Peningamál - 01.11.1999, Blaðsíða 16

Peningamál - 01.11.1999, Blaðsíða 16
eða sem nam 10,4% af skatttekjum. Samkvæmt síð- ustu vísbendingum verður hallinn litlu minni á árinu 1999. Svo mikill halli leiðir til hraðversnandi skulda- stöðu. Heildarskuldir sveitarfélaga námu í árslok 1998 um 47 ma.kr. eða um það bil 8% af vergri landsframleiðslu og hækkuðu um rúma 5 ma.kr. á árinu. Í byrjun áratugarins voru skuldir sveitarfélaga rúm 4% af landsframleiðslu. Hallarekstur sveitar- félaganna vinnur gegn því aðhaldi sem er í ríkisfjár- málum og eykur á þensluna í þjóðarbúskapnum. Hann er auk þess varasamur í sjálfu sér því með sama áframhaldi hækka skuldir sveitarfélaganna úr um 90% af skatttekjum á árinu 1998 í meira en 150% af skatttekjum árið 2010. Að vísu er fjárfesting í skólum, leikskólum og holræsum, sem hefur verið óvenjumikil undanfarin ár, að einhverju leyti tímabundin og má rekja til nýrra krafna um einsetn- ingu skóla og úrbætur í umhverfismálum. Því má ætla að dragi nokkuð úr útgjöldum á næstu árum. Eigi að síður þýðir skuldasöfnun síðustu ára að rek- stur sveitarfélaganna er nú viðkvæmari fyrir breytingum á ytri aðstæðum sem þau hafa lítið vald yfir svo sem afturkipp í hagvexti eða vaxtaþróun. Þanþol innlends vinnumarkaðar er á þrotum en erlent vinnuafl hefur brúað bilið til þessa Atvinnuleysi hefur minnkað jafnt og þétt og var í september komið niður í 1,4%. Í sumum landshlutum má heita að atvinnuleysi sé horfið. Atvinnuleyfum til útlendinga hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum og erlent farandverkafólk gegnir mikilsverðu hlutverki í sumum byggðarlögum. Á þriðja þúsund atvinnuleyfa var gefið út fyrstu níu mánuði þessa árs eða næstum jafnmörg og allt árið í fyrra, sem einnig var metár. Ennfremur hafa fleiri flutt til landsins en frá því. Á fyrstu níu mánuðum ársins fluttust 1.048 fleiri til landsins en frá því, 249 Íslendingar og 799 erlendir ríkisborgarar. Á sama tíma árið 1998 fluttu 411 fleiri til landsins en frá því en þá fluttu þó fleiri Íslendingar af landi brott en til landsins. Launaþróun á árinu hefur að mestu leyti verið í samræmi við kjarasamninga. Á þriðja ársfjórðungi 15 Tekjur, gjöld og afkoma ríkissjóðs 1998-1990 Ríkisreikningur 1998 Fjárlög 1999 Spá 1999 Frumvarp 2000 0 5 10 15 20 -5 -10 Ma.kr. 150 160 170 180 190 200 210 Ma.kr. Tekjur (hægri ás) Gjöld (hægri ás) Afgangur (vinstri ás) Mynd 12 Myndin til hliðar sýnir afkomu ríkissjóðs skv. uppgjöri Þjóðhagsstofnunar eftir þjóðhagsreikningastöðlum. Eftir breytingar á ríkisreikningi og fjárlögum 1998 veita þessar tölur helst færi á samanburði aftur í tímann. Auk afkomu eru sýndir tveir mælikvarðar á að hve miklu leyti afkoma ríkissjóðs skýrist af árferði. Annar mæli- kvarðinn er kallaður aðhaldsátak ríkisfjármála. Sam- kvæmt honum eru ríkisfjármálin hlutlaus ef tekjur ríkis- ins eru fast hlutfall af landsframleiðslu en útgjöld hækka ekki meira en sem nemur verðlagi landsfram- leiðslu og mannfjölgun. Hinn mælikvarðinn er tekjuaf- gangur ríkissjóðs, leiðréttur fyrir áhrifum hagsveiflunn- ar. Þar er fyrst lagt mat á hvort landsframleiðslan sé meiri eða minni en sem nemur eðlilegri framleiðslu- getu. Því næst er metið hver afkoma ríkissjóðs hefði orðið ef hagvöxtur hefði fylgt vexti áætlaðrar fram- leiðslugetu en hvorki verið meiri né minni. Afkoma og aðhald í ríkisfjármálum 1980 -1999 % af landsframleiðslu 1980 1982 1984 1986 1988 1990 1992 1994 1996 1998 2000 0 2 4 -2 -4 -6 % Tekjuafgangur Aðhald Sveifluleiðréttur afgangur Mynd 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.