Peningamál - 01.05.2000, Blaðsíða 34

Peningamál - 01.05.2000, Blaðsíða 34
… en eiginfjárhlutföll lækka áfram Eiginfjárhlutfall viðskiptabanka var 9,7% í heild, sparisjóða 11,6% og fjárfestingarbanka 12,9%. FBA hefur verið að lækka hlutfall sitt til að bæta arðsemi hlutafjár en staðan hefur styrkst hjá hinum fjárfest- ingarbönkunum. Hlutföll viðskiptabankanna hafa verið nokkuð stöðug undanfarin ár en hjá sparisjóð- unum er um samfellda lækkun að ræða allt frá árinu 1994. Að víkjandi lánum slepptum hafa eiginfjár- hlutföll lækkað verulega á síðustu árum eins og sjá má í töflu 1 á bls. 29. Ein afleiðing áframhaldandi útlánaþenslu er lækkun eiginfjárhlutfalla sem gefur minna borð fyrir báru í ágjöf. Sterk eiginfjárstaða skiptir miklu máli við mat á lánshæfi sem ekki síst er mikilvægt fyrir lánastofnanir sem í vaxandi mæli eru háðar fjár- mögnun á erlendum sem innlendum mörkuðum. Góð afkoma síðustu árin hefur ekki megnað að vega á móti þeirri þenslu í umsvifum sem íslenskar lána- stofnanir hafa kosið að hafa. Mat markaðarins er … Þegar staða íslensku bankanna er skoðuð er gagnlegt að hafa til hliðsjónar lánshæfismat erlendra mats- fyrirtækja. Allir íslensku viðskiptabankarnir ásamt FBA eru flokki fyrir neðan ríkissjóð samkvæmt mati Moody's með A-3 einkunn vegna langtímaskuld- bindinga og P-2 vegna skammtímaskuldbindinga. Þetta mat breyttist ekki á árinu. Jafnframt er áhugavert að skoða mat hlutabréfa- markaðarins. Eins og áður segir hækkaði verðvísitala aðallista Verðbréfaþings Íslands um 45% á liðnu ári en vísitala hlutabréfa fjármálafyrirtækja og trygging- arfélaga gerði gott betur og hækkaði um 70%. Skráð- ir bankar voru með 99 ma.kr. markaðsvirði í árslok sem er 2,5-falt innra virði (V/E-hlutfall). … vanmetnar eignir og … Ein skýring á þessum mun á markaðsvirði og innra virði eru vanmetnar eignir í reikningum bankanna. Opinberlega hefur komið fram5 að eigið fé einstakra skráðra banka hafi verið vanmetið um allt að 40% í lok liðins árs. Slíkt vanmat má einnig rökstyðja fyrir óskráðu fjárfestingarbankana og sparisjóðina. Þá er verið að meta til markaðsvirðis eignarhluta í öðrum félögum og óuppfærð verðbréf í veltu- og fjárfesting- arbók. Slíkt mat kemur ekki fram af uppgjörum og er mjög háð sveiflukenndu söluvirði eigna. Við mat á bönkunum hefur til þessa skipt máli skattalegt hagræði vegna framreiknaðs taps og arð- greiðslna fyrri ára. Vegna mikils hagnaðar á liðnu ári er skattalega hagræðið uppurið þar sem það hefur átt við, þ.e. í Landsbanka, Íslandsbanka og FBA, og munu því allir bankar og sparisjóðir greiða skatta að fullu á þessu ári. … væntingar um hagræðingu og aukinn hagnað Þessar miklu hækkanir á verði hlutabréfa í viðskipta- bönkunum og FBA á liðnu ári endurspegla væntingar um hagræðingu og aukna arðsemi. Hagnaður banka og sparisjóða hefur aldrei verið meiri í krónum talið en á síðasta ári en samt býst hlutabréfamarkaðurinn við meiru. Í því felst trú á áframhaldandi góðæri með hagræðingu í rekstri án óvæntra útlánatapa eða ann- arra áfalla í rekstri. Ef reiknað er út frá núverandi gengi hlutabréfa í bönkunum er krafa markaðarins sú að hagnaður þeirra aukist um 15-20% árlega á næstu 5-8 árum. Slíkar væntingar fela í sér hugmyndir um ávinning af endurskipulagningu og sameiningu. PENINGAMÁL 2000/2 33 5. Fjármálaráðgjöf LÍ, Kynningarfundur Landsbanka Íslands hf. 10. mars 2000. Eiginfjárhlutföll banka og sparisjóða 1999 Mynd 3 Lands- banki Búnaðar- banki Íslands- banki FBA Kaup- þing Samvinnu- sjóður Spari- sjóðir 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 22 24 % Blái hluti súlunnar er eiginfjárhlutfall án víkjandi lána Heimild: Fjármálaeftirlitið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.