Peningamál - 01.08.2000, Blaðsíða 20

Peningamál - 01.08.2000, Blaðsíða 20
úr áhuga erlendra fjárfesta á síðasta ári og að um- skiptin sem vart hefur orðið við á þessu ári megi rekja til vaxandi hagvaxtar og betri horfa. Mikill hagvöxtur í Bandaríkjunum hefur bæði beint og óbeint stuðlað að háu gengi dalsins. Eins og vikið verður að síðar má að verulegu leyti rekja hann til uppgangs í upplýsinga- og fjarskiptageiranum sem hefur að líkindum dregið til sín fjármagn frá Evrópu. Áhrifa upplýsingarbyltingarinnar gætir í mun minni mæli á öðrum svæðum. Kreppan í ýmsum ný- markaðsríkjum undanfarin ár bætti um betur og ýtti enn frekar undir styrk Bandaríkjadals. Fjármagn sem flúði ótrausta markaði Asíu, Rússlands og Rómönsku Ameríku leitaði skjóls í öryggi og dýpt bandaríska fjármálamarkaðarins fremur en óreyndum evrumark- aði, sem að auki bauð lakari ávöxtun. Á síðustu miss- erum hefur traust á efnahagsmálum nýmarkaðsríkja aukist á ný, sem gæti er fram líða stundir valdið lækkun Bandaríkjadals, er alþjóðlegir fjárfestar taka að draga úr vægi bandarískra verðbréfa í eignasöfn- um sínum. Hækkandi vextir í Bandaríkjunum hamla þó á móti slíkri þróun í bili. Í umræðunni um veikleika evrunnar á síðasta ári hefur þeirri skoðun nokkuð verið haldið á lofti að of hægfara úrbætur á sviði efnahagsmála á evrusvæð- inu, einkum að því er áhrærir viðleitni til að auka sveigjanleika vinnumarkaðarins, eigi sök á lækkun evrunnar. Það virðist þó veik röksemd. Í fyrsta lagi er lítill sveigjanleiki á vinnumarkaði evrusvæðisins ekki nýr af nálinni og nokkrar umbætur hafa þrátt fyrir allt átt sér stað eða eru í bígerð. Það er því erfitt að sjá hvað hefði átt að koma markaðsaðilum á óvart í þeim efnum. Í öðru lagi hafa umbætur verið einna tregastar í kjarnalöndunum, sem síst eru líkleg til að gjalda fyrir ósveigjanlegan vinnumarkað. Ósveigjan- legur vinnumarkaður kom ekki í veg fyrir að þýska markið væri talið sterkur gjaldmiðill á sínum tíma. Í þriðja lagi virðist samband efnahagsumbóta og geng- is gjaldmiðla óljóst svo að ekki sé meira sagt. Nægir að benda á gengisþróun japanska jensins í því sam- bandi. Umskipti í sumarbyrjun – hagvöxtur hægir á sér í Bandaríkjunum en styrkist í Evrópu Gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadal náði lág- marki í maíbyrjun og hafði þá lækkað um tæpan fjórðung frá því að henni var hleypt af stokkunum. Síðan þá hefur gengi evrunnar hækkað töluvert, en lækkaði síðan á ný í fyrri hluta júlímánaðar. Það er þó töluvert fyrir ofan lágmarkið um miðjan maí. Um- skiptin sem urðu í gengisþróun evrunnar í sumar má rekja til vaxandi óvissu um framvindu efnahagsmála í Bandaríkjunum, fyrst í kjölfar upplýsinga um aukinn verðbólguþrýsting í Bandaríkjunum og síðan eftir að gögn bárust sem bentu til þess að farið væri að draga úr hagvexti. Á sama tíma bentu flestar efna- hagsvísbendingar frá evrusvæðinu til vaxandi hag- vaxtar. Spár Consensus Forecasts um hagvöxt á evrusvæðinu hafa hækkað jafnt og þétt á þessu ári og skv. könnun sem gerð var í maí hljóðaði meðalspáin upp á 3,3% hagvöxt á árinu 2000 og 3,1% hagvöxt árið 2001.4 Í Bandaríkjunum er gert ráð fyrir að draga muni verulega úr hagvexti á næsta ári. Lengi hafa spámenn spáð hægari hagvexti í Bandaríkj- unum, en ekki reynst sannspáir hingað til. Um ástæð- ur þess verður nánar fjallað hér á eftir. Hin hliðin á vanspá hagvaxtar í Bandaríkjunum er að lengi hafa flestir aðilar sem gefa út spár um gengisþróun spáð gengishækkun evrunnar. Í maí sl. spáðu Consensus Forecasts genginu 1,049 á sama tíma árið 2001 og 1,108 í árslok 2002, sem er u.þ.b. fjórðungs hækkun frá genginu í maí, og síðan áframhaldandi styrkingu evrunnar til ársloka 2006. Í ljósi þess að Consensus Forecasts hafa ævinlega spáð styrkingu evrunnar er ástæða til að taka slíkar spár með nokkrum fyrir- vara.5 Þó virðist ríkari ástæða nú en oft áður til að ætla að a.m.k. stefnan sé nú rétt. Hagvöxtur í kjarnalöndum Evrópusambandsins er farinn að taka við sér en hætta á ofhitun í sumum jaðarlöndum Staða efnahagsmála á evrusvæðinu við stofnun myntbandalagsins einkenndist af dræmum vexti í sumum svokölluðum kjarnalöndum myntbanda- lagsins á meðan hagvöxtur í ýmsum jaðarlöndum var mun meiri. Mjög hefur dregið úr bilinu á milli kjarna- og jaðarlanda að undanförnu. Lágir vextir og lágt gengi evrunnar hefur örvað hagvöxt í kjarna- löndunum. Hagvöxtur í Frakklandi tók nokkuð vel við sér þegar á síðasta ári og á þessu ári hefur veru- legur efnahagsbati einnig mælst í Þýskalandi og á Ítalíu. Útflutningur evrusvæðisins tók að aukast PENINGAMÁL 2000/3 19 4. OECD spáir u.þ.b. sama hagvexti. 5. Spáð var 5% hækkun evrunnar strax í ársbyrjun 1999.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.