðrað í blóði og logað af kvöl. Ég trúi því að þessi heimur breytist þegar konur fara að stjórna honum til jafns við karla. Ég vil og ég trúi því að þið viljið það allar, að heimurinn afvopnist. Allt annað eru stjórnmálaklækir og hræsni,“ sagði Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir verkakona í ávarpi sem hún flutti á Lækjartorgi á kvennafrídeginum 24. október 1975. Síðan eru liðin 35 ár og enn eru orð Aðalheiðar að mörgu leyti í fullu gildi. Margt hefur þó sem betur fer áunnist. Íslenskar konur hafa verið í öndvegi varðandi kvennabaráttu í heiminum. Þær eru víkingar í eðli sínu og berjast ekki síður en karlar. Kvennafrídagurinn hafði þau áhrif á ungar konur að þær efldust í baráttu sinni fyrir því að ná jöfnum árangri á við karla. Við áttum fyrsta kvenforsetann í heiminum og í dag eru konur í mörgum áhrifamestu embættum landsins. Kona er forsætisráðherra, kona er rektor Háskóla Íslands og undanfarin ár hefur kona gegnt starfi borgarstjóra. Víða í samfélaginu eru konur í áhrifastöðum, stöðum sem engum hefði dottið í hug árið 1975 að þær ættu eftir að sinna. Við minnumst þess að 35 ár eru liðin frá kvenna- frídeginum. Deginum þegar meira en 25 þúsund íslenskar konur lögðu niður störf og lömuðu með því þjóðfélagið. Deginum sem vakti heimsathygli á samstöðu íslenskra kvenna. Við minnumst þess líka að 90 ár eru frá því að allar konur á landinu fengu kosningarétt og 30 ár eru liðin frá kjöri Vigdísar Finnbogadóttur sem forseta Íslands. Í 19. júní að þessu sinni er rætt við fjölmargar konur sem hafa náð langt í störfum sínum, konur sem hafa fellt karlavígi. Þetta er konur sem þjóðin er stolt af og þær eru fyrirmyndir þeirra kvenna sem nú eru að vaxa úr grasi. Tími kvenna er runninn upp. Konur eru fjölmennari í háskólum landsins en karlar. Þær vita um gildi menntunar. Strákarnir mega þó ekki sitja eftir, eins og Vigdís Finnbogadóttir og Kristín Ingólfsdóttir benda á í blaðinu. Synir okkar eiga líka skilið góða menntun og framtíðarmöguleika. Konur kjósa jafnrétti á öllum sviðum. Eitt baráttumálið á kvennafrídeginum var krafa um sömu laun fyrir karla og konur. Minnstur árangur hefur náðst í þeim efnum. Konur þurfa að standa saman til afnema kynbundinn launamun sem fyrst. Það verður einungis gert með því að aflétta launaleynd. Konur eiga að standa saman til að þetta baráttumál nái fram að ganga sem önnur. Til hamingju með afmælisárið Elín Albertsdóttir ritstjóri 5 Formannsspjall – Margrét K. Sverrisdóttir 6 Tímamótaár Vigdísar Finnbogadóttur 10 Ráðherra með veiðidellu - Ragna Árnadóttir 14 Baráttukonan Þórdís Elva Þorvaldsdóttir 18 Menntun hefur áhrif - Kristín Ingólfsdóttir rektor 22 Afnemum launaleynd - Ingrid Kuhlman 24 Konur, stöndum saman - Gerður Kristný 27 P-pillan fimmtug 29 Kvennafrídagurinn 1975 - Guðrún Erlendsdóttir 31 Hetjan Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir 32 Konur í áhrifastöðum – Hrefna Sætran 34 Ásta R. Jóhannesdóttir 36 Jóna Hrönn Bolladóttir 38 Sigríður Björk Guðjónsdóttir 41 Birna Einarsdóttir 42 Pabbaraunir Björns Þorlákssonar 44 Konur og viðskipti – Þóranna Jónsdóttir 46 Kvennabókaútgáfa 10 ára 48 Skýrsla Kvenréttindafélags Íslands Efnisyfirlit Ólöf Jóna Guðmundsdóttir Grafískur hönnuður Íris Ann Sigurðardóttir Ljósmyndari 3 3 Efnisyfirlit.indd 3 6/2/10 1:22:54 PM

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.