Peningamál - 01.08.2000, Blaðsíða 2

Peningamál - 01.08.2000, Blaðsíða 2
PENINGAMÁL 2000/3 1 Vegna lægra gengis krónunnar hafa horfur um verðbólgu á þessu ári versnað frá því í vor. Seðla- bankinn spáir því nú að hún verði rúmlega 5½% frá upphafi til loka árs. Miðað við óbreytt gengi mun verðbólga hjaðna nokkuð á næsta ári eða í tæp 4% yfir árið. Það er meiri verðbólga en í viðskipta- löndum og meiri en ásættanlegt er. Það kemur í ljós á næstu mánuðum hvort verðbólga hjaðnar hraðar sakir lækkaðs bensínverðs, slaknandi spennu á hús- næðismarkaði og hjöðnunar ofþenslu. Tölur fyrir júní sýna hins vegar að húsnæðisverð var enn að hækka, og engin ótvíræð merki eru í mældum hag- stærðum um að ofþensla sé tekin að hjaðna. Horfur um mun minni hagvöxt á næsta ári, m.a. vegna niður- skurðar aflaheimilda, og atburðir á fjármálamörk- uðum á síðustu vikum gætu þó stuðlað að hjöðnun hennar á næstunni. Ekki er hins vegar útlit fyrir að viðskiptahalli minnki mikið í bráð. Hann verður því áhættuþáttur sem hagstjórn þarf að glíma við. Í meginatriðum stendur því sú greining sem sett var fram í síðasta hefti Peningamála. Gengi krónunnar varð fyrir verulegum þrýstingi um miðjan júní og aftur í fyrri hluta júlí. Svo virðist sem væntingar um að gengið gæti haldist jafnhátt og það var í lok maí hafi dvínað vegna lakari horfa um fiskafla, viðskiptajöfnuð og verðbólgu. Í báðum til- fellum seldi Seðlabankinn gjaldeyri á millibanka- markaði fyrir verulegar fjárhæðir. Markmið inngrip- anna var ekki að verja ákveðið gengisstig, heldur að koma í veg fyrir að felmtur og skammtímavæntingar yllu óeðlilega mikilli og snöggri lækkun gengisins og sköpuðu þannig óhóflegar sveiflur. Gengið lækkaði enda umtalsvert og var þegar lægst var rúmlega 6½% lægra en í lok maí, en styrktist síðan töluvert seinni hlutann í júlí. Inngrip Seðlabankans veiktu hreina erlenda stöðu bankans þar sem erlend skammtímalán voru tekin til að fjármagna þau, en gjaldeyrisforðanum var haldið stöðugum. Enda þótt Seðlabankinn hafi aðgang að verulegum erlendum skammtímalánum hefur hann hug á að bæta erlenda stöðu sína á ný. Hann mun því nýta færi sem kunna að gefast til að kaupa gjaldeyri á millibankamarkaði án þess að það veiki krónuna. Slík gjaldeyriskaup munu því ekki endurspegla ásetning af hálfu Seðlabankans að hafa sérstök áhrif á gengi krónunnar. Hinn 13. júlí sl. var millibankamarkaði með gjaldeyri lokað í tvo tíma að kröfu meirihluta við- skiptavaka. Seðlabankinn telur lokunina hafa verið afar óheppilega og telur að endurskoða þurfi reglur um millibankamarkað með gjaldeyri til að koma í veg fyrir svipaða atburði í framtíðinni. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti sína um hálft prósentustig 19. júní sl. Vaxtamunur gagnvart út- löndum hefur haldist í sögulegu hámarki í framhaldi af því, en aðhaldsstig peningastefnunnar hefur þó rýrnað nokkuð síðustu vikur ef tekið er mið af raun- vöxtum og lægra gengi. Meðan verðbólguhorfur breytast ekki til hins betra frá því sem nú er og of- þensla er viðvarandi mun Seðlabankinn fylgja að- haldssamri peningastefnu. Hann mun hins vegar fylgjast mjög grannt með hugsanlegum vendipunkt- um í þróuninni. Peningastefnan mun á næstunni miða að því að verðbólga náist niður á svipað stig og í við- skiptalöndum þegar horft er 1-2 ár fram í tímann. Þróun helstu vísbendinga næstu mánuði mun varpa frekara ljósi á það hvort nauðsynlegt reynist að herða enn frekar að í peningamálum til að ná þessu mark- miði eða hvort ofþensla hjaðnar svo hratt að núver- andi aðhaldsstig, eða jafnvel minna, nægi til. Inngangur Stefnan í peningamálum beinist að hjöðnun verðbólgu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.