Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Page 185

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Page 185
185 um skepnum, og að þannig höfum við hagað okkur frá ómunatíð á næstum allri jörðinni.“ Það fór hrollur um Míkrómegas sem spurði hver ástæðan gæti verið fyrir þessum hræðilegu deilum milli svo vesælla dýra. „Þetta snýst um drulluhaug á stærð við hæl þinn, sagði heimspekingurinn. Ekki það að einn einasti þessara milljóna manna sem skornir eru á háls fari fram á hálmstrá af þessum drulluhaug. Það snýst bara um að vita hvort hann til- heyri vissum manni sem nefndur er Sultan eða öðrum sem, ég veit ekki af hverju, er nefndur Sesar. Hvorugur þeirra hefur nokkru sinni séð, né mun nokkru sinni sjá, þennan litla afkima sem málið snýst um og næstum engin þessara skepna sem skera hver aðra á háls hefur nokkru sinni séð skepnuna sem þeir láta skera sig á háls fyrir. – Ah, vesalingarnir! hrópaði Síríusbúinn með vanþóknun, er hægt að skilja öfgar þessarar trylltu reiði? Mig langar mest til að taka þrjú skref og þurrka út með þremur spörkum þessa mauraþúfu af fáránlegum morðingj- um. – Verið ekki að hafa fyrir því, var honum svarað, þeir vinna sjálfir nóg að eyðileggingu sinni. Vitið til að eftir tíu ár verður ekki einu sinni hundr- aðasti hluti þessara vesalinga eftir; vitið til að jafnvel þótt þeir dragi ekki upp sverð, þá gerir hungur, þreyta eða óhófleg drykkja út af við þá næstum alla. Reyndar eru það ekki þeir sem á að refsa: Það eru villimennirnir sem heima sitja og skipa fyrir um morð milljóna manna úr skrifstofum sínum á meðan þeir liggja á meltunni og láta síðan þakka Guði hátíðlega fyrir.“ Ferðalangurinn varð klökkur af meðaumkun með hinu litla mannkyni sem hann fann svo furðulega miklar andstæður hjá. „Þar sem þið tilheyrið hinum litla hópi spekinga, sagði hann við þessa herramenn, og svo virðist sem þið drepið engan fyrir fé, þá bið ég ykkur að segja mér í hvað þið verj- ið tíma ykkar? – Við kryfjum flugur, sagði heimspekingurinn, við mælum línur, við söfnum tölum, við erum sammála um tvö eða þrjú atriði sem við skiljum og við deilum um tvö eða þrjú þúsund atriði sem við skiljum ekki.“ Síríusbúinn og íbúi Satúrnusar fengu strax þá flugu í höfuðið að spyrja þessi hugsandi atóm í þaula til að komast að því hvað þau væru sammála um. „Hversu langt telst ykkur til að sé frá Hundastjörnunni að stóru stjörn- unni í Tvíburunum?“ Þeir svöruðu allir sem einn: „Þrjátíu og tvær og hálf gráða. – Hvað er langt héðan og til tunglsins? – Sextíu hálfþvermál jarð- arinnar í heilum tölum. – Hversu mikið vegur andrúmsloftið ykkar?“ Hann hélt sig hafa náð að gabba þá en þeir sögðu honum allir að andrúms- loftið vægi um það bil níu hundruð sinnum minna en samsvarandi magn MÍKRÓMEGAS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.