Peningamál - 01.05.2000, Síða 34

Peningamál - 01.05.2000, Síða 34
… en eiginfjárhlutföll lækka áfram Eiginfjárhlutfall viðskiptabanka var 9,7% í heild, sparisjóða 11,6% og fjárfestingarbanka 12,9%. FBA hefur verið að lækka hlutfall sitt til að bæta arðsemi hlutafjár en staðan hefur styrkst hjá hinum fjárfest- ingarbönkunum. Hlutföll viðskiptabankanna hafa verið nokkuð stöðug undanfarin ár en hjá sparisjóð- unum er um samfellda lækkun að ræða allt frá árinu 1994. Að víkjandi lánum slepptum hafa eiginfjár- hlutföll lækkað verulega á síðustu árum eins og sjá má í töflu 1 á bls. 29. Ein afleiðing áframhaldandi útlánaþenslu er lækkun eiginfjárhlutfalla sem gefur minna borð fyrir báru í ágjöf. Sterk eiginfjárstaða skiptir miklu máli við mat á lánshæfi sem ekki síst er mikilvægt fyrir lánastofnanir sem í vaxandi mæli eru háðar fjár- mögnun á erlendum sem innlendum mörkuðum. Góð afkoma síðustu árin hefur ekki megnað að vega á móti þeirri þenslu í umsvifum sem íslenskar lána- stofnanir hafa kosið að hafa. Mat markaðarins er … Þegar staða íslensku bankanna er skoðuð er gagnlegt að hafa til hliðsjónar lánshæfismat erlendra mats- fyrirtækja. Allir íslensku viðskiptabankarnir ásamt FBA eru flokki fyrir neðan ríkissjóð samkvæmt mati Moody's með A-3 einkunn vegna langtímaskuld- bindinga og P-2 vegna skammtímaskuldbindinga. Þetta mat breyttist ekki á árinu. Jafnframt er áhugavert að skoða mat hlutabréfa- markaðarins. Eins og áður segir hækkaði verðvísitala aðallista Verðbréfaþings Íslands um 45% á liðnu ári en vísitala hlutabréfa fjármálafyrirtækja og trygging- arfélaga gerði gott betur og hækkaði um 70%. Skráð- ir bankar voru með 99 ma.kr. markaðsvirði í árslok sem er 2,5-falt innra virði (V/E-hlutfall). … vanmetnar eignir og … Ein skýring á þessum mun á markaðsvirði og innra virði eru vanmetnar eignir í reikningum bankanna. Opinberlega hefur komið fram5 að eigið fé einstakra skráðra banka hafi verið vanmetið um allt að 40% í lok liðins árs. Slíkt vanmat má einnig rökstyðja fyrir óskráðu fjárfestingarbankana og sparisjóðina. Þá er verið að meta til markaðsvirðis eignarhluta í öðrum félögum og óuppfærð verðbréf í veltu- og fjárfesting- arbók. Slíkt mat kemur ekki fram af uppgjörum og er mjög háð sveiflukenndu söluvirði eigna. Við mat á bönkunum hefur til þessa skipt máli skattalegt hagræði vegna framreiknaðs taps og arð- greiðslna fyrri ára. Vegna mikils hagnaðar á liðnu ári er skattalega hagræðið uppurið þar sem það hefur átt við, þ.e. í Landsbanka, Íslandsbanka og FBA, og munu því allir bankar og sparisjóðir greiða skatta að fullu á þessu ári. … væntingar um hagræðingu og aukinn hagnað Þessar miklu hækkanir á verði hlutabréfa í viðskipta- bönkunum og FBA á liðnu ári endurspegla væntingar um hagræðingu og aukna arðsemi. Hagnaður banka og sparisjóða hefur aldrei verið meiri í krónum talið en á síðasta ári en samt býst hlutabréfamarkaðurinn við meiru. Í því felst trú á áframhaldandi góðæri með hagræðingu í rekstri án óvæntra útlánatapa eða ann- arra áfalla í rekstri. Ef reiknað er út frá núverandi gengi hlutabréfa í bönkunum er krafa markaðarins sú að hagnaður þeirra aukist um 15-20% árlega á næstu 5-8 árum. Slíkar væntingar fela í sér hugmyndir um ávinning af endurskipulagningu og sameiningu. PENINGAMÁL 2000/2 33 5. Fjármálaráðgjöf LÍ, Kynningarfundur Landsbanka Íslands hf. 10. mars 2000. Eiginfjárhlutföll banka og sparisjóða 1999 Mynd 3 Lands- banki Búnaðar- banki Íslands- banki FBA Kaup- þing Samvinnu- sjóður Spari- sjóðir 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 22 24 % Blái hluti súlunnar er eiginfjárhlutfall án víkjandi lána Heimild: Fjármálaeftirlitið.

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.