Peningamál - 01.05.2000, Side 8

Peningamál - 01.05.2000, Side 8
PENINGAMÁL 2000/2 7 tekjutengingu og réttur foreldra til fæðingarorlofs aukinn. Síðasttöldu breytingarnar eru raunar í sam- ræmi við fyrirheit sem gefin voru í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og fela því ekki í sér frávik frá fyrri áætlunum. Ekki var gert ráð fyrir svo mikilli hækkun per- sónuafsláttar á fjárlögum og því fela aðgerðir ríkis- stjórnarinnar í sér nokkra slökun frá samþykktum fjárlögum, eða sem nemur 1,3 ma.kr. árið 2000. Tekjutap ríkissjóðs verður þó að meta í ljósi þess að hækkun skattleysismarka um sl. áramót var töluvert minni en sem nemur hækkun verðlags og vafamál er að hækkun þeirra á næstu árum muni halda í við verðlag. Á heildina litið er framlag ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga því fremur hóflegt og minna en í kjarasamningunum 1997. Svigrúm til að beita skött- um í hagstjórnarskyni er einnig mun meira nú en þá. … en gætu samrýmst lækkandi verðbólgu skv. nýrri verðbólguspá Þótt kjarasamningar tefli stöðugleika verðlags í nokkra tvísýnu eru eigi að síður horfur á að verð- bólga muni heldur hjaðna þegar líða tekur á árið og enn frekar á næsta ári, verði ekki meiri háttar um- skipti að því er áhrærir gengisþróun. Hjöðnun verð- bólgu verður þó líklega mun hægari en æskilegt væri. Frá janúar 1999 til janúar sl. hækkaði vísitala neyslu- verðs um 5,8%. Seðlabankinn spáir nú að á þessu ári muni vísitalan hækka um 5% og um 4% á árinu 2001. Það felur í sér að meðalhækkun verðlags á milli ár- anna 1999 og 2000 verður 5½% og 4½% á milli áranna 2000 og 2001. Í janúar sl. spáði Seðlabankinn að vísitala neyslu- verðs myndi hækka um 3,8% yfir árið 2000. Að hluta til stafar mismunurinn af verðhækkunum sem þegar hafa orðið, en horfur um verðlagsþróun til loka ársins hafa einnig versnað töluvert. Verri horfur má rekja til þess að ýmsar forsendur spárinnar hafa breyst til hins verra. Í fyrsta lagi er nú sýnt að hækkun launa mun verða töluvert meiri en gert var ráð fyrir í janúar- spánni. Í janúar var reiknað með 6½% hækkun launa- kostnaðar á árinu 2000, en forsenda þeirrar spár sem hér birtist er að launakostnaður hækki um tæp 8% árið 2000 og um 5½% árið 2001. Gert er ráð fyrir að laun á almennum vinnumarkaði muni í meginatriðum fylgja því fordæmi sem samningar SA og Flóabanda- lagsins og VMSÍ settu. Til viðbótar er gert ráð fyrir 2½% launaskriði árið 2000 og 1½% launaskriði árið 2001. Forsenda um þróun framleiðni á yfirstandandi ári er óbreytt eða 2% og mun meiri launakostnaður því koma fram í verðlagsþróun að fullu. Gert er ráð fyrir að framleiðni aukist um 1½% á næsta ári. Hin meginbreytingin á forsendum spárinnar er að horfur um þróun innflutningsverðs hafa versnað nokkuð. Í janúar var búist við 2% hækkun innflutningsverðs í erlendri mynt, en nú er gert ráð fyrir að það hafi hækkað með 3,5% árshraða fyrstu 3 mánuði yfir- standandi árs en muni hækka með 2% árshraða eftir það. Á móti kemur að gengi krónunnar sem lagt er til grundvallar spánni hefur hækkað um 2,1% frá því að janúarspáin var gerð. Í spánni er gengið út frá því að gengi krónunnar haldist stöðugt miðað við gengi 25. apríl. Áhrif breyttra forsendna á verðbólgu sem spáð er á yfirstandandi ári eru því meginskýring hækkunar hennar og nema tæplega 1% af 1,2%. Gengisþróun á spátímabilinu er eins og ævinlega einn helsti óvissuþáttur spárinnar. Að venju er gert ráð fyrir óbreyttu gengi krónunnar frá spádegi. Ýmis- legt bendir til þess að gengi krónunnar haldist stöðugt eða hækki jafnvel á næstu mánuðum vegna Tafla II Verðbólguspá Seðlabanka Íslands Ársfjórðungsspá Breyting Ársfjórðungs- frá sama Spáð % Vísitölu- breyting á ársfjórðungi breyting gildi ársgrundvelli árið áður 1999:1 0,6 185,2 2,6 1,5 1999:2 1,5 188,0 6,3 2,4 1999:3 1,7 191,1 6,8 4,4 1999:4 1,4 193,9 5,9 5,4 2000:1 1,1 196,0 4,3 5,8 Ársbreytingar (%) Ár Milli ára Yfir árið 1996 2,3 2,0 1997 1,8 2,2 1998 1,7 1,3 1999 3,4 5,8 Skyggt svæði sýnir spá. 2000:2 1,4 198,7 5,7 5,7 2000:3 1,3 201,3 5,5 5,3 2000:4 1,3 203,8 5,1 5,1 2000 5,5 5,0 2001 4,5 4,0

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.